Aldan - 20.10.2015, Blaðsíða 4

Aldan - 20.10.2015, Blaðsíða 4
20. Október 2015ALDAN4 ALDAN FRÉTTABLAÐ UM SJÁVARÚTVEG 7. TBL. 2. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI: Pressan ehf. Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík. ÁBYRGÐARMAÐUR: Björn Ingi Hrafnsson, netfang: bjorningi@pressan.is, AUGLÝSINGASTJÓRI: Ámundi Ámundason sími 824- 2466, netfang, amundi@fotspor.is. AUGLÝSINGAR: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@ fotspor.is. RITSTJÓRI: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: geirgudsteinsson@ simnet.is. UMBROT: Prentsnið. PRENTUN OG DREIFING: Landsprent, 35.000 eintök. BLAÐINU ER DREIFT Í 35.000 EINTÖKUM MEÐ MORGUNBLAÐINU OG LIGGUR FRAMMI ÚTVÖLDUM STÖÐUM ALDAN F R É T T A B L A Ð U M S J Á V A R Ú T V E G Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Í dag, 20. október, er haldinn alþjóðlegur dagur kokka og hefur hver dagur árlega þema sem kokkarnir fylgja eftir. Í ár er þemað „Heilbrigð börn - Heil- brigð framtíð“. Til að fagna deginum geta kokkar hvatt hver annan um að taka upp á sína arma skóla, leikskóla, eða dagheimili í sínu nærsamfélagi og kennt börnum þar hvernig á að borða hollan og góðan mat. Skólamötuneyti hafa í auknu mæli boðið börnunum upp á fiskmeti í hádeginu og þar hefur þorskurinn haft nokkra sérstöðu enda sú fisktegund sem mest er veitt af hér við land. Þannig hafa börnin kynnst því hversu góð fæða fiskur er, ekki sé allt fengið með því að borða að mestu pitsur og hamborgara. Auðvitað bjóða skólamötuneytin einnig upp á kjötmeti með, s.s. kjúklinga, nautahakk og fleira en með þessu átaki flytja börnin þær fréttir heim til sín að fiskurinn sem þau borðuðu í hádeginu hafi verið mjög góður. Foreldrar draga lærdóm af því, kaupa í auknu mæli fisk þegar farið er í matvörubúð. Ef börnin læra að meta fiskinn ung sem afbragðs fæðu flytja þau þann smekk með sér gegnum lífið, kenna sínum afkomendum í fyllingu tímans einnig að meta fiskinn sem veiðist hér allt í kringum landið, einn besta fiskinn sem til er í heiminum. Á nýafstöðnum sjávarútvegsdegi kom fram að íslenskur fiskur er uppistaðan í 20 milljónum máltíða á degi hverjum í þeim rúmlega 80 löndum sem kaupa íslenskt sjávarfang. Á síðasta ári nam útflutningur sjávarafurða 654 þúsundum tonna og verðmæti þeirra var 244 milljarðar króna. Sjávarafurðir voru 41% af heildarútflutningsverðmætum þjóðarinnar og beint framlag sjávarútvegsins til landsframleiðslu var 12% árið 2014. Ísland hefur mikla sérstöðu í samanburði við stærstu fiskveiðiþjóðir heims þar sem sjávarút- vegur er ríkisstyrktur. Hvert veitt tonn sem Norðmenn veiða kosti norska ríkissjóðinn 19.000 krónur meðan hvert veitt tonn af íslenskum skipum skili 3.700 krónum í ríkissjóð. Fjárfesting útgerðarinnar skilar einnig meiri arði hér þar sem hvert íslenskt fiskiskip kemur með rúmlega tvöfalt meiri afla að landi en norsk og um helmingi færri skipverjar standa að baki hverju veiddu tonni á íslensku skipunum. Það er mjög gott framtak að halda árlega hagsmunatengdalausa sjávarút- vegsráðstefnu sem fyrst var haldin árið 2010. Það var löngu tímabært að sjá einhvern svona sameiginlegan vettvang í sjávarútveginum, bæði í veiðum og vinnslu sem byggir á faglegri og hugmyndafræðilegri umræðu en ekki bara á hreinum afmörkuðum hagsmunum eins og mörg samtök í sjávarútvegi eru skiljanlega. Hvort svona sjávarútvegsráðstefna er haldin árlega byggist auðvitað á því fólki sem að baki hennar stendur og ég held að svo verði, þetta fór í gang með miklum krafti, þetta er sjálfsprottið grasrótarstarf sem er það mikilvægasta, afar fínt framtak, ráðstefna sem er opin öllum til þátttöku, einnig þeim sem ekki koma beint að sjávarútvegi. Ráðstefnum um sjávarútveg er alls ekki lokið á þessu ári, enda af nógu af taka og sífellt þarf að vera á tánum til þess að gæta þess að sem bestum árangri sé náð, helst hámarksárangri. Sjávarútvegsráðstefnan verður 19. nóvember nk. þar sem mörg afar spennandi erindi verða flutt. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra flytur ávarp, Bylgja Hauksdóttir hjá North Coast Seafood er málstofustjóri þar sem m.a. verður rætt um það hvernig kenna á ungu fólki að borða meiri fisk, af hverju er sjávarútvegur að greiða auð- lindagjald en ekki aðrar atvinnugreinar, heimsframboð og hagsmunagæslu í íslenskum sjávarútvegi og margt fleira. Afhent verða framúrstefnuverðlaun. Full ástæða er því til að hvetja til þátttöku á Sjávarútvegsráðstefnuninni. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Kennum börnunum að meta þorskinn og aðrar fisktegundir sem afbrags matvöru Leiðari Salthúsmarkaðurinn tekur að sér rekstur samkomu- hússins á Stöðvarfirði Salthúsmarkaðurinn hefur tekið að sér í sumar rekstur samkomuhússins á Stöðvarfirði ásamt Gestastofu Fjarða- byggðar. Þau Aðalheiður G. Guð- mundsdóttir og Pál Björgvin Guð- mundsson handsöluðu samkomulagið og um leið var opnað formlega með glæsilegri opnunarhátíð. Samhliða flutningi Salthúsmarkaðarins í þetta nýja húsnæði og opnun nýju gestastof- unnar var fagnað, hóf göngu sína sýn- ing á stórbrotnum austfirskum þoku- myndum. Kom fjöldi manns saman að þessu þrefalda tilefni og samgladdist stöðfirska handverkssamfélaginu, sem rekið hefur Salthúsmarkaðinn með myndarbrag undanfarin ár í gamla salthúsi staðarins. Gestastofa Fjarðabyggðar verður í nánu samstarfi við Upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn sem staðsett er í Brekkunni, steinsnar frá samkomuhús- inu. Ferðamenn geta nálgast almennar upplýsingar og aðstoð í gestastofunni, sem verður rekin verður samhliða Salthúsmarkaðnum í sumar. Endur- reisn gamla samkomuhússins er liður í uppbyggingu á Stöðvarfirði sem önnur af tveimur ferðamannagáttum Fjarða- byggðar. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Stöðvarfjörð heim á sumri hverju, sem þakka má ekki hvað síst aðdráttarafli Steinasafns Petru. Stöðvarfjörður. Margar áhugaverðar sjávarútvegs- sýningar erlendis á komandi vetri Íslandsstofa í Sundagörðum 2 í Reykjavík er eins og oft áður að kanna áhuga fyrirtækja á þátttöku í sjávarútvegs-sýningum frá hausti 2015 til vors 2016. Þetta er ekki tæmandi listi en þegar hefur verið tekið frá svæði á sýningunum í Kína, Boston og Brussel. Berglind Stein- dórsdóttir veitir allar upplýsingar. Ef áhugi er fyrir hendi mun Íslands- stofa einnig kanna áhuga á þátttöku á sýningunni í Bremen í Þýskalandi. Sjávarútvegssýningar sem eru framundan: • China Fisheries & Seafood Expo, Qingdao 4. - 6. nóvember 2015. • Fish International Messe, Bremen 14. - 16. febrúar 2016. • Seafood Expo North America og Seafood Processing North America, Boston 6. - 8. mars 2016. • Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, Brussel 26. - 28. apríl 2016. Sýningarbás á China Fisheries & Seafood expo. Hjól atvinnulífsins farin að snúast á Flateyri Fiskvinnsla Flateyrar ehf. er fyrirtæki sem varð til í sumar fyrir órofa sam- stöðu margra íbúa Flateyrar í Önundar- firði. Fólkið vildi koma upp fyrirtæki sem ætlað er að verða bakhjarl byggðar- innar, en útgerðarsaga staðarins hefur undanfarin misseri verið hrein hörm- ung. Fiskvinnslan hófst í júlímánuði sl. og er unnin saltfiskur úr þeim afla sem berst til vinnslu en saltfiskur fer a markað á Spáni en Iceland Seafood selur fiskinn fyrir Fiskvinnsluna. „Við eigum sjálf einn bát, Jóhönnu G. sem er á línuívilnun og sem landar hér og auk þess landa hér margir smærri heimabátar, dagróðrabátar. Draumurinn er að hér verði unnin 20 til 30 tonn á viku allt árið en í dag starfa hjá fyrirtækinu 20 manns með beitingafólki og áhöfn bátsins. Fyrirtækið er stofnað á grunni byggðastofnunarkvótans svonefnda, 300 tonna kvóta sem Byggðastofnun úthlut- aði til Flateyrar, sem talin er ein af sjáv- arbyggðunum sem standa sérstaklega höllum fæti,“ segir Margrét Kristjáns- dóttir framkvæmdastjóri Fiskvinnslu Flateyrar ehf. Margir útgerðarmenn á staðnum koma að stofnun félagsins og fleiri fjár- festar. Bátar þeirra leggja þar upp afla sem veiddur er úr byggðakvóta útgerð- anna auk eigin kvóta. Gert er ráð fyrir að leigja kvóta til að auka vinnsluna og kaupa kvóta í framtíðinni. Reiknað er með að vinna úr 1.000 til 1.500 tonnum af hráefni á ári og að vinnsla verði allt árið í húsinu. Fyrirtækið mun einbeita sér að saltfiskvinnslu. Mikil fiskvinnslusaga en einnig mjög brösótt Fiskvinnsla og útgerð á sér mikla sögu á Flateyri. Fiskvinnsla Flateyrar ehf. keypti hús sem kennt er við kúfiskvinnslu sem þar var í eina tíð og 3innig línu- bátinn Jóhönnu G. , kvótalausan. Síðast var húsnæðið í eigu Arctic Odda, sem hætti bolfiskvinnslu á síðasta ári; þar áður var Lotna þar, Eyraroddi, Kambur, Skelfiskvinnslan, Hjálmur og Kaupfélag Önfirðinga. Um miðja síðustu öld var togaraútgerð á Flateyri með togarana Gylli og Guðmund Júní sem Einar ríki rak en sú útgerð hvarf til Vestmannaeyja á einni nóttu og eftir sat sviðin jörðin. Nú er enn ýtt úr vör með bjartsýnina að leiðarljósi. Það er sannarlega fagn- aðarefni. Vinnsla hjá Fiskvinnslu Flateyrar ehf.

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.