Nesfréttir - 01.05.2015, Blaðsíða 15

Nesfréttir - 01.05.2015, Blaðsíða 15
Nes ­frétt ir 15 Auglýsingasími: 511 1188 borgarblod@simnet.is Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is gjöf? MacDonalds. Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir 5 millj ón ir í happ drætti? Brosa Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir bæj ar stjóri í einn dag? Panta nýtt gervigras á fótboltavöllinn, opna Gróttu fyrir takmarkaðari gangandi umferð yfir sumarið, fuglum hefur fækkað í Gróttu síðan hún var friðuð. Opna tjaldstæði fyrir neðan Ráðagerði við erum eina sveitarfélagið sem býður gestum ekki upp á tjaldstæði. Nýta Nestúnið betur til útivistar t.d. setja þar upp lítinn golfvöll f. börn og heldri borgara, það þarf ekki að vera flókið. Fækka Mávum á varptíma, dauður Mávur borðar ekki unga. Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni? Hjálpa til að koma Gróttu uppí Pepsídeild. Hvað gerðir þú í sum ar frí inu? Fara í útilegur með fjölskyldu og vinum, spila golf og aðstoða Gróttu. Seltirn ing ur mán að ar ins að þessu sinni er Árni Pétursson. Hann er fæddur á Seltjarnarnesi 1961. Fjölskylda hans hefur búið á Seltjarnarnesi frá 1881. Árni var í Gróttu á yngri árum í fótbolta, handbolta, körfu og borðtennis. Hann hefur verið viðloðandi knattspyrnudeild Gróttu síðastliðin 13 ár, og í stjórn Knattspyrnudeildarinnar síðustu 8 ár. Fullt nafn? Árni Pétursson. Fæð ing ar d. og ár? 10. apríl 1961. Starf? Rafvirki. Farartæki? Renault Kangoo, klikkar ekki. Helstu kost ir? Sæmilegur kokkur, geri gott Irish coffee, góður að bóna bíla og hugsa eins og Rjúpa. Eft ir læt is mat ur? Kótilettur í raspi frá Kjarnafæði og Önd a la Árni P. Eftirlætis tónlist? ELO, Rammstein, Queen, Boston, Kylie Minogue, Anastasia og Madonna s.s. alæta. Eft ir læt is í þrótta mað ur? Pétur Theodór Árnason í meistarafl. Gróttu í fótbolta. Skemmti leg asta sjón varps efn ið? Núna er það Games of thrones og Suits. Besta bók sem þú hef ur les ið? Útkall þegar Suðurlandið sökk og Svalur og Valur og gormahreiðrið. Uppáhalds leikari? Clint Eastwood. Besta kvik mynd sem þú hef ur séð? Grand Torino. Hvað ger ir þú í frí stund um þín um? Starfa í kring um Gróttu, golf og fara á rjúpu. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Suðurnes á Seltjarnarnesi og Þingvellir. Hvað met ur þú mest í fari ann arra? Dugnað, heiðarleika og húmor. Hvern vild ir þú helst hitta? Charlee Sheen. Upp á halds vef síða? Vivaldi vafrinn. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson heitur matur í hádeginu og á kvöldin taktu meÐ borÐaÐu á staÐnum eða Alvöru matur eða Kæri Seltirningur, Seltjarnarnesbær ætlar að halda tölvunámskeið fyrir 60 ára og eldri. Á námskeiðinu verður kennt á forritið Word, fara inn á veraldarvefinn, senda tölvupóst og ýmislegt fleira sem gæti verið hentugt að kunna. Áhersla verður lögð á að þekking aukist svo að hægt sé að nota tölvuna sem afþreyingar- og samskiptatæki. Í boði verða 3 grunnnámskeið, sem henta vel fyrir þá sem hafa litla sem enga reynslu af tölvum. Þau verða haldin: • 8. til 18. júní • 22. júní til 2. júlí • 6. til 16. júlí Einnig ætlum við að bjóða upp á eitt framhaldsnámskeið, sem hentar vel fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á ofantöldum atriðum. Það verður haldið: • 20. júlí til 30. júní Hvert námskeið er 2 vikur í senn og er kennt frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10 til 12. Seltjarnarnesbær býður upp á þessi námskeið þér að kostnaðarlausu og er kennslan í höndum sumarstarfsmanna bæjarins. Námskeiðin verða haldin í tölvuveri Mýrarhúsaskóla. Skráning fer fram í síma 5959-100 í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar. Hlökkum til að sjá ykkur! Leiðbeinendur tölvunámskeiðsins

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.