Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.05.2006, Blaðsíða 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.05.2006, Blaðsíða 7
7 Veigastaðavegur (828), Hringvegur – Eyjafjarðarbraut eystri er sýnd á loftmyndinni hér að ofan og afstaða er sýnd á kort­ inu. Þessu verki á að vera að fullu lokið 15. september 2006. Í síðasta tölublaði Framkvæmdafrétta var auglýst útboð á endurbyggingu 3,6 km Veigastaðavegar (828) og 0,3 km Leifs­ staðavegar (8210) ásamt klæðingu. Veigastaðavegur liggur um neðsta hluta vesturhlíðar Vaðla­ heiðar, gegnt Akureyri. Að miklu leiti er þetta gamli Norður­ landsvegurinn sem áður fyrr lá upp á Vaðlaheiði. Staðsetning Vetrarþjónusta, Guðlaugsvík – Hólmavík – Reykjanes 2006 - 2009 06-055 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í snjómokstur með vöru­ bifreiðum ásamt stjórnun og eftirliti með snjómokstri, innan ramma marksamnings, á leiðinni: 1) Djúpvegur og Vatnsfjarðarvegur á leiðinni Guðlaugsvík ­ Hólmavík ­ Reykjanes. Helstu magntölur (miðast við eitt ár) eru: Vörubílar í snjómokstri og hálkuvörn 30.000 km Verktími er frá 1. október 2006 til og með 31. maí 2009. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal á Ísafirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 22. maí 2006. Verð útboðsgagna er 2.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6.júní 2006 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða Vetrarþjónusta Guðlaugsvík - Hólmavík - Reykjanes 2006-2009. Sjá auglýsingu hér til vinstri.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.