Aldan - 20.10.2015, Síða 16

Aldan - 20.10.2015, Síða 16
20. Október 2015ALDAN16 Hrognkelsaeldi í Grindavík - frjóguð hrogn verða nothæf laxlúsaætur Á málstofu Hafrannsóknarstofn- unar 8. október sl. fluttu þeir Agnar Steinarsson og Matthías Oddgeirsson erindi um hrognkelsaeldi í Grinda- vík, allt frá kreistingu og frjóvgun hrogna fram að útsetningu í sjókvíar í Færeyjum. Einnig var fjallað um laxalúsafaraldurinn og frammistöðu hrognkelsanna við lúsaátið. Laxeldi er orðin mikilvæg atvinnu- grein víða um heim og heimsfram- leiðslan á eldislaxi er nú í kringum tvær milljónir tonna. Það sem stendur frekari vexti greinarinnar helst fyrir þrifum er fyrst og fremst laxalúsin. Lúsin veldur gríðarmiklu tjóni í eldinu og er jafnframt ógn við lífríki og villta stofna. Eldislaxinn hefur verið bað- aður upp úr sterkum hreinsiefnum en það er mjög kostnaðarsamt og hefur neikvæð áhrif á bæði umhverfið og ímynd laxins í augum neytenda. Vist- vænna er að beita lífrænum vörnum með því að setja sérstaka hreinsifiska í eldiskvíarnar þeir éta frísyndandi lús og einnig lús beint af laxinum. Í Noregi og víðar hafa menn um árabil notað varafisk (Labrus bergylta) sem hreinsifisk en framboðið á þeim er takmarkað og einnig hentar hann illa á köldum svæðum. Tilraunir þar sem hrognkelsið (Cyclopterus lumpus) er nýtt sem lúsaæta hafa gefið góðan árangur og eldi á hrognkelsaseiðum til lúsahreinsunar eykst nú hröðum skrefum í Noregi. Í Færeyjum er laxeldið undirstöðuatvinnuvegur og þar er laxalúsin að verða gríðarlegt vandamál. Færeyingar hafa horft til þess að nota hreinsifisk í baráttu gegn lúsinni en erfiðlega hefur gengið að ala hrognkelsaseiði og varafiskur er ekki til staðar í sjó við eyjarnar. Vegna sjúkdómahættu er ekki leyfilegt að flytja lifandi fisk frá Noregi til Færeyja hinsvegar er leyfilegt að flytja fisk frá Íslandi til Færeyja. Tilraunaframleiðsla fyrir Færeyinga Árið 2014 gerði Hafrannsóknastofnun samning við færeyskt laxeldisfyrirtæki um tilraunaframleiðslu og flutning á lifandi hrognkelsaseiðum til Færeyja. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika við framleiðslu, flutning og móttöku seiðanna stóðu hrognkelsin sig vonum framar við lúsaátið og í kjölfarið var samið um frekari framleiðslu Haf- rannsóknastofnun tók jafnframt á móti villtum klakfiski fyrir Stofnfisk í sumar og náði að framleiða undan honum mikið magn af frjóvguðum hrognum. Þessi hrogn klöktust út síðsumars og munu verða að starfhæfum lúsaætum á komandi vetri og vori. Grindavík er einn stærsti útgerðar- og fiskverkunarbær landsins með ýmsa starfsemi tengda sjávarútvegi. Þar er landað fiski nánast daglega, ekki síst ef vel gefur á sjó. Losun seiðanna í laxakvíar í Suðurvogi í Færeyjum. Hrognkelsi. Fiskneysla á undanhaldi Neysla á fiski hefur farið minnkandi hérlendis undanfarin ár, aðallega meðal ungs fólks. Sjávarútvegsráðu- neytið efndi því til sérstaks átaksver- kefnis um miðjan septembermánuð undir nafninu Fiskirí. Því var ætlað að vekja athygli allra landsmanna á því hversu hollur fiskurinn er og gera fólki ljóst að það getur verið bæði einfalt og fljótlegt að matreiða fisk. Engum sögum fer af því hvort fiskneysla jó- kst þessa daga meðal landsmanna eða hvort aukin aðsókn var í fiskrétti á veitingastöðum sem voru fjölmargir sem tóku þátt í þessu verkefni, en vonandi skilar það einhverju þegar til lengri tíma er litið. Fisksöluþjóð eins og Íslendingar verður einnig að vera fiskneysluþjóð. Endurnýjun fiskiskipaflotans Mikil endurnýjun fiskiskipa á sér stað um allan heim, svo mikil að af- greiðslufrestur á aðalvélum í skip er að nálgast tvö ár víða, t.d. þar sem skipasmíðaiðnaðurinn rís hæst í dg, þ. e. í Kína, Taiwan og Kóreu. Stór hluti fiskiskipaflotans hérlendis er orðinn of gamall og óhagkvæmur. Allt að 60 ára gömul skip ganga nú í endur- nýjun lífdaga og á síðustu árum hefur loðnuskipum verið breytt í línuskip, skipt er um spil, skipt um aðalvél og lestar endurnýjaðar en þjóðhagslega væri örugglega mun hagkvæmara að byggja nýtt skip. Stóru útgerðirnar, eins og HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji hafa endurnýjað sinn flota að hluta. En sérkennilegt og óhagkvæmt lánakerfi er þröskuldur í vegi þess að umtalsverð endurnýjun eigi sér stað á fiskiskipaflotanum. Þekking til að teikna ný og fullkomin fiskiskip er til staðar hérlendis. Það þarf því ekki að sækja út fyrir landsteinanna eftir þeirri þjónustu, en auðvitað væri æskilegast og þjóð- hagslega hagkvæmast að byggja skipin hérlendis áður en sú þekking í skipa- smíðastöðunum heyrir sögunni til. Kannski er það þegar orðið of seint. Jafnvel ríkisstofnanir hafa ekki verið að gera það auðveldara, en Ríkiskaup létu t.d. endurbyggja varðskipin Ægi og Tý í Póllandi fyrir nokkrum árum en margir hérlendir skipasmiðir telja að verkið hefði orðið ódýrara hér- lendis þegar öllu er á botninn hvolft. Fiskiþing vildi að sjávarútvegurinn tæki þátt í mótun þróunar umhverfismerkingar sjávarafurða Á Fiskiþingi 2006, því 65. í röðinni, voru taldir fram þeir valkostir sem bjóðist íslenskum fyrirtækjum í sjávarútvegi í umhverfismerk- ingum, og voru taldir fjarri fjarri því að duga. M.a. var fjallað á Fiskiþingi um það hvernig auknar kröfur vegna umhverfismála til framleiðanda sjávarafurða hafa áhrif á mat fjármálafyrirtækja á einstaka fyrirtæki í sjávarútvegi. Sem kunnugt er hafa verkefni og starf Fiskiþings færst til SFS. Í ályktun Fiskiþings sagði m.a. „Í ályktun 64. Fiskiþings fyrir ári síðan var því m.a. fagnað að á vettvangi FAO – Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna - hafi náðst samkomulag um alþjóðlegar reglur um umhverfismerkingar sjáv- arafurða. Þar var bent á nauðsyn þess að sjávarútvegurinn tæki sjálfur þátt í að móta þá þróun, sem framundan væri, varðandi umhverfismerkingar sjávarafurða. Verkefnið framundan er að finna trúverðuga leið til þess að kynna almenningi í markaðslöndum okkar hvernig staðið er að veiðum nytjastofna við landið. Í samræmi við þetta hefur Fiski- félag Íslands unnið að þessu verk- efni með norrænum samtökum í sjávarútvegi og í nánu samráði við íslensk hagsmunasamtök. Íslenskur sjávarútvegur er vel rekinn og nýt- ing okkar á lifandi auðlindum sjávar þolir samanburð við hvaða aðra fisk- veiðiþjóð sem er. Það er hins vegar vandasamt að koma upplýsingum, sem sanna það, á framfæri. Trúverð- ugleiki verður að vera hafinn yfir efa og jafnframt þarf að gæta hófs í kostnaði þannig að hvorki framleið- endum né neytendum sé íþyngt fjár- hagslega umfram nauðsyn. Þeir val- kostir, sem nú bjóðast fyrirtækjum í sjávarútvegi í umhverfismerkingum, virðast því miður hvorugu skilyrðinu fullnægja. Þörfin fyrir umhverfis- merki eða aðrar færar leiðir til þess að fullnægja þörfum markaðarins á þessu sviði er því fyrir hendi og full ástæða til þess að koma sem fyrst með skynsamlegan valkost við þær leiðir, sem nú er boðið upp á. Íslendingar hafa leitt vinnu af þessu tagi undanfarin misseri og um það hefur ríkt samstaða meðal fyrirtækja í greininni og stjórnvalda. Ástæða er til þess að hvetja til áframhaldandi samstöðu um þetta mál innan ís- lensks sjávarútvegs. Jafnframt ber að gjalda varhug við þeim, sem bjóða fram þjónustu á þessu sviði án þess að standa vörð um fagleg og óhlut- dræg vinnubrögð.“ Hver er staðan í dag, skyldi eitt- hvað af þessu hafa gengið eftir? Höfum við gengið til góðs í þróun umhverfismerkinga? Tímamótasamþykkt um vinnuskilyrði skipverja - hefur að geyma ákvæði um lágmarksréttindi hvað varðar aldur skipverja, vinnutíma, hvíldartíma aðbúnað o. fl. Árið 2006 lauk þingi Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO), Alþjóða- vinnumálaþinginu, með afgreiðslu nýrrar alþjóðasamþykktar um vinnu- skilyrði skipverja. Samþykktin var ein fjögurra grundvallarsamþykkta sem fjalla um málefni á sviði siglinga. Hinar þrjár eru samþykktir Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar (IMO) um menntun, þjálfun, vaktstöður og skírteini sjómanna (STCW), öryggi mannslífa á höfunum (SOLAS) og um varnir gegn mengun hafsins (MAR- POL). Með samþykktinni fer Al- þjóðavinnumálastofnunin inn á nýjar brautir að því er varðar framsetningu alþjóðlegra reglna á sviði vinnuréttar og vinnuverndar. Í fyrsta skipti er að finna í sömu samþykktinni skuld- bindandi ákvæði auk reglna sem eru leiðbeinandi fyrir aðildarríki. Alþjóðasamþykktin um vinnuskil- yrði skipverja hefur að geyma ákvæði um lágmarksréttindi að því er varðar aldur skipverja, vinnutíma, hvíldar- tíma, aðbúnað, fæði, vistarverur og hollustuhætti um borð í skipum öðrum en fiskiskipum. Ítarleg ákvæði eru um skyldur fánaríkja og hafnarríkja hvað varðar skoðun og eftirlit með starfsskilyrðum og lífskjörum skip- verja um borð. Unnið hefur verið að smíði alþjóðasamþykktarinnar í tæp fimm ár. Drög að henni hafa verið til umfjöllunar á fjölmörgum undirbún- ingsfundum. Samþykktinni er ætlað að leysa af hólmi 68 alþjóðasamþykktir um málefni skipverja sem hafa verið af- greiddar á Alþjóðavinnumálaþingum. Sú elsta er frá árinu 1920. Þótt Alþjóðavinnumálaþingið hafi afgreitt samþykktina einróma gengur hún ekki í gildi fyrr en 30 aðildarríki, sem samanlagt hafa 33 af hundraði skipaflota heims miðað við brút- tótonnatölu, hafa fullgilt hana. Það hefur vonandi orðið að veruleika nú árið 2015, eða 9 árum seinna. Horft til Flateyrar frá Valþjófsdal handan fjarðarins. Snjóvarnargarð- urinn verndar bæinn og íbúa þess. Framhald af forsíðu

x

Aldan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.