Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.07.2002, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.07.2002, Blaðsíða 2
Vígsla gatnamóta Hringvegar (Vesturlandsvegar) og Víkurvegar 5. júlí. Frá vinstri: Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur. Heiðursmenn Vegagerðarinnar voru Guðmundur Vignir Þórðarson og Hörður Þór Ástþórsson. Skæravörður var Margrét Arna Viktorsdóttir. Ný mislæg gatnamót Hringvegar (Vesturlandsvegar) og Víkur- vegar er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkur- borgar. Forsendur og umhverfi Verið er að byggja upp nýtt íbúðahverfi í Grafarholti, sem kallar á afkastameiri umferðatengingu að hverfinu. Umferðatenging frá íbúðabyggðinni í Grafarvogi um Víkurveg á Hringveginn mun einnig batna með nýju gatnamótunum. Í þessum fyrsta áfanga sem nú var tekinn í notkun, er Hring- vegur tvöfaldaður að Úlfarsá. Ljósagatnamót við Víkurveg eru lögð af og Víkurvegur lagður á brú yfir Hringveginn með til- heyrandi römpum. Nýi Víkurvegurinn tengist núverandi Víkur- vegi í hápunkti á Keldnaholti vestan Hringvegar, en að austan- verðu tengist hann við ný ljósagatnamót Þúsaldar og Reynisvatns- vegar. Öryggi gangandi vegfarenda mun einnig aukast. Stofnstígur (göngu- og hjólastígur) ásamt reiðstíg, sem þegar ná norður fyrir Grafarlæk, verða framlengdir að Úlfarsá. Stígarnir fara undir nýju brúna að vestanverðu og síðan í göngum undir tengirampa. Gönguleiðin tengist með rampa og tröppum yfir brúna og tengir Grafarholt við Grafarvog. Stígarnir eru þriggja metra breiðir og liggja nánast saman í undirgöngum og undir brú en eru aðgreindir þar með handriði eða vegg. Annars eru þeir mest aðskildir. Í síðari áföngum verður brúin yfir Hringveginn tvöfölduð og römpum fjölgað í samræmi við það. Árið 2000 var umferð um Víkurveg um 10.000 bílar á sólarhring að meðaltali en árið 2008 er áætlað að umferð um Víkurveg verði u.þ.b. 16.000 bílar á sólarhring og umferð á Hringvegi undir brúna um 20.000 bílar á sólarhring. Mannvirki Nýja brúin er sú syðri af tveim fyrirhuguðum. Hún er staðsteypt, eftirspennt plötubrú. Hún myndar 21° horn við Hringveg og hvílir á landstöplum hvoru megin og einum stöpli í miðeyju. Öll hönnun miðar að því, að halda þversniði opnu til að mynda léttleika í ásýnd mannvirkisins. Helstu magntölur: Vegagerð: gröftur 100.000 m3, fyllingar 130.000 m3, malbikaðir fletir 25.000 m2. Brúargerð: mótafletir 4.000 m2, steinsteypa 1.500 m3. Að verkinu standa Vegagerðin og Reykjavíkurborg. Samtímis þessari framkvæmd var unnið við endurnýjun og lagfæringar á stofnlögnum Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Áætlaður kostnaður: 445 m.kr. Þar af er hlutur Vegagerðarinn- ar 69% eða 307 m.kr. og hlutur Reykjavíkurborgar 31%, eða 138 m.kr. Kostnaður Orkuveitu Reykjavíkur vegna færslu lagna er 18.kr. Helstu hönnuðir og ráðgjafar: VSO – Ráðgjöf. samræming hönnunar, Almenna verkfræðistofan hf. veghönnun, Gláma-Kím arkitektar, Landark ehf. landslagsarkitektar, Fjarhitun hf. lagnir, Orkuveita Reykjavíkur götulýsing, Vinnustofan Þverá ehf. umferðarljós. Aðalverktakar: Sveinbjörn Sigurðsson ehf. brúarsmíði, Jarðvélar sf. jarðvinna. Eftirlit: Línuhönnun hf. Einnig hafa fjölmargir starfsmenn Vegagerðarinnar, Reykja- víkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur komið að þessu verki. Yfirlit framkvæmda - kort Að gefnu tilefni er rétt að eftirfarandi komi fram. Á kortum yfir framkvæmdir 2002 sem hafa birst í þessu blaði í vor og sumar eru vegir merktir inn sem stofnvegir, tengivegir og landsvegir. Kortagrunnurinn sem notaður hefur verið er ekki nákvæmlega réttur með tilliti til þessa og hafa borist ábendingar um villur. Reynt verður hafa þetta réttar á næsta ári en þessi kort eru fyrst og fremst til að gefa nokkra yfirsýn yfir framkvæmdir en ekki ábyggilegar heimildir um vega- kerfið að öðru leyti. Untitled-1 18/7/02, 2:14 am2

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.