Aldan - 20.10.2015, Side 17

Aldan - 20.10.2015, Side 17
20. Október 2015 ALDAN 17 Lifnar yfir humarveiðum Hornafjarðarbáta - Ný mið fundin út af Reykjanestánni Hornafjarðarbátarnir Skinney og Þórir hafa verið á humarveiðum í sumar en landað oftast í Þorláks- höfn eða Grindavík, enda hefur verið styst að fara þangað til löndunar frá bleyðunni sem humarbátarnir hafa skarkað á út af Eldey. Nýlega fundust ný mið um 60 mílur út af Reykjanestánni og hefur veiðin verið nokkuð góð þar, svo brúnin hefur heldur betur lyfst á sjómönnunum. Humarinn er venju fremur stór sem ætti að vera gott, en Torfi Þór Frið- finnsson hafnarvörður á Hornafirði segir það eiga sína kosti og galla því stóri humarinn tímgist ekki eins hratt og sá smærri. Sjávarútvegsfyrirtækið Skinney- -Þinganes á Höfn í Hornafirði rekur saltfiskverkun árið um kring auk þess að frysta í stórum stíl humar, loðnu, makríl og síld. Þá er ótalin hrogna- vinnsla, sundmagaverkun og vinnsla á fleiri aukaafurðum. Við þessa starf- semi vinna 150–170 manns í landi. Fyrirtækið gerir út sjö fiskiskip með 90 manna áhöfn alls. Heildarfjöldi starfsmanna er því á bilinu 240–260 manns. Fyrirtækið er því burðarásinn í atvinnulífinu á Hornafirði. Skinney-Þinganes rekur því marg- þætta landvinnslu sem tryggir að sá fjölbreytti afli sem skip fyrirtækisins bera að landi sé unninn í gæðaafurðir fyrir alþjóðlegan markað. Þrátt fyrir að landvinnsla félagsins byggi á áratuga hefðum og traustum grunni hefur stöðug nýsköpun og tækniþróun tryggt félaginu sess sem leiðandi fram- leiðandi fjölbreyttra sjávarafurða. Með því að vinna fjölbreyttar og árstíða- bundnar afurðir er hægt að halda uppi jafnri starfsemi allt árið um kring, auk þess sem fjölbreytt vinnsla dregur úr rekstraráhættu. Allar vinnslulínur eru í húsnæði fyrirtækisins í Krossey að undanskilinni fiskimjölsverksmiðj- unni sem staðsett er í Óslandi. Flestar vinnslulínurnar eru sérsmíðaðar fyrir fyrirtækið í nánu samstarfi við leiðandi aðila á því sviði. Humarhátíð Árlega hefur verið haldin humarhátíð á Hornafirði sem fjöldi manns sæki. Hátíð var lengst af haldin byrjun júlí- mánaðar en einhverjir sérfræðingar fundu það út að þá væri alltaf rigning á Hornafirði og jafnvel einnig rok svo ákveðið var að færa hátíðina til síðustu helgar júnímánaðar. En viti menn, þá var einnig leiðindaveður í sumar. Það er því úr vöndu að ráða þegar ákveða skal dagsetningu fyrir humarhátíðina 2016. Á humarhátíð er ekki bara étinn humar. Boðið er upp á ýmis menn- ingaratriði ens og kórsöng, kennslu í poker, sjóminjasýningu, barnadagskrá kúadellulottó og kassabílarallí en auð- vitað skipar humarsúpan heiðursess. Til gamans má geta þess að SASS, samband sveitarfélaga á Suðurlandi, úthlutaði nýlega 42 milljónum króna úr Uppbyggingasjóði Suðurlands.10 verkefni á Hornafirði fengu samtals 6,2 milljónir króna. M.a. fékk Skinn- ey-Þinganes styrk til tímabundinnar ráðningar sérfræðings til að hefja tilraunaframleiðslu á humarkjöti úr humarklóm og lítið hátækni málm- smiðjuverkefni í Suðursveit fékk styrk en því stýrir Bjarni Malmquist og Ingi- björg Lilja Pálmadóttir fékk styrk til að hanna nytjagripi úr náttúru Horna- fjarðar. Grynnslin grynnast lítt „Það var dælt úr rennunni í Grynnsl- unum í ágústmánuði sl. en við Horn- firðingar höfum lengi bent á að sigl- ingar um Hornafjarðarósinn gegnum Gynnslin geta verið varasamar enda taka stærri fiskiskipin stundum niðri þegar þau koma fulllestuð til löndunar. Það þarf að gera miklu betur en gert var í sumar ef ekki á hreinlega illa að fara. Það er langt síðan okkur tókst að fara og dýptarmæla þarna en síðustu daga hefur ölduhæðin verið um 3 metrar í Grynnslunum og suðvestan fræsingur. Yfirvöld á höfuðborgarsvæðinu sem stjórna þessu verða að átta sig á í hvað óefni stefnir hér óðfluga í útgerðarbæ sem þarf nauðsynlega að hafa örugga höfn,“ segir Torfi Þór Friðfinnsson hafnarvörður. Sæmilegur síldarafli í Kolluál Uppsjávarveiðiskip Skinneyjar- -Þinganes, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson hafa verið á síldveiðum, nú síðast í Kolluál. Jóna Eðvalds landaði 850 tonn fyrir skömmu og Ásgrímur Halldórsson 250 tonnum. Þangað hafa verið að sækja fleiri síldveiðiskip, m.a. Aðalsteinn Jónsson SU, skip Eskju á Eskifirði. Kolluáll er fyrir fyrir utan utanvert Snæfells- nesið (þ. á. m. Dritvík). Állinn heitir svo vegna þess að í álnum miðjum er klettur sem heitir Kolla og er þetta tröllið sem ætlaði að vaða fjörðinn en það var of djúpt fyrir hana þannig að síðan hefur hún verið þarna. Minnisvarði á Hornafirði um drukknaða og horfna sjómenn. Horft til Hornafjarðarhafnar. Skinney-Þinganes er lang stærsti atvinnurekandinn á Hornafirði. Þorir ríkisstjórnin ekki í Svalbarðamálinu? Norðmenn hafa íhugað um margra ára skeið að lýsa yfir 200 sjómílna efnahagslögsögu umhverfis Sval- barða eyjaklasann, og þannig gera tilkall til yfirráða allra náttúruauð- linda þar. Hér eru því miklir hags- munir í húfi, en ein ríkustu fiskimið í Norður-Atlantshafi eru á Svalbarða- svæðinu og þar er einnig sennilega einnig að finna olíu og gas. Íslensk stjórnvöld viðurkenna ekki meint yfirráð Norðmanna á Svalbarða- svæðinu, og hafa um árabil skoðað möguleika á því að skjóta málinu til úrskurðar við alþjóðadómstól. Magnús Þór Hafsteinsson, sem sat á Alþingi fyrir nokkrum árum fyrir Frjálslynda flokkinn, telur að hér sé á ferðinni stærsta og mikilvægasta utanríkismál líðandi stundar fyrir okkur Íslendinga. Því undraðist hann seinagang ríkisstjórnar Geirs Waage í málinu en hvorki ríkis- stjórnir Jóhönnu Sigurðardóttur eða ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa aðhafst neitt í málinu. Gömul deila Í nær 25 ár hafa Íslendingar og Norð- menn deilt um hafsvæðið umhverfis Svalbarða. Hæst risu deilurnar fyrir rúmum tveimur áratugum síðan þegar íslenskir togarar við veiðar í Smugunni voru herteknir af norsku strandgæslunni og færðir til hafnar í Norður-Noregi. Réttað var yfir skip- stjórum og útgerðum sem þar færu ótíndir veiðiþjófar. Dómar féllu í sam- ræmi við það. Ekki var meir aðhafst í málinu af hálfu Íslendinga, og deilan um Svalbarðasvæðið er enn óleyst. Síðar hafa Norðmenn lent í skærum við Spánverja og Rússa vegna þessara mála. Þetta hefur orðið til þess að Norðmenn tala opinskátt um að stofna 200 sjómílna efnahagslögsögu um- hverfis Svalbarða, og þannig krefjast óskoraðra réttinda yfir svæðinu og auðlindum þess. Það er löngu tíma- bært að skýr niðurstaða fáist í þessari hafréttardeilu. Sérstakur samningur Svalbarði er gríðarstór eyjaklasi í Ís- hafinu um 700 sjómílur norðaustur af Íslandi og um 500 sjómílur norður af Noregi. Þessar eyjar voru lengst af nokkurs konar einskis manns land. Í framhaldi af friðarviðræðum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar komust níu þjóðir að samkomulagi um að Sval- barðaeyjaklasinn skyldi fá sérstaka skilgreiningu þar sem hann tilheyrði í raun engu ríki. Þessi samningur var gerður árið 1920 og hafði að markmiði að eyjarnar skyldu nýttar með frið- samlegum hætti án hernaðaríhlutunar og að allar þjóðir sem gerðust aðilar að samningnum skyldu njóta jafnræðis í auðlindanýtingu á eyjaklasanum. Nor- egi var falið vald til að fylgjast með því að ákvæðum samningsins væri framfylgt á eyjunum. Á nær 100 árum sem liðin eru frá því Svalbarðasamn- ingurinn leit dagsins ljós hafa æ fleiri þjóðir gerst aðilar að honum. Ísland bættist í hópinn 1994. Friðnum spillt Gott samkomulag hefur ríkt um þennan samning alla tíð ef undan er skilið eitt atriði. Norðmenn féllu í þá freistni að misnota í eigin þágu að- stöðu sína sem gæsluaðili Svalbarða- samningsins en það gerðist árið 1977. Þá gáfu þeir allt í einu út konunglega tilskipun þar sem þeir lýstu því yfir að þeir ættu 200 sjómílna svokallaða „fiskverndarlögsögu“ umhverfis Sval- barða. Þeir áskildu sér einhliða fullan rétt til að stjórna fiskveiðum á þessu gríðarstóra hafsvæði sem er 830.000 ferkílómetrar. Til samanburðar er 200 sjómílna efnahagslögsaga Íslands 758.000 ferkílómetrar. Hér var því á ferðinni frekleg tilraun eins ríkis til að ræna undir sig gríðarlegum haf- svæðum umhverfis eyjaklasa sem þetta ríki átti ekkert í umfram aðrar þjóðir. Til marks um það hve ósvífin þessi aðgerð var má benda á að flat- armál 200 mílna efnahagslögsögu Noregs er 876.000 ferkílómetrar. Mörk hennar voru sett með lögum norska Stórþingsins árið 1976, réttu ári eftir að við Íslendingar höfðu einir og óstuddir með hetjulegri landhelgis- baráttu okkar náð alþjóða viðurkenn- ingu á því að strandríki ættu rétt á 200 sjómílna efnahagslögsögu. Í kjölfar lokasigurs okkar í landhelgismálinu gegnu Norðmenn sem sagt á lagið og lögðu undir sig 1.600.000 ferkílómetra hafsvæði. Síðan bættu þeir um betur þegar þeir náðu yfirráðum á hafsvæð- inu umhverfis hina óbyggilegu eld- fjallaeyju Jan Mayen sem er norður af Íslandi. Í dag telja Norðmenn sig ráða yfir rúmlega tveggja milljóna ferkílómetra hafsvæðum í Norður Atlantshafi! Undirlægjuháttur? Í málaferlum við Noreg um Svalbarða- svæðis höfum við allt að vinna og engu að tapa, því Norðmenn hafa ekki látið okkur hafa neitt á Svalbarðasvæðinu sem býr yfir stórkostlegum náttúru- auðæfum. Þeir hafa ítrekað lagt steina í götu okkar þegar fiskveiðar á svæð- inu eru annars vegar. Norsk stjórn- völd hafa ávallt verið mjög dugleg að verja hagsmuni Norðmanna í Norð- urhöfum. Það er meira en hægt er að segja um íslensk stjórnvöld, eða hvað?

x

Aldan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.