Aldan - 20.10.2015, Síða 9

Aldan - 20.10.2015, Síða 9
20. Október 2015 ALDAN 9 Grunnskólanemendur fjölmenntu á Degi þorsksins Þann 24. september sl. efndi Íslenski sjávarklasinn á Grandagarði til Dags þorsksins í fyrsta sinn. Dagurinn var afskaplega vel heppnaður og mættu hátt í 900 manns í Hús sjávarklas- ans við Grandagarð í Reykjavík. Meðal gesta voru 350 nemendur í efstu bekkjum grunnskóla úr um 10 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og sýndu krakkarnir því sem bar fyrir augu mikinn áhuga og voru spurul, fróðleiksfýsnin hafði greinilega glað- vaknað. Meðal þeirra sem tóku þátt í hátíð- inni voru öll fyrirtækin í Húsi sjávar- klasans, ýmsir samstarfsaðilar Íslenska sjávarklasans og fjölmörg nágranna- fyrirtæki Íslenska sjávarklasans við Gömlu höfnina. Húsið var opið gestum og gafst fyrirtækjum kostur á að kynna starfsemi sína, vörur og þróunarstarf. Hægt var að smakka á ýmsu góðgæti úr þorskafurðum og má þar nefna þorska cheviche, niðursoðna þorsklifur, þorkshausasúpu, próteindrykki með kollageni sem unnið er úr þorskroði, harðfisk, þ. e. smakka fjölda ólíkra matvæla og fæðubótarefni, kynnast lyfjafyrirtækjum og frumkvöðlum í ólíkum geirum, allt frá hátækniiðnaði til fatahönnunar úr þorskroði. Fjölbreytt flóra fyrirtækja Á Degi þorsksins mátti sjá í Húsi sjáv- arklasans þá gríðarlega fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem vinna með þorsk og þorskafurðir af einhverju tagi á Ís- landi. Markmið dagsins var því ekki síst að kynna íslensk fyrirtæki sem hafa þróað ýmsa tækni og vörur sem tengjast þorskinum. Íslendingar hafa verið í fararbroddi í Norður-Atlants- hafi í sköpun aukinna verðmæta úr þorskafurðum. Kynning fyrirtækja sem þarna voru sýndu það bersýni- lega. Tilgangurinn með deginum var ekki síst að sýna gestum þetta með skemmtilegum hætti og um leið að minna á mikilvægi þorsksins fyrir okkur Íslendinga en afurðir hans og útflutningur á tækni tengd veiðum og vinnslu hans skila minnst 100 millj- örðum króna á ári í útflutningstekjur. Styrktaraðilar Dags þorsksins voru Marel í Garðabæ, Þorbjörn í Grinda- vík, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Hraðfrystihúsið-Gunnvör á Ísafirði og Skinney-Þinganes á Hornafirði. Dagur þorsksins verður einnig haldinn í Portland, Maine í Bandaríkj- unum og í Nuuk, Grænlandi í sam- starfi við New England Ocean Clu- ster, KNAPK og Sermersooq Business Council. Fiskafurðir geta verið með ýmsum hætti. kristín Örlygsdóttir, aðaleigandi blámars, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á frystum og ferskum sjávarafurðum á innanlandsmarkaði til verslana, veitinga- húsa og stóreldhúsa kynnti framleiðslu blámars í reykjanesbæ, en framleiðslan hefur fengið góðar viðtökur og nýtur mikilla vinsælda sælkera. Þorskur var auðvitað til sýnis, hvað annað á degi hans! Forystumenn í sjávarútvegi stungu auðvitað saman nefjum og ræddu vænt- anlega um allt milli himins og jarðar sem snertir sjósókn, aflabrögð, kvóta á ýmsum fisktegundum og markaðsmál sem ekki síst eru til umræðu vegna viðskiptabanns rússa á íslenskum sjávarfangi. Þetta eru f.v. Guðmundur kristjánsson forstjóri brims, Jón bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugins og Finnbogi Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Valka kynnti framleiðslu sína á tækjum fyrir sjávarútveginn. Sendiherra bandaríkjanna, robert C. barber, var áhugasamur um það sem var kynnt á Degi þorsksins. Hann tók við embættinu í byrjun ársins og einsetti sér að efla samskipti Íslands og bandaríkjanna. Makrílsagan og samhengið „Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni um blessaðan mak- rílinn þessa dagana. Þar er margt skynsamlega mælt að vanda þótt stundum vanti nokkuð upp á söguna og samhengið.“ Þetta segir Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Meiri útbreiðsla eða minni? „Mér er minnisstæð ráðstefna sem ég sat í Þórshöfn í Færeyjum haustið 2010. Þar steig fram vísindamaður sunnan úr álfu og sagði viðstöddum að vegna hnattrænnar hlýnunar hefðu fiskistofnar meðfram vesturströnd Evrópu flutt sig um set sífellt lengra til norðurs. Hann taldi jafnframt hið sama vera að gerast varðandi stóru uppsjávarstofnana í NA-Atlantshafi – síld, kolmunna og makríl – og af sömu ástæðu: þeir færðu sig nú sífellt norðar og vestar vegna hnattrænnar hlýnunar og svo yrði áfram um langa framtíð. Á eftir honum kom svo norskur vís- indamaður með gjörólíka sýn á þessa hluti. Sá norski sagði að hvað sem liði meðalhitanum á jörðinni þá hefði hitafar sjávar á norðurslóðum sýnt 70 ára sveiflu um aldir. Í uppsveiflunni stækkuðu uppsjávarstofnarnir hver af öðrum – fyrst síld, svo kolmunni og loks makríll – og héldu í fæðuleit lengra til vesturs og norðurs. Nú væri sveiflan nálægt hámarki og stofnarnir stórir og útbreiddir, en brátt færi þessi sveifla að ganga til baka, stofnarnir að minnka og útbreiðslan að skreppa saman á minna svæði. Auðvitað veit enginn með vissu hvað mun reynast rétt í þessum efnum. Mér sýnist þó að þeir vísindamenn sem best þekkja til á norðurslóðum hallist flestir að því að sveiflan skipti verulegu máli.“ Afli við Ísland „Við Íslendingar þekkjum vel hvernig þessir stofnar uppsjávarfiska stækk- uðu og juku útbreiðslu sína og tóku að ganga á Íslandsmið á umliðnum árum eftir langt hlé. Þá bjuggum við okkur út til veiða og vinnslu á þessum fiski og jukum afla okkar af þessum tegundum, einni af annarri. Óvissan um framhaldið hefur þó alltaf verið mikil. Í ljósi þess sem að ofan greinir gæti jafnvel svo farið að makríllinn hyrfi af Íslandsmiðum jafn snögglega og hann birtist,“ segir Kristján Þórar- insson. kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá SFS.

x

Aldan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.