Aldan - 20.10.2015, Page 10

Aldan - 20.10.2015, Page 10
20. Október 2015ALDAN10 Er hafísvetur í nánd? Ísjaka rak inn á Önundarfjörð 8. október sl. Síðan þá hefur ísjakann rekið inn Önundarfjörð og er nú innan við Flateyri. Hann stendur tvo til þrjá metra upp úr sjónum en 9/10 hlutar hans gætu verið undir yfirborði sjávar vegna þess hve lítill munur er á eðlisþyngd íss og sjávar. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni er hafís á Íslandsmiðum algengastur á hafsvæðinu norðvestur af landinu. Hafís við Íslandsstrendur er að mestu leyti kominn úr vestan- verðu Grænlandssundi. Magn hafíss á Íslandsmiðum fer eftir ísmagni í Grænlandssundi, ástandi sjávar í Ís- landshafi, hita, seltu og lagskiptingu efst í sjónum en einnig eftir almennri lofthringrás í Íslandshafi, þrýstifari, lægðagangi og hæðum yfir Græn- landi og Atlantshafi. Vorið 1965 var landfastur hafís fyrir Norðurlandi allt austur til Vopnafjarðar en árið 1979 var síðast landfastur hafís hér. Engin von er til þess að Norður- -Íshafið verða íslaust innan fárra ára. Það er seigt í hafísnum og kuldinn og vetrarmyrkrið gerir það að verkum að ísmyndunin er ævinlega gríðarleg á hafsvæðum norðurhjarans. Ferskleiki sjávar, þ. e. lítil selta, í Norður-Íshaf- inu á þarna líka mikinn hlut á máli í ísmynduninni. Undanfarin ár hafa ísfyrningar að loknu sumri verið minni en áður var en ekkert í veðurfarinu fylgir beinum línum og sveiflur eru mjög ráðandi. Á einum eða öðrum tímapunkti með hægfara sumarhlýnun getur jafnvægi ísmyndunar og bráðn- unar hins vegar raskast með þeirri af- leiðingu að meðalástand íssins á norð- urslóð verði annað og minna en þekkist í dag. Þeir sem síst fagna landsins forna fjanda eru væntanlega sjómenn, ekki síst þeir sem sækja á grunnslóð. Myndarlegur hafísjaki á Önundarfirði. bærinn Hvilft skammt innan Flateyrar í baksýn. Fiskidagurinn mikli á Dalvík 2015: Halldór Gunnarsson vélstjóri heiðraður Fiskidagurinn mikli fór fram á Dalvík um aðra helgi ágústmánaðar eins og mörg undanfarin ár. Á föstu- dagskvöldinu er gestum og gangandi boðið í fiskisúpu og þar keppast íbúar við að toppa hvern annan. Frá upphafi hefur fiskidagurinn mikli heiðrað einstaklinga, starf- semi eða fyrirtæki sem hafa skipt sérstöku máli varðandi sjávarútveg á Dalvík, og jafnvel víðar. Í ár heiðr- aði Fiskidagurinn mikli Halldór Gunnarsson vélstjóra á Björgúlfi EA-312 frá Dalvík, sjómann sem hefur munað verulega um fyrir samfélagið á Dalvík, fyrir þá félaga sína sem hafa verið með honum til sjós, fyrir rekstur skipsins sem hann hefur lengi helgað þekkingu sína og krafta, og ekki síst fyrir þá sem þurftu að taka á með honum við einstaklega erfiðar aðstæður. Halldór Gunnarsson hefur verið farsæll sjómaður og vélstjóri, lengst af á togaranum Björgúlfi. Hann hóf ungur störf til sjós og menntaði sig sem vélstjóri. Hann hefur reynst sam- viskusamur og traustur sjómaður og vélstjóri. Það er ekki á nokkurn hallað þó fullyrt sé að Halldór, sem vélstjóri Björgúlfs, eigi stóran þátt í því hve farsæll rekstur þessa aldna skips hefur verið á síðari árum. Ungur lenti Hall- dór í sjóslysi þegar flutningaskipið Suðurlandið fórst um jólin 1986. Suðurlandið var statt um það bil miðja vegu milli Íslands og Noregs, eða tæpar 300 sjómílur austnorðaustur af Langanesi þessa nótt, en laust fyrir miðnætti þótti áhöfninni skipið verða fyrir miklu höggi, það hallaði mjög og sjór tók að flæða inn í það. Sökk skipið svo hratt að skipverjum vannst ekki tími til þess að klæða sig í hlífðarföt, en þeir höfðu allir verið spariklæddir í tilefni jólahátíðar um borð. Halldór komst af ásamt fjórum öðrum félögum sínum og líklegt er að þessi mikla reynsla eigi þátt í því hve traustur, útsjónasamur og farsæll sjómaður hann hefur verið æ síðan. Af þessu tilefni fékk Halldór afhent heiðursskjal og einnig verðlaunagrip sem hannaður er og smíðaður af Jó- hannesi Hafsteinssyni, ættaður frá Miðkoti á Dalvík. Þetta var gert að viðstöddum þúsundum gesta Fiski- dagsins mikla á Dalvík. Halldór er sannarlega vel að þessum heiðri kominn. Halldór Gunnarsson með viðurkenninguna. Hjá honum stendur Guðný ólafsdóttir kennari sem afhenti viðurkenninguna fyrir hönd þeirra sem standa að þessum merka degi, Fiskideginum mikla. Ráðið í ástand lífríkis með því að skoða eyrun á þorski Við rannsóknir á fiskum geta vísinda- menn nýtt sér kvarnir til að aldurs- og tegundagreina hann. Í öllum beinfiskum eru steinar úr kalkefna- samböndum í innra eyra þeirra sem kallast kvarnir. Þær gegna margvís- legu hlutverki, þ. á. m. er heyrnar- og jafnvægisskyn fisksins í sjónum, en hægt er að ráða ýmislegt fleira með því að skoða þær. Fyrir nokkru voru fjarlægðar kvarnir smáþorsks á rann- sóknastofu Matís, m.a. til að athuga ástand lífríkisins í hafinu umhverfis Ísland. Þessi „eyrnaskoðun“ var hluti af AMSUM-vöktunarverkefninu, sem Matís hefur tekið þátt í síðan 1989, en markmið þess er að vakta breytingar sem kunna að verða á styrk snefil- efna í lífríki sjávar umhverfis Ísland á ákveðnu tímabili og á milli ólíkra haf- og strandsvæða. Hlutverk Matís í verkefninu er umsjón með mælingum á ýmsum ólífrænum snefilefnum og klórlífrænum efnum í sandkola, þorski og kræklingi sem safnað er umhverfis landið. Matís sér einnig um að koma gögnum í gagnabanka Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES). Hlutverk þorskins í lífkeðjunni er oft æði merkilegt.

x

Aldan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.