Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 26.08.2002, Side 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 26.08.2002, Side 1
 29. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 29. tbl. 10. árg. nr. 312 26. ágúst 2002 Samskipti við Lettland Þann 12. ágúst var skrifað undir samkomulag vegagerða Íslands og Lettlands um samvinnu þessara stofnana næstu þrjú árin. Þetta er framlenging á samkomulagi sem var undirritað 4. júní 1999 í Lettlandi. Markmiðið er að skiptast á upplýsingum og tækniþekkingu, meðal annars á sviði áætlana, hönnunar, viðhalds, framkvæmda og gagnagrunna. Samskiptin verða að nokkru leyti í tengslum við fundi Norræna vegtæknisambandsins og Baltneska vegtæknisambandsins en einnig verða gagnkvæmar heimsóknir tæknimanna á milli land- anna. Þá munu tæknimenn verða í tölvupóstsambandi. Helgi Hallgrímsson sitjandi til vinstri og Olafs Kronlaks til hægri skrifa undir samninginn. Standandi frá vinstri: Rögn- valdur Jónsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Rögnvaldsson, Daiga Mezapuke og Martins Dambergs. Þórsmerkurvegur (F249) 02-085 Vegagerðin, Suðurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í gerð Þórsmerkurvegar (F249) frá varnargarði og út fyrir Nauthúsagil, um 2,5 km. Helstu magntölur eru: neðra burðarlag, óunnið efni 22.100 m3, ræsi 48 m, malarslitlag 1.600 m3. Verki skal að fullu lokið 15. nóvember 2002. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Selfossi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeg- inum 26. ágúst 2002, Verð útboðsgagna er kr. 1.500. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir klukkan 14:00 mánudaginn 9. september 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða Vegflokkar, sjá kort í opnu Í opnu þessa blaðs er kort sem sýnir hvernig þjóðvegakerfinu er skipt upp í flokka, þ.e. stofnvegi, tengivegi og landsvegi. Fjórði flokkurinn safnvegir eru ekki merktir á kortið. Vegaskrá og upplýsingar um skiptingu vegakerfis í vegflokka og vegalengdir er að finna á vegagerdin.is undir „vegakerfið“. Samkvæmt vegalögum (nr.45/1994) er vegakerfi landsins skipt í þjóðvegi annars vegar og almenna vegi, einkavegi, reið- vegi og hjólreiða- og göngustíga hins vegar. Þjóðvegir Vegagerðin er veghaldari þjóðvega en veghald merkir forræði yfir vegi (vegagerð, þjónusta og viðhald). Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegáætlun, safnvegaáætlun og landsvegaskrá. Þeir skulu mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins. Þjóðvegum er skipað í flokka eftir eftirfarandi reglum. Stofnvegir Vegir sem ná til 1.000 íbúa svæðis og tengja slík svæði saman. Víkja má frá reglunni um íbúafjölda ef um er að ræða tengingu kaupstaða eða kauptúna sem mynda samræmda heild frá atvinnulegu eða félagslegu sjónarmiði. Sama gildir um vegi sem hafa mikla árstíðabundna umferð eða þar sem innan 10 ára má búast við 1.000 bíla umferð á dag yfir sumarmánuðina. Við það stofnvegakerfi sem þannig fæst skal tengja með stofnvegi þéttbýli 400 íbúa eða fleiri enda sé tengingin ekki lengri en 20 km, svo og þéttbýli með 200-400 íbúa ef tenging er ekki lengri en sem svarar 5 km fyrir hverja 100 íbúa í þéttbýlinu. Þar sem stofnvegur endar í þéttbýli skal hann ná til þess svæðis sem mikilvægast er fyrir athafnalíf þéttbýlisins. Tengivegir Vegir sem tengja safnvegi við stofnvegi og ná að þriðja býli frá vegarenda þar sem búseta er. Þetta ákvæði gildir þó ekki ef um er að ræða veg í kaupstað eða kauptúni. Einnig má telja tengiveg að innsta býli þar sem landsvegur liggur úr byggð. Þar sem tengivegur tengir þéttbýli við stofnvegakerfið skal hann ná til þess svæðis sem mikilvægast er fyrir athafnalíf þéttbýlisins. Vegir að flugvöllum þar sem starfrækt er reglubundið áætlunar- flug og vegir að höfnum og bryggjum, ef þaðan eru stundaðar áætlunarsiglingar, skulu einnig vera tengivegir ef þeir eru ekki stofnvegir samkvæmt skilgreiningu um þann vegflokk. Framhald texta á baksíðu og kort í opnu Untitled-2 22.8.2002, 9:401

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.