Aldan - 20.10.2015, Qupperneq 22

Aldan - 20.10.2015, Qupperneq 22
20. Október 2015ALDAN22 Jón og Margeir ehf - Seljabót 12 - 240 Grindavík - Sími 426 8900 - Fax 426 8901 - www.jonogmargeir.is Sjávarútvegurinn og illt umtal - Jón Atli Kristjánsson fjallar um hið illa umtal Ég hef hlustað á umræðu um sjáv- arútvegsmál í 50 ár. Á öllum tímum hafa verið til spekingar sem vita „best“ hvernig á reka sjávarútveg. Hvað sem gert er verða þeir alltaf til. Í upphafi umræðu um auðlinda- gjaldið átti þetta gjald að vera lausn á öllu ósætti og illdeilum um greinina. Ekkert hefur reynst vera fjarri lagi. Hver bjóst svo sem við að sá sértæki skattur, sé betri eða verri en aðrir skattar. Þannig er það mín skoðun að hið „illa umtal „hverfi aldrei. Svar sjávarútvegsins við því, er að þessi grein hafi allt sitt á hreinu og starfi fyrir opnum tjöldum. Hún þarf að eiga öfluga talsmenn, sem hún hefur eignast í dag. Spámennirnir fari svo sínu fram, eins og þeir hafa alltaf gert. Jákvæð þróun sem tekið hefur tíma Deilur hafa staðið um núverandi kvótakerfi í 30 ár. Hrakspár um þetta kerfi hafa ekki ræst. Enginn heldur því heldur fram að það sé gallalaust. Þegar núverandi kerfi var sett á var það gert til að taka á algerri óstjórn sem ríkti og flestir hafa gleymt hvernig var. Kvótakerfið var sett á til að, hagræða og auka verðmæti. Samþjöppun og stærri rekstrareiningar voru hluti þessara kerfisbreytinga. Samhliða stærri fyr- irtækjum, var skilningur á því að kerfið yrði að tryggja útgerð minni báta – smábátakerfið. Innan sjávarútvegsins skapaðist sátt um þessi tvö grunda- vallarkerfi veiðanna, aflamarks – og smábátkerfið. Smá saman hefur svo þróast þriðja kerfið, sem kalla má sam- félagskerfið. Að til sé kerfi sem grípi inn í svæðisbundinn vanda og má þar nefna, byggðakvóta og strandveiðar. Það er mikill misskilningur að þær breytingar sem hér er lýst hafi fallið af himnum ofan. Upphaflega var aflamarkskerfið eina kerfið og önnur kerfi hafa sprottið út úr því. Þeir sem voru/eru í aflamarkskerfinu hafa ekki alla daga verið sáttir við þessa þróun. Mikill niðurskurður aflaheimilda um árabil auðveldaði hana ekki. Sjávar- útvegurinn hefur þannig á liðnum árum sýnt undraverða þróunar- og að- lögunarhæfni. Það að ræða um sjávar- útveg, sem fámennan hóp, sjálfhverfra eiginhagsmunpotara er langt frá raun- veruleikanum. Kerfisbreytingarnar og uppbygging sem allir sjá í dag, hefur tekið tíma og er í reynd verk ótal aðila. Öllu því fólki, fyrirtækjum og stofn- unum til sóma. Sjávarútvegurinn hefur heilshugar stutt þessa þróun Þjóðin á auðlindina Enginn innan sjávarútvegsins, heldur öðru fram en að þjóðin eigi sjávarauð- lindina við strendur landsins. Þetta er skýrt tekið fram í lögum um stjórn fisk- veiða 38/1990, 1. gr. Það er því í anda þrætubókarlistar að halda öðru fram. Skömm sé þeim sem þess list iðka og slá sig til riddara á þann hátt. Með sama hætti og þetta er klárt, ætti það að vera jafn klárt að nýting auðlindarinnar og vinnsla afurða og markaðsmál eru á hendi sjávarútvegsins. Það er verka- skipting sem gagnast aðilum máls, þjóðinni og útveginum. Krafa þjóðar- innar er að fá sanngjarnt afgjald af eign sinni og nýtingarrétturinn er falinn útveginum. Það er hinn óformlegi sáttmáli aðila, dettur t.d. einhverjum í alvöru í huga „þjóðarútgerð.“! Krafan um hæsta afgjald eiganda auðlindarinnar – þjóðarinnar er sam- ofin nýtingu hennar. Afkoma greinar- innar ræður afgjaldinu. Hvers vegna, því stór hluti kostnaðar er ákveðinn. Nýtingin er löng keðja fyrirtækja og einstaklinga sem koma að því verki. Allir þurfa sitt, launþegar, fyrirtæki opinberir aðilar og þetta er margþætt flóra, sem fyrirtæki í sjávarútvegi sjá um að greina og standa ábyrg fyrir. Óbilgirni umræðunnar um auðlindagjaldið Sjálfskipaðir gæslumenn afgjaldsins – auðlindagjaldsins hafa sýnt mikla óbilgirni í sínum málflutningi. Fyrir þá er auðvelt að reikna hátt afgjald af allri greininni. Þegar skipta á þessu af- gjaldi milli fyrirtækja vandast málið. Í raunveruleika er himinn og haf minni afkomu uppsjávarfyrirtækjanna og þeirra sem vinna einvörðungu í bol- fiski. Sé staða þeirra fyrirtækja sem, starfa í greininni skoðuð í kjölinn vex flækjustigið. Oftar en ekki tengist þessu umræða landsbyggðinni. Arðsemis- krafan sem í reynd er sett á greinina, þýðir að ekki geta öll fyrirtæki lifað, og mögulega á það heldur ekki að vera. Þegar bent er á þetta, bregðast afgjaldmenn óvæða við, öll rök hverfa og skítkastið tekur við. Orðræðan er þá um brauðmola sem falla af borði útgerðarinnar, og annað þessu líkt. Forystumenn þeirra fyrirtækja sem sjá að þeir geti ekki greitt álagt gjald ber skylda til að vara við, annað væri óábyrgt gagnvart öllum, sem þeir bera ábyrgð á. Að mínu áliti erum við ekki á réttri leið í núverandi útfærslu auðlinda- gjaldsins. Auðlindahagfræðin hefur búið til gamla teoríu, sem er ófram- kvæmanleg í praxís. Við hana á ekki að eltast. Leiðin út úr núverandi stöðu á að vera troðin slóð, einföld og skiljanleg. Sjávarútvegur og rekstrarumhverfi hans Dettur einhverjum í hug, að ef á ræða skipulagbreytingar á Landsspítalanum, þá sé ekkert rætt við lækna? Lengi hefur það viðgengist að þegar taka á mikilvægar ákvarðanir um sjáv- árútvegsmál er fulltrúum greinarinnar haldið frá umræðunni og innlegg hennar gert tortryggilegt. Spyrja má , hverslags sjónarmið ráða hér ríkjum, þeir sem vinna í greininni og vita besta hvar skóinn kreppir, eru hafðir út í horni. Það er heldur ekki vansalaust að sjávarútvegurinn hefur látið „kerfið“ komast upp með þetta. Horft til baka er íslenskur sjávarútvegur vel rekinn. Þar vinnur reynslumikið og gott fólk. Þessi grein á og getur borðið höfuðið hátt. Þeir sem tala öðruvísi eiga það við sína eigin þröngsýni og sjálfbirgingshátt. Jón Atli kristjánsson. Sjávarútvegsráðuneytið. Þar vinna margir sérfræðingar sem hinir ,,sjálf- skipuðu sérfræðingar“ mættu taka meira mark á.

x

Aldan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.