Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.05.2006, Blaðsíða 3
3
Þverárfjallsvegur (744)
Í síðasta tölublaði Framkvæmdafrétta var auglýst útboð á
endurbyggingu Þverárfjallsvegar (744) frá Hestgili sunnan
vegamóta við Skagaveg (745) um Laxárdalsheiði og Göngu
skörð að Sauðárkróki. Lengd útboðskaflans er um 12,4 km.
Innifalið í verkinu er m.a. lögn á 67 m löngu stálplöturæsi
með steyptum endastykkjum í Kallá og gerð hringtorgs á mót
um nýja Þverárfjallsvegar og Skarðeyrar.
Verið er að ljúka við hönnun á nýrri brú yfir ósa Gönguskarðsár
og verður hún sjálfstæð framkvæmd. Brúargerð á að vera
lokið 1. ágúst 2007.
Eftir þessa framkvæmd eru enn u.þ.b. 3,4 km af malarvegi
á Þverárfjallsvegi milli Húnaflóa og Skagafjarðar sem eftir er
að endurbyggja.
Þessu verki á að vera að fullu lokið 1. ágúst 2008.