Reykjanes - 03.12.2015, Síða 12
Jólatilboðsverð kr. 109.990,-
Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál
og svunta
Fullt verð kr. 137.489,-
Vitamix TNC er
stórkostlegur.
Mylur alla ávexti,
grænmeti, klaka og
nánast hvað sem er.
Býr til heita súpu og ís.
Til í órum litum,
svörtum, hvítum
rauðum og stáli.
Besti vinurinn í
eldhúsinu
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
12 3. Desember 2015
Árásirnar í París eru
áminning um mikilvægi
þess að berjast gegn
öfgastefnu
Liberté, égalité, fraternité. Frelsi, jafnrétti, bræðralag. „Einkennisorð Frakka gætu
rétt eins verið einkennisorð Norð-
urlanda, og við upplifum árásirnar
á íbúa Parísar líka sem árás á okkur
og á gildi okkar hér heima fyrir“,
segir Höskuldur Þórhallsson, forseti
Norðurlandaráðs, sem telur að aldrei
hafi verið eins mikilvægt að berjast
gegn öfgastefnu í samfélögum okkar
á Norðurlöndum.
Fjallkonan
Ríkey var tíu ára þegar hún missti föður sinn í snjóflóði en hann var foringi bændanna í dalnum
í baráttu þeirra gegn virkjun sem átti að
reisa. Fimmtíu árum seinna á Ríkey fyrst
afturkvæmt á æskustöðvarnar til þess að
fylgja móður sinni til hinstu hvílu við
hlið föðurins í kirkjugarði sveitarinnar.
Minningar bernskuáranna vakna
af dvala og varpa um leið ljósi á æv-
intýralegt lífshlaup heimskonunnar
Ríkeyjar í bókinni Fjallkonan eftir Ingi-
björgu Hjartardóttur sem gefin er út af
Sölku. Fjallkonan er fjórða skáldsaga
Ingibjargar en áður hafa komið út hjá
Sölku Hlustarinn og Þriðja bónin. Út-
gáfuréttur af Fjallkonunni hefur verið
seldur til Þýskalands og kemur bókin
út í þýskri þýðingu í upphafi árs 2016.
Ingibjörg hefur skrifað leikrit bæði
fyrir atvinnu- og áhugaleikhús, út-
varpsleikrit, smásögur og ljóð. Hún
hefur þýtt sex skáldsögur. Árið 2001
kom út hjá Máli og Menningu fyrsta
skáldsaga hennar, Upp til Sigurhæða og
var sú bók einnig gefin út í Þýskalandi
og fékk mjög góða dóma. Fjórum árum
síðar, árið 2005, kom út hjá Sölku önnur
skáldsagan hennar, Þriðja bóni
Þriðja skáldsaga Ingibjargar, Hlust-
arinn, kom út snemma árs 2010 og fékk
hún prýðilega dóma hérlendis sem og
erlendis en allar bækur Ingibjargar hafa
verið gefnar út í Þýskalandi af þýska
forlaginu Salon Literatur Verlag og hafa
fengið góðar viðtökur.
Hér er á ferðinni vönduð og
skemmtileg bók.
Hrólfs saga
Fönnin huldi spor margra Ís-lendinga áður fyrr þegar menn fóru fótgangandi landshorna
milli í misjöfnum veðrum. Í bókinni
Hrólfs sögu rekur Iðunn Steinsdóttir
sögu langafa síns, Hrólfs Hrólfssonar.
Hann háði harða lífsbaráttu sem
sveitarómagi og síðar vinnumaður í lok
19. aldar. Hrólfur hafði yndi af bókum
og þráði að koma undir sig fótunum og
búa konu sinni og börnum betra líf.
En landlaus maður átti fárra kosta völ.
Mörgum mun koma á óvart að lesa
um nöturleg kjör almennings fyrir
rúmri öld, en hér bregður Iðunn upp
ljóslifandi mynd frá þessum tíma sem
hún setur í sögulegt samhengi. Mynd af
efnilegu barni og síðan ungum manni
sem ætíð var fullur væntinga um bjart-
ari tíma.
Iðunn Steinsdóttir hefur skapað sér
gott orð sem rithöfundur en flestar
bókar hennar eru fyrir yngri kyn-
slóðina. Hrólfs saga er þriðja skáldsaga
Iðunnar Steinsdóttur sem skrifuð er
fyrir fullorðna lesendur og jafnframt
sú síðasta að hennar eigin sögn. Iðunn
Steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði árið
1940. Hún lauk stúdentsprófi frá MA
árið 1960 og kennsluréttindaprófi frá
KHÍ 1981. Árið 1982 kom fyrsta bók
hennar út og undanfarið 30 ár hefur
hún að mestu leyti stundað ritstörf.
Iðunn hefur hlotið margskonar
verðlaun og viðurkenningar, en ber
þar helst að nefna Íslensku Barnabóka-
verðlaunin, heiðurslaun Bókasafns-
sjóðs og að vera kjörin heiðursfélagi
Rithöfundasambands Íslands.
Skemmtanalífið 1966–1979
í máli og þúsund myndum
Dansleikir og skemmtanir í Festi í Grindavík, landsk-unnar hljómsveitir og feg-
urðardrottning af Suðurnesjum eru
meðal efnis í máli og myndum í nýrri
bók, Öll mín bestu ár, eftir Kristin
Benediktsson og Stefán Halldórsson.
Bókin fjallar um skemmtanalífið
á árunum 1966-1979. Viðfangsefnin
eru dansleikir, útihátíðir, skólaskemmt-
anir, tískusýningar, uppákomur, barna-
skemmtanir, hljómleikar, fegurðar- og
hæfileikasamkeppnir og aðrir við-
burðir víða um land. Yfir 1.000 ljós-
myndir Kristins eru í bókinni og ítarleg
umfjöllun Stefáns um flytjendur, gesti,
staðina og stemminguna.
Kristinn Benediktsson var fyrr á
árum ljósmyndari á Morgunblaðinu
og Stefán skrifaði um popptónlist í
blaðið í 10 ár frá 1967 til 1977. Þeir
hófu samstarf um gerð bókarinnar árið
2011, en eftir að Kristinn lést árið 2012
eftir langa baráttu við krabbamein hélt
Stefán verkinu áfram í samvinnu við
dóttur Kristins og vin hans.
Hljómar, Júdas, Óðmenn, Trúbrot og
Ábót eru meðal yfir 100 hljómsveita,
þjóðlagaflytjenda og skemmtikrafta á
síðum bókarinnar. Hjónin Rúnar Júl-
íusson og María Baldursdóttir prýða
forsíðuna og þrír bræður Maríu, Þórir,
Júlíus og Baldur, koma einnig við sögu.
Stefán Halldórsson er útgefandi bók-
arinnar, en bókaforlagið Salka annast
dreifingu í verslanir.