Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.05.2006, Page 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.05.2006, Page 5
5 Hringvegur (1), Ármótasel – Skjöldólfsstaðir 2 Vegagerðin hefur gert kynningarskýrslu vegna vegagerðar frá enda Háreksstaðarleiðar norðan við Víðidalsá og niður að Skjöldólfsstöðum 2 í Jökuldal. Skýrsluna má sjá í heild á vef Vegagerðarinnar vegagerdin.is undir „útgefið efni“. Hér á eftir fer stuttur útdráttur úr fyrstu köflum skýrslunnar. Almennt Framkvæmdasvæðið er á Hringvegi (1) um 53 km frá Egils­ stöðum. Veglínan mun færast talsvert til á þessum kafla og liggja norðan við Gilsá frá Ármótaseli og niður að Skjöldólfs­ stöðum 2 í Jökuldal. Framkvæmdasvæðið nær yfir 8,0 km langan kafla og liggur um lönd Gilsár, Skjöldólfsstaða 1 og 2 og Arnórsstaða 1 og 2. Áætlað er að framkvæmdir hefjist sumarið 2006 og stefnt er að því að þeim ljúki árið 2007. Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið en að með henni muni umferðar­ öryggi aukast á þessum kafla. Vegalengdin milli Akureyrar og Egilsstaða mun styttast um 1,5 km auk þess sem langhalli vegar verður verulega minni og beygjur rýmri á nýja vegin­ um. Á þessum kafla eru nú hættulegar brattar brekkur og krappar beygjur. Þetta er síðasti hluti leiðarinnar sem er án bundins slitlags. Markmið framkvæmdar Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi á Hringvegi milli Akureyrar og Egilsstaða og tryggja greiðari samgöngur. Vegurinn verður 7,5 m breiður með 6,5 m breiðri akbraut og bundnu slitlagi. Vegurinn er breikkaður um 0,75 m þar sem vegrið eru sett. Hönnunarhraði verður 90 km/klst. Valkostir Skoðaðir voru tveir megin kostir við leiðarval. Annarsvegar niður Arnórsstaðamúla á svipuðum stað og núverandi leið liggur, en þó aðeins nær Gilsá og með minni bratta. Á þeirri leið þarf að setja krappa hárnálabeygju, ekki ósvipað því sem nú er. Farið er yfir Gilsá rétt ofan við núverandi brú, en þó er gert ráð fyrir að núverandi einbreið brú verði notuð áfram fyrst um sinn. Byggja þarf nýja tvíbreiða brú yfir Gilsá innan fárra ára verði þessi leið farin. Hringvegur lengist um 0,7 km á þessari leið. Seinni kosturinn er ný veglína norðan við Gilsá, undir Skjöldólfsstaðahnjúk. Þessi leið er vegtæknilega miklu betri þar sem engar krappar beygjur eru á henni og bratti er mun minni en ef farið yrði um Arnórsstaðamúla. Þessi leið er 1,5 km styttri en núverandi leið um Arnórsstaðamúla og mun ódýrari þar sem ekki þarf að byggja nýja brú yfir Gilsá. Ókostur við þessa leið er að farið er yfir óraskað gróið land. Einnig er viss snjóflóðahætta úr Skjöldólfsstaðahnjúk en hún er þó álitin vera lítil. Vegagerðin telur leiðina norðan við Gilsá mun vænlegri kost heldur en um Arnórsstaðamúla. Mat á umhverfisáhrifum Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar vegna minja á veg­ svæði. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst og haft samráð við ýmsa aðila. Auglýsingar útboða Vestfjarðavegur (60), Arnarfjörður – Dýrafjörður, borun rannsóknarhola 06-056 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í borun rannsóknarhola til rannsóknar á aðstæðum við munna fyrirhugaðra jarð­ ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Helstu magntölur eru: Kjarnaborun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 420 m Borun í laust efni með fóðrun . . . . . . 100 m Verki skal að fullu lokið fyrir 1. október 2006. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal á Ísafirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 22. maí 2006. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6. júní 2006 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.