Reykjanes - 03.12.2015, Page 14
Nýja 10, 13 og 15 kg línan er þannig
hönnuð að hún viðheldur ferskleika
matvöru lengur en sambærilegar umbúðir.
Allt fyrir ferskleikann
60 x 40 kassalínan frá Tempru er hagkvæmari,
sterkari og tryggir lengra geymsluþol
Temprukassarnir sjá til þess að íslenskur fiskur
kemst ferskari til neytenda um allan heim.
Kostir nýju kassanna eru eftirtaldir:
aukin lengd og rúmtak leiða til betri meðferðar á afurðum
lengri fiskflök raðast betur innan kassa
meira rými er fyrir ís eða kælimottur
rúnnuð hornin auka einangrun og lengja geymsluþol
breytt hönnun á hornum gerir kassana sterkari en áður
stærð kassanna er 60 x 40 sm og staflast þeir betur á vörubrettin
vegna aukins styrks er hægt að stafla í hærri stæður en áður
betri einangrun næst með þéttari stöflun á bretti
Hitastig (°C) 5 mm fyrir ofan botn nýja 60x40 cm 10 kg
kassans eftir 6 klst. við 20 °C umhverfishita.
Fiskur
EPS
21
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
TEMPRA EHF – HLUTI AF RPC GROUP • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@promens.com • www.tempra.is
einangrun – umbúðir
14 3. Desember 2015
Mannsæmandi
lífskjör fyrir alla
Góð stemmning var á fundi Öryrkjabandalags Íslands um „Mannsæmandi lífskjör fyrir
alla“ sem haldinn var á Gand hóteli í
dag laugardag 21. nóvember.
Á fundinum var álitsgerð Ólafs Ís-
leifssonar um lífskjör í ljósi framfær-
sluviðmiða kynnt. Þar sem fram kom
meðal annars að barnlaus einstaklingur,
sem býr einn í eigin húsnæði þarf að
hafa 348.537 kr. í ráðstöfunartekjur á
mánuði (eða 482.846 kr. fyrir skatt)
til að geta mætt eðlilegum útgjöldum.
Á þeim tíma (2014) þegar álitsgerðin
var unnin voru mánaðarlegar ráðstöf-
unartekjur örorkulífeyrisþega, sem býr
einn og fær greidda heimilisuppbót
um 187.507 kr. á mánuði en 172.000
kr. hjá þeim sem bjó með öðrum 18
ára eða eldri.
Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar:
Rekstur sveitarfé-
lagsins hefur tekið
stakkaskiptum
1. Nýr meirihluti ykkar sem tók við
stjórninni í Reykjanesbæ eftir kosn-
ingarnar boðaði ný vinnubrögð við
fjármálastjórn bæjarins. Kynnt var
áætlun til að ná að koma bænum
á réttan kjöl. Áætlunin var kölluð
„Sóknin“. Á almennum íbúafundi
og í greinbarskrifum var sagt að með
þessari áætlun tækist á nokkrum
árum að koma málum í viðunandi
horf. Nú er það boðað að ef ekki
tekst að fá marga milljarða fellda
niður af skuldumk blasi greisðluþrot
við og að Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
taki við stjórn bæjarins.
Hvað hefur breyst?
Hvers vegna tekst
Sóknin ekki?
Sóknin var áætlun um hvernig hægt
væri að snúa vörn í Sókn. Síðan þá
hefur þeirri áætlun verið fylgt mjög
nákvæmlega og segja má að búið sé
að hrinda öllum aðgerðum Sóknar-
innar af stað þ. e.
a) að auka framlegð bæjarsjóðs um
900 milljónir.
b) að halda nýfjárfestingum í lág-
marki.
c) að endurskipuleggja efnahags-
reikninginn með sölu eigna og
lækkun skulda (afskriftir).
d) að stöðva fjárflæði fá A-hluta
starfsemi yfir í B-hluta fyrirtæki.
Við erum komin mislangt í einstökum
liðum enda var ekki gert ráð fyrir
að við næðum fullkomnum árangri
strax heldur tæki það nokkurn tíma
að skila sér að fullu. Rekstur sveitar-
félagsins hefur tekið stakkaskiptum til
hins betra en styst erum við komin í
lið c) þ.e.a.s. viðræðum við kröfuhafa
um lækkun skulda, sem er um leið
mikilvægasti og flóknasti þátturinn.
Þær viðræður standa enn yfir og hafa
tekið mun lengri tíma en ráð var fyrir
gert. Við gerum okkur vonir um að
niðurstaða í þeim fáist fyrir áramót
og munum greina betur frá þeim
þegar þær ligga fyrir.
2. Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar hafa
líst yfir vilja til að slíta samstarfi
sveitarfélaga á Suðurnesjum sem
hefur verið við líði í um 40 ár. Hver
er ástæðan fyrir þeim hugmynum?
Á því er enginn vafi í mínum huga að
samstarf sveitarfélaga á suðurnesjum
hefur á ýmsum sviðum gengið vel og
skilað góðum árangri. Það er aftur
á móti ýmislegt í samstarfinu sem
þarf að endurskoða með tillliti til
breyttra aðstæðna og nútímavæð-
ingar á ýmsum sviðum. Reykjanes-
bær þarf eins og önnur sveitarfélög
að endurskoða allt samstarf reglu-
lega og meta áframhald þess út frá
eigin hagsmunum. Fyrir nokkrum
árum kynnti stjórn SSS hugmyndir
að breytingumr á samstarfinu o.
m.a. var gert ráð fyrir að verkefni
yrðu framvegis vistuð hjá sveitarfé-
lögunum. Sambandið yrði fyrst og
fremst vettvangur umræðu um sam-
eiginlega hagsmuni m.a. gagnvart
ríkisvaldinu. Þessar hugmyndir eru
góður grunnur að breyttu samstarfi.
Breytingar á samstarfi sveitarfélag-
anna á suðurnesjum eru í mínum
huga nauðsynlegar til að tryggja vel-
ferð íbúa á suðurnesjum til framtíðar.
Gefa stúku á Vogabæjarvelli
Á fundi bæjarráðs Voga nýlega var lagt fram bréf Davíðs Harðar-
sonar, Ingvars Leifssonar og Guð-
mundar Kristins Sveinssonar, dags.
11.11.2015. Bréfritarar stóðu að
byggingu áhorfendastúku við Voga-
bæjarvöll, sem hófst í október 2013
og lauk í ágúst 2015. Áhorfendastúkan
er fullbúin og tekur hún 192 manns í
stæði. Bréfritarar fara þess á leit við
sveitarfélagið að það þiggi mannvirkið
að gjöf og vonast jafnframt til að því
verði vel haldið við.
Bæjarráð færir bréfriturum þakkir
fyrir höfðinglega gjöf.
Jákvæðar vísbendingar
Í sínum vikulega pistli
skrifar Ásgeir Eiríksson
bæjarstjóri í Vogum m.a.
„Þessar vikurnar og mánuðina má
greina margar góðar vísbendingar sem
benda til vaxtar og uppsveiflu hér á
Suðurnesjunum. Ekki er langt síðan
atvinnuleysistölur hér voru með því
hæsta á landinu, en nú bregður svo við
að algjör viðsnúningur hefur orðið í
þeimefnum. Ef marka má orð forsvars-
manna fjölmennra vinnustaða, m.a.
á Keflavíkurflugvelli, er nær að tala
frekar um skort á vinnuafli á næstunni.
Öll þessi aukning kallar á mikla
uppbyggingu næstu ár og áratugi.
Auk þessa mikla vaxta í flugfarþegum
eru mörg uppbyggingarverkefni í
burðarliðnum, um öll Suðurnesin.
Allt gerir þetta að verkum að búast
má við miklum vexti næstu árin, með
tilheyrandi áhrifum í öllum sveitar-
félögunum. Sannarlega áhugaverðir
tímar nú um stund“.
Kosningu lýkur
Rafrænu kosningunni um skipulags-mál í Helguvík lýkur 4. desember
kl 02: 00
Langtímalán
Sveitarfélagið Garður skuldar aðeins 63 milljónir króna í langtímalánum.
Ljóð um kjána
Kjána fiskurinn sem fannst ný-lega í undirdjúpunum hefur vakið mikla athygli. Hann
hefur nú aðsetur í Sæheimum í Vest-
mannaeyjum. Ómar Ragnarsson samdi
eftirfarandi ljóð í þessu tilefni:
Kjána undirdjúpa ei ég þekki
en aðra kannski betur, því er ver
því sumir kjánar ættu bara ekki
ofansjávar nokkurn rétt á sér.
Til umhugsunar
Íslenskt samfélag stendur nú á tíma-mótum. Öldruðum mun fjölga hratt
á næstu árum, 75 ára og eldri mun
fjölga um 35% frá árinu 2012 til 2020
og hlutfall 67 ára og eldri mun fara
úr því að vera 10,3% í dag í 18,4% á
árinu 2040.
Þriðja árið
Það verður óbreytt gjaldskrá hjá Kölku fyrir sorphirðu og sorp-
eyðingu árið 2016. Þetta verður þriðja
árið í röð, sem gjaldskráin er óbreytt.
Engin lán tekin
Sveitarfélagið Garður hefur ekki tekið nein lán síðustu þrjú árin til
að fjármagnma framkvæmdir.