Nesfréttir - 01.05.2015, Blaðsíða 10
10 Nes frétt ir
iKort er alþjóðlegt Mastercard inneignar
kreditkort. Að sögn Guðbjargar Daggar Snjólfsdóttur
þjónustustjóra hjá iKort hefur kortið verið í umferð á
Íslandi í á annað ár og fengið mjög góða viðtökur.
Hægt er að fá tvær gerðir af iKortum. Annars vegar
ópersónugert iKort (iKort án nafns) og hins vegar
persónugert iKort (iKort með nafni). Ópersónugerðu
kortin eru tilbúin til afgreiðslu samstundis og um leið
og búið er að virkja kortið er það tilbúið til notkunar.
Persónugerðu kortin eru hefðbundnari útlits, með
nafninu á. Persónugerðu kortin eru útbúin í London
og það tekur að jafnaði um 10 virka daga að fá þannig
kort. Einungis er um útlitsmun á kortunum að ræða,
notkunarmöguleikarnir eru þeir sömu.
Kostir iKorts
Þú þarft ekki að vera með bankareikning. Þú getur
fengið kortið strax og enginn annar en þú hefur aðgang
að kortaupplýsingum þínum. Þú hefur góða yfirsýn yfir
fjármálin og þarft ekki að hafa áhyggjur af kortareikningi
um hver mánaðamót.
iKort fæst á Póshúsum um allt land
Auðvelt er að sækja um iKort á www.ikort.is en auk
þess er hægt að nálgast ópersónugerð kort á Pósthúsum
um allt land. Á Pósthúsum er einnig hægt að hlaða
peningum inn á kortið.
Helsti munurinn á iKorti og öðrum
debet- og kreditkortum
iKort er endurhlaðanlegt alþjóðlegt rafeyriskort. Í
hvert sinn sem iKort er notað er andvirði viðskiptanna
dregið frá inneign kortsins. iKorti fylgir ekki yfirdráttur
og því verður að hlaða kortið með nægri inneign áður
en það er notað. Þannig er tryggt að þú eyðir ekki
meiru en þú átt. Örgjörvinn í iKortum heldur alltaf utan
um rétta stöðu.
Hægt er að nota iKort hvar sem er í heiminum
Hægt er að nota kortið hvar sem er erlendis. Tekið er
við MasterCard kortum á yfir 32 milljón stöðum um allan
heim, allsstaðar þar sem þú sérð MasterCard merkið
er hægt að nota iKort, þar með talið til í hraðbönkum
og á netinu.
Hagkvæmt að senda peninga til vina
og vandamanna erlendis
Kortið er einkar hentugt fyrir þá sem vilja senda
peninga til vina og ættingja sem eru búsettir erlendis.
Í staðinn fyrir að þurfa að millifæra af íslenskum
bankareikningi inn á erlendan bankareikning er
hægt að hlaða kortið beint í íslenskum heimabanka
og peningurinn er kominn samstundis inn á kortið.
Hefðbundnum millifærslum á milli landa fylgir kostnaður
og eins tekur nokkra daga fyrir peninginn að berast. Hver
sem er getur lagt inn á kortið og þegar iKort er hlaðið er
ekki um neinn kostnað eða biðtíma að ræða.
iKort – greiðslukortið
sem er ótengt bankakerfinu
Öll rúnstykki á
80 kr.stk
Bergstaðastræti 13 - 101 Reykjavík - Sími 551 3083 - www.bernhoftsbakari.is