Aldan - 20.10.2015, Síða 20

Aldan - 20.10.2015, Síða 20
20. Október 2015ALDAN20 Samið um gull- karfaveiðar við Grænlendinga Undirritaður hefur verið tvíhliða samningur milli Íslands og Græn- lands um gullkarfa. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér skipt- inguna 90% fyrir Ísland og 10% fyrir Grænland. Auk þess er gert ráð fyrir 350 tonna afla annarra þjóða á hverju ári samningsins. Í samningnum er ákveðin nýtingaráætlun sem felur í sér aflareglu, sem er sú hin sama og íslensk stjórnvöld samþykktu á síðasta ári eftir að Alþjóðahafrann- sóknaráðið yfirfór hana með tilliti til hámarks langtíma afraksturs og alþjóðlegra varúðarsjónarmiða. Jafn- framt var gerður samningur um land- anir grænlenskra skipa í íslenskum höfnum fyrir árið 2015. Geta græn- lensk skip á þessu ári landað allt að 50 þúsund tonnum af makríl og 15 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld. Góð samskipti Íslands og Græn- lands á sjávarútvegssviði eru afar þýðingarmikil báðum þjóðum. Þessi samningur mun styrkja enn frekar samstarf þessara þjóða og tryggja ábyrgar veiðar úr þessum sameigin- lega stofni þjóðanna. Formaður samninganefndar Græn- lands var Emanuel Rosing skrifstofu- stjóri í grænlenska sjávarútvegsráðu- neytinu og formaður þeirrar íslensku var Jóhann Guðmundsson skrifstofu- stjóri í atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytinu. Gullkarfi er verðmæt afurð ef hann er nytjaður rétt. Norðanfiskur á Akranesi: Sérhæfing í áframvinnslu sjávarafurða Norðanfiskur á Akranesi er fram- leiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreld- hús- og neytendapakkningar. Fyr- irtækið var stofnað á Akureyri árið 2001af Útgerðarfélagi Akureyringa og Kjarnafæði en flutti starfsemi sína tveimur árum seinna til Akranes þegar það sameinaðist fyrirtækinu Íslenskt-Franskt eldhús. Upphaflega átti fyrirtækið að framleiða og selja fiskafurðir fyrir innanlandsmarkað. Þróunin varð hins vegar sú að mark- aðssvæði fyrirtækisins stækkaði fljótt og náði vítt um meginland Evrópu. Þrátt fyrir góðar undirtektir á er- lendum mörkuðum hefur fyrir- tækið dregið úr umsvifum sínum erlendis. Nú einbeitir fyrirtækið sér að meiri þunga að innanlandsmark- aði sem hefur skilað góðum árangri. Um mitt sumar 2014 var gengið frá kaupum HB Granda á öllu hlutafé á öllu hlutafé í Norðanfiski en fyrir átti HB Grandi 23,8% hlut í fyrirtækinu. Fimm þættir framleiðslunnar Framleiðslu fyrirtækisins má skipta upp í fimm megin flokka sem eru: 1. Brauðun á fiski 2. Framleiðsla á fiskiréttum 3. Framleiðsla á paté/terrinum 4. Vinnsla og pökkun á laxi og silungi 5. Pökkun á sjávarafurðum í stóreldhús- og neytendapakkningar Fyrirtækið er einnig orðið mjög stór innflutnings- og heildsöluaðili á sjávar- afurðum (sushi, humar, krabbi o. fl. ) og þjónustar því jafnt stóreldhús, verslanir og veitingastaði. Hjá Norðanfisk starfa 24 starfsmenn. Allir gegna þeir mikilvægu hlutverki í fyrirtækinu og saman mynda þeir öfl- uga heild, hvort sem það á við í fram- leiðslu á vörum fyrirtækisins eða í þjón- ustu við viðskiptavini. Fyrirtækið hefur verið að þróa vörur til framleiðslu frá stofnun og sú vinna heldur sífellt áfram. Á Akranesi er margt sem minnir á sjósókn sem ætíð hefur verið burðarásinn í atvinnulífi staðarins, m.a. þetta gamla akkeri á breiðinni. Um helmingur allra íbúa á Vesturlandi eru búsettir á Akranesi. Stóriðjan á Grundartanga spilar þar stórt hlutverk. Fiskréttir Norðanfisks eru afargirni- legir.Norðanfiskur á Akranesi. MAREL með vörur og vörusýningar - ráðstefnur með sýnikennslu sem bæta við þekkingu fiskvinnsluaðila Á næstu mánuðum býður Marel hundruðum gesta uppá sýnikennslu í notkun fiskvinnslubúnaðar í sýn- ingar og þjálfunarmiðstöðvum fyrirtækisins í Kaupmannahöfn og Seattle. Gestum stendur einnig til boða að hlýða á áhugaverða fyrir- lestra og taka þátt í vinnustofum. Sýningin Seafood ShowHow i Seattle er haldin árlega og hana sækja margir af fremstu fiskvinnsluaðilum frá Bandaríkjunum, Kanada og lengra að úr heiminum, í því skyni að kynna sér nýjustu tæknilausnir frá Marel. Þetta er þriggja daga opinn viðburður þar sem sýndur er búnaður Marels í verki, með sérstakri áherslu á hvernig Marel getur hjálpað vinnsluaðilum að fara fram úr framleiðslumarkmiðum sínum. Á þessari sýningu, sem haldin verður hjá Marel í Seattle dagana 18. -20. Nóv- ember nk. , verður einkum lögð áhersla á það hvernig háþróaður búnaður og sérsniðin vinnslukerfi frá Marel nýtast við vinnslu á laxi og hvítfiski. Hvítfiskur Vikuna á eftir færir Marel sig yfir Atlantshafið til Kaupmannahafnar og heldur þar í fyrsta sinn sýninguna Whitefish ShowHow í nýjasta sýn- ingarhúsi fyrirtækisins, Progress Point, þann 26. nóvember. Þar geta framleiðendur á hvítfiski kynnst miklu úrvali vinnslubúnaðar sem Marel hefur fram að færa, þar á meðal einnig fjölda nýjunga eins og FleXicut vatns- skurðarvélina. Sérfræðingar Marel verða á staðnum til skrafs og ráðagerða en auk sýnikennslu verður boðið uppá vinnustofur og fjölda gestafyrirlestra um tengd viðfangsefni. Þann 10. febrúar 2016 fer svo fram hin árlega sýning Salmon ShowHow í Progress Point, í Kaupmannahöfn. Þar sýnir Marel mikið úrval vinnslubún- aðar fyrir laxavinnslur, bæði stakar vélar og heildstæðar vinnslulínur. Þetta er í fimmtánda sinn sem Salmon ShowHow er haldið, en sýningin hefur skapað sér sess sem helsti vett- vangurinn á alþjóðavísu til að kynn- ast nýjustu og bestu tæknilausnum í laxavinnslu. Á Salmon ShowHow er áhersla lögð á sýnikennslu, en einnig er boðið uppá fjölda vinnustofa og gestafyrirlestra auk þess sem gott tækifæri gefst til að hitta kollega úr laxvinnslugeiranum. Laxaflök, snyrtilega skorin í tæki sem Marel framleiðir. Marel tekur reglulega þátt í sjávarútvegsýningum erlendis. Af hverju sökk Jón Hákon BA við Aðalvík? Sjónvarpsþátturinn Kastljós á RUV fær ekki aðgang að skoðunarskýr- slum eftirlitsaðila og öðrum þeim gögnum sem varða eftirlit og búnað bátsins Jóns Hákons BA frá Bíldu- dal sem fórst í sumar við Aðalvík og með honum einn skipverjanna. Fyrrum eigandi segir óvirkan búnað ítrekað hafa fengið skoðun og Samgöngustofa staðfestir mistök eftirlitsmanns í eitt skipti. Kastljós óskaði fyrir skömmu eftir aðgangi að skoðunarskýrslum og öðrum þeim gögnum sem varða skoðanir eftirlitsaðila með bátum og búnaði, Jóns Hákonar BA sem fórst við Aðal- vík í sumar. Óskað var eftir aðgangi að skoðunarskýrslum Jóns Hákonar, frá árinu 2000 til dagsins í dag og öðrum upplýsingum um skoðanir á bátnum. Samgöngustofa brást við beiðninni með þeim orðum að hún yrði afgreidd eins fljótt og auðið væri. Síðan barst hins vegar bréf frá lögmanni Samgöngustofu þess efnis að Kastljós fengi hvorki aðgang að skoðunarskýrslum né öðrum gögnum. Ljóst er af því að Samgöngustofa, eins og margar aðrar opinberar stofnanir, telur sig hafna yfir lög og rétt. Jón Þórðarson, fyrrum eigandi bátsins, segist ítrekað hafa gert athugasemdir við eftirlit skoðunar- stöðva með bátnum en talað fyrir daufum eyrum. Sem dæmi hafi björgunarbátur sem var um borð til fjölda ára reynst óvirkur þegar áhöfnin ætlaði að prófa búnaðinn árið 2006. Eins hafi komið í ljós að sleppibúnað- urinn sem var um borð í Jóni Hákoni, hafi árið 2011 ekki virkað sem skyldi. Búnaður sem virkjar sleppigálgann hafi verið vitlaust settur í, og því hefði aldrei verið hægt að grípa til þess að handvirkja búnaðinn. Svo virðist sem skoðunarmönnum sem eftirlit hafa með búnaðinum ár hvert, hafi yfir- sést þetta. Slíkir starfsmenn eru ekki traustvekjandi, engar athugasemdir gerðar. Samgöngustofa hefur verið kærð til Innanríkisráðuneytisins og Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Sjómenn eiga heimtingu á að vita hvað gerðist, öll óvissa er óþolandi með öllu og dregur því miður úr tiltrú á þessum öryggisbúnaði. Eina ráðið til að fá óvissunni eytt er að ná bátnum upp af hafsbotni. Fyrir því ætti sjávar- útvegsráðherra að beita sér nú þegar. Jón Hákon bA-60, smíðaður í bátalóni 1988.

x

Aldan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.