Aldan - 20.10.2015, Side 14

Aldan - 20.10.2015, Side 14
10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% 20. Október 2015ALDAN14 Íslensku skipa félögin auka verulega þjónustuna við fiskútflytjendur Framkvæmdir við nýja saltfisk- geymslu og umstöflunaraðstöðu fyrir ferskan fisk eru nú á lokametrunum á gámasvæði Samskipa við Sundahöfn. „Með tilkomu nýju geymslunnar verður gjörbreyting á aðstöðunni, bæði hvað varðar aðkomu fyrir viðskipta- vini og vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk,“ segir Rúnar Sigurðsson forstöðumaður gámavallardeildar Samskipa, en hann hefur yfirumsjón með framkvæmd- unum. Með tilkomu nýju saltfisk- geymslunnar tvöfaldast geymslurými Samskipa frá því sem það er í dag. Þetta verður algjör bylting í þjónustu skipafélagsins hvað varðar þjónustu við salfiskútflytjendur sem og fersk- fiskkútflytjendur. Útflutningsdeild Samskipa hefur innanborðs starfsfólk með áralanga reynslu af flutningum og býður hagkvæmar og samkeppn- ishæfar lausnir fyrir viðskiptavini. Ný frystigeymsla Eimskipa í Hafnarfirði Tugþúsunda tonna af frystum sjávar- afurðum fara um Hafnarfjarðarhöfn árlega, aðallega af frystitogurum, bæði íslenskum og erlendum. Til- koma nýrrar frystigeymslu Eim- skips við Óseyrarbraut, milli Hval- eyrarbakka og Suðurbakka sem er í byggingu, mun bætir þá þjónustu verulega. Útflutningsdeild Eimskips veitir heildar þjónustu og ráðgjöf í útflutningi hvort sem um er að ræða þurrvöru, ferskar eða frosnar afurðir, heilgáma eða smærri sendingar. Starfsfólk Eimskips getur aðstoðað við allt sem viðkemur flutningnum t.d. akstur á Íslandi, geymsluþjónustu, hleðslu flutningseininga, útflutnings- skjalagerð, sjóflutning, geymslu og dreifingu erlendis og aðra tengda þjónustu. byggingu frystigeymslu eimskipa við Hafnarfjarðarhöfn miðar vel. Saltfiskgeymsla Samskipa er á athafnasvæði félagsins við Sundahöfn. Steinbíts in r unnar í verðmæta útflutningsvöru Steinbítskinnar eru verðmæt útflutn- ingsvara, en vinnsla steinbíts fer að- allega fram á Vestfjörðum þar sem styst er á hefðbundin steinbítsmið. Einnig hefur steinbítur verið unninn í Hafnarfirði og á Dalvík sem þekkt er. Fiskverkanir sem sérhæfa sig í stein- bítsvinnslu vinna þó einnig annað aukfiski til að hafa stöðugri vinnslu og vinnu í fyrirtækinu en stundum getur reynst erfitt að fá steinbít til vinnslu. Á síðari árum hefur verið unnið betur úr fiskinum og það nýtt nú til verðmæts útflutnings. Þessu var áður jafnvel hent, eða í besta falli nýtt til dýrafóðurs. Af þeim ástæðum verður stundum erfiðara að afla hráefnis, en ef verið sé á tánum og fylgst vel með mörkuðum og þeim sem helst er haft viðskipti við, þá gengur þetta. Steinbítskinnar eru herramanns- matur. Steinbítinn má nýta meira en bara kinnarnar. Áhrif viðskiptabanns Rússa: Tekjutap sjómanna er ætlað 440 til 1.000 illjónir króna en talið er að 400 sj m nn verði fyrir tekjutapi Blikur eru nú á lofti fyri íslenskan sjávarútveg. Viðskiptabann Rúss- lands, möguleg lokun Nígeríu- markaðar, áhyggjur f lækkandi heimshagvexti ásamt lakari samkeppnisskilyrðum samhliða styrkingu raungengis eru allt þættir sem snerta atvinnugreinina, tekjur hennar og þar með heildarhags- muni þjóða búsins. Þetta kem r fram í nýrri greining efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi er óumdeilt. Framlag fiskveiða og fiskvinnslu til landsframleiðslu var 8,4% á síðasta ári og er greinin ein af stærstu útflutningsgreinum landsins. Heildarútflutningsverðmæti sjávar- afurða var 244 milljarðar króna á síðasta ári eða sem nemur fjórðungi af heildarútflutningi þjóðarbúsins. Þá námu bein opinber gjöld sjávarút- vegsins alls um 26,4 milljarða króna árið 2013. Á síðasta ári störfuðu ríf- lega 9.000 manns við fiskveiðar og fiskvinnslu en það jafngildir um 5% af heildarfjölda starfandi á Íslandi. Mest eru áhrifin af innflutningsbanni Rússa. Efnahagssvið SA hefur metið þau á bilinu 11-17 milljarða króna en hlutfallslega hefur bannið mest áhrif á Ísland af löndum EES. Lokun Nígeríumarkaðar gæti einnig leitt til um 6 milljarða króna samdráttar í útflutningsverðmætum en landið er helsti markaður Íslendinga fyrir þurrkaðar afurðir. Um miðjan ágúst óskaði sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra eftir að Byggðastofnun tæki saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum við- skiptabanns Rússa. Helstu niðurstöður voru: 1. Samtals má reikna með að tekjutap sjómanna og landverkafólks vegna innflutningsbannsins geti verið á bilinu 990 (1.300 - 310) milljónir til 2.550 (2.900 - 350) milljónir á heilu ári. 2. Tekjutap sjómanna er áætlað 440 til 1.000 milljónir króna en talið er að 400 sjómenn verði fyrir tekjutapi. 3. Tekjutap landverkafólks við frystingu er talið geta verið á bilinu frá 860 til 1.870 milljóna en talið er að 780 manns verði fyrir tekjutapi. 4. Samtals verða 1.180 sjómenn og landverkamenn fyrir tekjutapi á bilinu 1.300 til 2.900 milljónir. 5. Á móti kemur að vegna aukinnar bræðslu þarf 220 fleiri starfsmenn til starfa í bræðslunum og eru laun til þeirra áætluð á bilinu frá 310 til 350 milljónir. 6. Tekjutap sveitarsjóða vegna lægri útsvarstekna er áætlað á bilinu 143 til 364 milljónir króna og tekjutap vegna lægri aflagjalda er áætlað allt að 43 milljónum króna. Áhrif á einstök byggðalög Mikil áhrif: Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopnafjörður, Neskaupstaður, Eski- fjörður, Fáskrúðsfjörður, Höfn, Vest- mannaeyjar, Snæfellsbær, Garður. Lítil áhrif/engin áhrif: Grindavík, Sandgerði, Reykjanesbær, Reykjavík, Hafnarfjörður, Akranes, Búðardalur, Patreksfjörður, Tálknafjörður, Suður- eyri, Flateyri, Þingeyri, Bolungarvík, Ísafjörður, Hólmavík, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglufjörður/Ólafs- fjörður, Dalvík, Akureyri, Grenivík, Húsavík, Seyðisfjörður. Almennt gera fyrirtæki ekki áð fyrir að segja upp starfsfólki að svo stöddu en á sumum stöðum er verið að nýta takmarkaðan bolfiskkvóta. Hins vegar mun ekki koma til ráðninga vegna vaktavinnu við frystingu makríls og loðnu sem hefur verið búbót víða og sums staðar mjög mikil. Þó atvinnu- leysi sé lítið er vinnumarkaður í þeim byggðalögum þar sem uppsjávarveiðar skipta mestu máli þannig að ekki er hlaupið í önnur störf. Litlar sem engar líkur eru til að fá störf sem gefa samb- ærilega tekjumöguleika. Fyrir fólkið í frystingunni sem hefur bætt sér tekjur með miklum vinnutörnum, þegar vertíð hefur staðið sem hæst, verður tekjufallið tilfinnanlegt. Heildaráhrif innflutningsbannsins eru metin út frá þrem sviðsmyndum þar sem aðeins er horft til uppsjávarafurða:  Að 30% af afurðum sem fóru á Rúss- landsmarkað fari í bræðslu en 70% afurða fari á nýja markaði.  Að 50% fari í bræðslu og 50% á nýja markaði.  Að 70% fari í bræðslu og 30% á nýja markaði. Samtals má reikna með að tekjutap sjómanna og landverkafólks vegna inn- flutningsbannsins geti verið á bilinu 990 (1.300 - 310) milljónir króna til 2.550 (2.900 - 350) milljónir á heilu ári. Tekjutap sjómanna er áætlað 440 til 1.000 milljónir króna en talið er að 400 sjómenn verði fyrir tekjutapi. Tekjutap landverkafólks við frystingu er talið geta verið á bilinu frá 860 til 1.870 milljóna króna en talið er að 780 manns verði fyrir tekjutapi. Frystri loðnu pakkað til útflutnings til rússlands fyrir nokkru. Nú bæði þarf og er verið að leita nýrra markaða.

x

Aldan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.