Reykjanes - 03.12.2015, Blaðsíða 6
6 3. Desember 2015
Getur þú lifað af
172.000 krónum á mánuði?
Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, kynnti nýja könnun Gallup, þar sem spurt var hvort fólk gæti
lifað af framfærslu upp á kr. 172.000 á
mánuði. Ríflega 90% svarenda sögðust
ekki geta lifað af svo lágri framfærslu.
Einng töldu um 95% að lífeyrisþegar
ættu að fá jafnháa eða hærri krónutölu-
hækkun en lægstu launþegar.
Í lok fundar var eftirfarandi ályktun
samþykkt samhljóða:
Ályktun - áskorun
Ágæti þingmaður viltu skapa sam-
félag fyrir alla, þar sem lífeyrisþegar
og börn þeirra hafa tækifæri til virkar
samfélagsþátttöku en ekki að þeim séu
settar þær kjaraskorður sem þeir búa
við nú? Þú hefur valdið til að breyta!
Opinn fudur Öryrkjabandalagsins
– Mannsæmandi lífskjör fyrir alla sem
haldinn er á Grand hóteli laugardaginn
21. nóvember 2015 skorar á þingmenn
að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir
árið 2016 með eftirfarandi hætti:
Lífeyrir almannatrygginga hækki
afturvirkt um sömu krónutölu og
lægstu laun hækkuðu 1. maí sl. (31.000
kr. fyrir skatt).
Lífeyrir almannatrygginga hækki
um 15.000 kr. frá 1. maí 2016 (samhliða
hækkun lágmarkslauna).
Þá er einnig farið fram á að krónu-á-
-móti-krónu skerðing sérstakrar fram-
færsluppbótar verði afnumin hið fyrsta.
Þingmenn gerið okkur kleift að vera
með mannsæmandi framfærslu.
Opið bréf til ASÍ
Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði hafa sent ASÍ fyrirspurn og
spuringin er: Hver er afstaða ASÍ til
orða aðalhagfræðings Seðlabanka
Íslands um nauðsyn þess að hækka
vexti til að halda niðri kaupmætti
launafólks? Dögun hefur ekki enn
fengið svar og vill því senda opið bréf
á fjölmiðla til að árétta spurningu sína
til ASÍ.
Oðrétt segir aðalhagfræðingur
Seðalbankans samkvæmt frétt á Eyj-
unni 11/11 2015 á fundi efnahags-og
viðskiptanefndar Alþingis.
„Það er kannski akkúrat það sem
við erum að reyna að gera. Vegna þess
að staðan sem við erum í er að hag-
kerfið er að vaxa of hratt miðað við
framleiðslugetu. Það skapar þrýsting
á laun, verðlag og svo framvegis. Það
sem við erum að gera er að draga
úr ráðstöfunartekjum heimila, þau
eiga þá minna til ráðstöfunar til að
fjármagna eftirspurnarneyslu. Við
erum að draga úr getu fyrirtækja til
að fjárfesta eða fara í útgjaldaáform.
Þetta er bara því miður það sem við
þurfum að gera til þess að halda aftur
af eftirspurninni.“
Samkvæmt Seðlabankanum er
verðbólga dagsins í dag undir verð-
bólgumarkmiðum Seðlabankans.
Á fyrrnefndum fundi efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis kom fram
að fulltrúum Seðlabankans fannst
ábótavant að ríkisvaldið dansaði ekki
í takt með Seðlabankanum í viðleitni
sinni við að halda verðbólgunni niðri.
Verðbólgu sem er undir viðmiðunar-
mörkum. Ófaglærðu fólki getur reynst
erfitt að skilja Seðlabankann. Verð-
bólgumarkmið hans virðast heilög
en tengjast ekki hag almennings. Í
þessu tilfelli eru þau skaðleg þar sem
nýunnar launahækkanir launamanna
eru skotmark Seðlabankans.
Þess vegna vill Dögun spyrja ASÍ
hver skoðun ASÍ er á þessari stefnu
Seðlabankans. Hvort einhver viðbrögð
séu væntanleg af hálfu ASÍ til stuðn-
ings umbjóðendum sínum.
Framkvæmdaráð Dögunar
Stóru línubátarnir
hafa fiskað vel
Smábátarnir sem hafa verið að veiðum við norðan og austan-vert landið síðan í sumar fara
hægt og bítandi að koma suður og
fyrsti 30 tonna smábáturinn Gísli
Súrsson GK kom suður núna undir
lok nóvembers. Veiði bátanna sem
eru hérna hefur verið þokkalega og þó
sýnu skást hjá Óla Gísla GK sem hefur
landað 61 tonn í 17 róðrum og mest
6,5 tonn og öllu landað i Sandgerði.
Daðey GK hefur landað 31 tonn í
8 róðrum af 89 tonna afla, enn hinu
var landað á Djúpavogi. Dúddi Gísla
GK 54 tonn í 17. Pálína Ágústdóttir
GK er líka kominn til Sandgerðis og
hefur landað þar 10 tonní 4 róðrum,
af 49 tonna afla. Hinu var landað á
Dalvík og Hrísey. Jón Ásbjörnsson
RE hefur verið í Sandgerði að róa og
hefur landað 46 tonn í 13. Katrín GK
38 tonní 14 og Andey GK 25 tonn í
10. .
Stóru línubátarnir hafa fiskað æði
vel og hafa þeir verið að koma með
fullfermi í land. Sighvatur GK hefur
landað 442 tonn í 6 og mest 103 tonn
í róðri. Jóhanna Gísladóttir GK 435
tonn í 4 og mest 118 tonn. Sturla
GK 395 tonn í 5 og mest 100 tonn.
Hrafn GK 364 tonn í 5 og mest 107
tonn. Fjölnir GK 302 tonní 4. Tómas
Þorvaldsson GK 297 tonn í 5, Kristín
GK 278 tonn í 4 og mest 103 tonn.
Valdimar GK 253 tonn í 6.
Páll Jónsson GK lenti í alvarlegri
vélarbilun um miðjan október og var
dregin til Reykjavíkur af Jónu Eðvalds
SF, var báturinn frá veiðum í rúmar 3
vikur, en komst loks til veiðar og land-
aði smá slatta á Hornafirði 52 tonni. Í
næsta túr þá lentu þeir heldur betur
í moki. Þeir voru á Þórsbanka sem
er djúpt úti af austfjörðum og fengu
það 102 tonn í aðeins tveimur lögnun.
Seinni lögnin var um 69 tonn sem
uppreiknað á bala eru um 700 kíló
á bala miðað við 450 króka í bala.
Reyndar voru þeir gríðarlega langt í
burtu og skilaboðin frá landi voru þau
að sigla með aflann til Grindavíkur og
það tók um 45 klukkutíma. Fengu
þeir á Páli Jónssyni GK heiftarlega
brælu á sig og haugasjó stóra hluta
af siglingaleiðinni. Enn báturinn er
seigur og skilaði hann aflanum og
áhöfninni til Grindavíkur þar sem
hann var tekin til vinnslu.
Togarinn Sóley Sigurjóns GK sem
lenti í miklum bruna í september er
loksins komin til veiða aftur eftir hátt
í 2 mánaða stopp. Fór togarinn strax á
miðin útaf af vestfjörðum og landaði
þar 132 tonnum á Ísafirði, þaðan var
svo aflanum ekið til Garðs til vinnslu.
Hinn togari Nesfisks Berglín GK er
búinn að vera fyrir vestan allan nóv-
ember og hefur mokfiskað. Ef kom-
inn í 606 tonn í 8 löndunum þar sem
mestu af aflanum hefur verið landað
á Ísafirði. Sem dæmi um mokið þá
kom togarinn með 110 tonn eftir að-
eins 4 daga á veiðum og gerir það um
28 tonn á dag. Öllum þessum 600
tonnum er svo ekið til Garðs.
Endum svo að kíkja aðeins á frysti-
togaranna. Hrafn Sveinbjarnarsson
GK landaði 596 tonn í Grindavík þar
sem að karfi var uppistaðan eða um
192 tonn, þorskur 172 tonn. Gnúpur
GK kom með 526 tonn þar sem að
þorskur var 167 tonn.
Gísli R.
Aflafréttir
Kerta-
tónleikar
Karlakórs
Keflavíkur
Karlakór Keflavíkur hefur átt starfsamt haust því í október stóð kórinn fyrir Kötlumóti
sem heppnaðist afar vel og var um-
gjörðin sú allra glæsilegasta á slíku
móti og tónleikarnir allir mjög vel
heppnaðir. Að loknu karlakóramótinu
tók nýr stjórnandi við taumunum hjá
kórnum, Stefán E. Petersen og hefur
hans helsta verkefni verið að undir-
búa kórinn undir Kertatónleikana
sem haldnir eru árlega á aðventunni
í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Að þessu
sinni verða tónleikarnir miðviku-
daginn 9. desember og hefjast kl. 20:
30. Gestakórar verða að þessu sinni
Söngsveitin Víkingar sem syngja
undir stjórn Jóhanns Smára Sævars-
sonar og Barnakór Sandgerðis sem
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir stjórnar.
Miðasala fer fram hjá kórfélögum
Karlakórsins og við innganginn.
Aðeins verða einir tónleikar og þá
má enginn láta fram hjá sér fara.
Umgjörðin er alltaf mjög hátíðleg
því kirkjan er prýdd kertaljósum og
svo er efnisskráin afar fjölbreytt sam-
kvæmt venju.