Aldan - 20.10.2015, Side 8

Aldan - 20.10.2015, Side 8
20. Október 2015ALDAN8 Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra: Styrkir til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar upp á 65 milljónir króna Í lok árs 2014 runnu út menningar-, vaxtar- og sóknaráætlunarsamn- ingar milli ríkisins og Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem verið höfðu í gildi um nokkurt skeið. Þann 10. febrúar sl. var skrifað undir samning milli ríkis- ins og SSNV um Sóknaráætlun Norð- urlands vestra 2015-2019 en hann kom m.a. í stað fyrrnefndra þriggja samninga. Samkvæmt samningnum var m.a. settur á fót svokallaður Upp- byggingarsjóður Norðurlands vestra og skipuð nefnd sem úthluta skyldi styrkjum til menningar, atvinnuþró- unar og nýsköpunar í þeim tilgangi að „stuðla að jákvæðri samfélags- þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls“. Laxasetur Íslands Meðal þeirra verkefna sem styrk fengu eru Laxasetur Íslands á Blöndu- ósi, stofn- og rekstrarstyrkur upp á 2,3 milljónir króna. Ýmsar rannsóknir og niðurstöður þeirra verða unnar í samvinnu við Veiðimálastofnun, Háskólann á Hólum, Þekkingar- setur á Blönduósi og fleiri stofnanir og fyrirtæki. Laxasetur Íslands mun í samvinnu við stofnanir og fyrir- tæki standa að ýmsum rannsóknum tengdum laxfiskum. Boðið verður upp á fræðslu og samvinnu með nem- endum á öllum skólastigum. Finna má fjölbreytt námskeið, fyrirlestra og ráðstefnur sem haldnar verða í Laxa- setri á komandi misserum og verða auglýst jafnóðum. Sjávarlíftæknifyrirtækið Biopol Sjávarlíftæknifyrirtækið Biopol á Skagaströnd, verkefnið gull í greipar tindabikkju, hlaut 1,6 milljónir króna. Í apríl 2007 hófst á vegum sveitarfélagsins Skagastrandar hug- myndavinna að stofnun sjávarlíf- tækniseturs á Skagaströnd í samstarfi við Hjörleif Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Í framhaldi af undirbúnings- og stefnumót- unarvinnu stofnaði sveitarfélagið sjávarlíftæknisetrið Bio Pol ehf sem kom á fót rannsóknarsetri í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Stofnfé BioPol ehf. var 7.000.000 ISK og stefnt að því að fleiri hluthafar komi að því á næstu misserum ásamt því að stofna til samstarfs og tengsla við hliðstæðar rannsóknarstofur við Atlantshaf. Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur var ráðinn sem framkvæmdastjóri BioPol ehf. Undirritaðir voru sam- starfssamningar við Háskólann á Akureyri, Scottish Association for Marine Science, Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar Íslands og Sela- setur Íslands. Kjarnastarfsemi set- ursins byggist á rannsóknum á lífríki Húnaflóa. Markmið rannsóknanna beinast m.a. að möguleikum á nýt- ingu sjávarfangs sem ekki hefur haft skilgreind not eða eiginleikar ekki verið þekktir. Einnig beinist rann- sóknarstarfið að umhverfisvöktun með sérstaka áherslu á að fylgjast með breytingum á lífríkinu, áhrifa- völdum og afleiðingum. bioPol á Skagaströnd hefur m.a. verið með verkefni er nefnist „Lífshættir, stofnsamsetning og vistfræðileg áhrif skötusels (Lophius piscatorius) á nýjum útbreiðslusvæðum.“ Kæru Seðlabanka á hendur Samherja vegna gjaldeyrissvika vísað frá Með bréfi 21. september sl. fór stjórn Samherja hf. þess á leit, fyrir hönd félagsins og tengdra aðila (saman vísað til sem Samherja), við banka- ráð Seðlabanka Íslands, að það hlutist til um að fram fari athugun á stjórnsýslu bankans, bankastjórnar og annarra starfsmanna, að því er snertir gjaldeyriseftirlit, einkum og sér í lagi í tengslum við húsleit, rannsókn, samskipti, kærur og fjöl- miðlaumfjöllun af hálfu Seðlabanka Íslands (vísað til sem Seðlabankinn eða bankinn)um málefni Samherja. Í béfi stjórnar Samherja segir svo m.a. : „Þessi málaleitan er gerð með vísan til ákvæða laga nr. 36/2001 um Seðlabankans, þar sem fram kemur í 28. gr. að bankaráð hafi eftirlit með því að Seðlabankinn starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Verður að telja yfir allan vafa hafið, að í ákvæði þessu felist víðtæk eftirlits- skylda um að yfirstjórn Seðlabankans fari í störfum sínum að landslögum og hlíti þeim reglum er fram koma í stjórnsýslulögum sem og öðrum lögum.“ Að mati stjórnar Samherja varpar allur þessi málarekstur ljósi á alvarlegar brotalamir í stjórnsýslu og samstarfsemi Seðlabanka Íslands, sem og Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra sjálfs, í gjaldeyrismálum. Formaður stjórnar Samherja er Ei- ríkur S. Jóhannsson en aðrir stjórn- armenn Helga Steinunn Guðmunds- dóttir, Kristján Vilhelmsson, Óskar Magnússon og Sigrún Björk Jakobs- dóttir og framkvæmdastjóri Þorsteinn Már Baldvinsson. Málareksturinn íþyngjandi starfsmönnum félagsins „Málarekstur Seðlabankans hafði mjög íþyngjandi áhrif á störf okkar allra og yfirlýsing um samstarf miðaði að því að auðvelda starfsfólki Seðla- bankans að komast að hinu rétta í málinu áður en skaðinn yrði meiri. Á það var hins vegar ekki hlustað,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins. „Það var jafnvel gengið enn lengra í að gera starfsemi okkar tortryggilega og réttlæta þessa aðför Seðlabankans. Til marks um það vil ég nefna að þegar við kröfðumst þess fyrir dómi í maí 2012 að Seðlabankinn skilaði gögnum okkar vegna þess að til húsleitar hefði verið stofnað með rangfærslum, andmælti Seðlabankinn og nefndi til sögunnar tvö atriði til að réttlæta áframhaldandi rannsókn. Bankinn hélt því fram að fundist hefðu gögn við húsleitina sem annars vegar sýndu fram á skort á samstarfsvilja af okkar hálfu sem leiddi til þess að ekki væri unnt að rannsaka málið með öðru og vægara móti og hins vegar gögn sem staðfestu grun þeirra á hendur Sea- gold, dótturfélagi Samherja í Englandi, varðandi undirverðlagningu. Um fyrra atriðið hélt bankinn því fram að við hefðum vísvitandi haldið frá honum upplýsingum um gjald- eyrisreikning sem Samherji hf. á í norskum banka, sem í rannsóknar- skýrslu Seðlabankans var kallaður „Leynireikningurinn“. Kærði bank- inn fyrst Samherja og síðar einstak- ling til sérstaks saksóknara fyrir það. Hið rétta er að bankinn hafði undir höndum upplýsingar um reikninginn eins og aðra reikninga frá Samherja allt frá árinu 2009, á því formi sem bankinn hafði látið Samherja í té. Bankanum var því fyllilega kunnugt um tilvist og stöðu reikningsins. Bank- inn hafði þessi gögn undir höndum þegar hann hélt fram ásökunum bæði fyrir dómi og síðar í kærum til sérstaks saksóknara. Eftir að við fengum loks aðgang að gögnunum tæplega tveimur árum seinna sáum við samstundis að ekki var fótur fyrir þessum ásökunum og staðfesti sérstakur saksóknari strax bréflega að kærur Seðlabankans væru sannarlega rangar. “ kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már baldvinsson á ,,europian Seafood exposition“ í brussel ásamt Finnboga, bróður Þorsteins Más. Anna eA-305, eitt fiskiskipa Samherja í Akureyrarhöfn. Alþjóðleg hvalatalning til að meta stærð hrefnu- og langreyðastofnsins Hvalatalning fer nú fram á Norður- -Atlantshafi en átta ár eru liðin síðan síðast voru hvalir taldir. Ætlunin er að meta stofnstærðir helstu hvalategunda við landið og hvort breytingar hafi orðið á útbreiðslu og fjölda. Af hálfu Íslands fer talningin fram frá rann- sóknaskipum Hafrannsóknastofn- unar, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni en yfirumsjón með ver- kefninu hefur Gísli Víkingsson hvala- sérfræðingur. Verkefnið er styrkt af ríkinu um 150 milljónir króna. Flug- vél er notuð tímabundið til að telja hrefnur á landgrunninu. Talningin hófst út af Faxaflóa og færðist norður eftir milli Íslands og Grænlands á Grænlandshafi og færist væntanlega austur og suður fyrir landið. Hlé var gert á talningunni um síð- ustu mánaðarmót en hún heldur áfram í þessum mánuði og annað skipið verður við talningu fram í ágústmánuð. Að þessu verkefni standa einnig Fær- eyingar, Norðmenn en er skipulögð af Norður-Atlantshafssjávarspendýra- ráðinu NAMMCO. Niðurstöðurnar verða m.a. metnar af vísindanefndum NAMMCO og Alþjóðahvalveiðiráðsins IWC þar sem þar verða lagðar fram til að meta betur en gert hefur verið um árabil ástand og stærð hrefnu- og lang- reyðastofnsins í Norður-Atlantshafi. Steypireyður í hafinu við Ísland.

x

Aldan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.