Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2008, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2008, Blaðsíða 5
15. febrúar næstkomandi verður „Kjarvalsmálið", erfðamál vegna muna sem Reykjavikurborg fjarlægði úr vinnustofu Jóhannesar Kjarval listmál- ara árið 1968, tekið fyrir í hæstarétti. Dómurinn sem í Héraðsdómi féll fjölskyldu minni i óhag byggir mikið á tveimur vitnum, þeim Guðmundi Steinari Alfrcðssyni og Þorvaldi Þorvaldssyni sem er nýlátinn. Ég hafði vonað að málinu yrði vísað aftur í héraðsdóm vegna upplýsinga sem komu fram eftir dóminn, samkvæmt minni réttarvitund skrýtið að mál fari fyrir hæstarétt þegar forsendur dómsins í héraði eru brostnar. Að þær forsendur voru fjarstæða í upphafi annað mál, eða hvaða réttsýn manneskja telur það löglegt að gamalmenni sem er sett á geðspítala nokkrum vikum seinna geti gefið eigur sínar munnlega og leynilega án vitundar fjölskyldu sinnar. Fyrir utan að ekkert er til frá Kjarval sjálfum um að hann hafi gefið borginni munina sem voru teknir úr vinnustofúnni, þar á meðal meira en 5000 listaverk. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. mun verja málið fyrir hönd Reykjavík- urborgar. Augljóst að hann skilur að allt stendur eða fellur með vitnisburði þessara tveggja vitna enda Ijallaði dómurinn í héraði um lítið annað. Ég þykist vita að hæstiréttur muni ekki taka til greina upplýsingar sem sýna að þessi vitni geti ekki talist hlutlaus og þess vegna þessi skrif. Fyrst Þorvaldur Þorvaldsson sem kom nálægt Kjarval sem leigubílstjóri og sagði við skýrslutöku í héraðsdómi að hann hefði heyrt afa tala um meinta gjöf þó hann hefði ekki verið viðstaddur meinta munnlega afhend- ingu. Þorvaldur skipti máli vegna þess að gengið var út frá að hann væri óháður og þess vegna ekki vilhallur í vitnisburði sínum. Við skýrslutöku í héraðsdómi var Þorvaldur sérstaklega spurður um þctta atriði: „Lögmað- ur: Á þeim tíma sem þú starfaðir sem leigubílstjóri sást þú um einhvem akstur fyrir Reykjavíkurborg eða varst þú með einhveija samninga fyrir Reykjavíkurborg eða borgarstjóra? Þorvaldur: Hnga samninga við Reykja- víkurborg. Lögmaður: Hvorki fyrr eða síðar að þú hafir unnið eitthvað sér- staklega fyrir Reykjavíkurborg? Þorvaldur: Ekki fremur en öðrum.“ Málið fór í dóm með Þorvald sem hlutlaust vitni. Eftir dóminn boðaði Reykjavíkurborg Jón Halldór Gunnarsson f.v. bílstjóra til skýrslutöku. Jón Halldór hafði hjálpaði afa mínum að tæma vinnustofuna og keyrt hlutina í geymslur borgarinnar vikum áður en afi minn átti að hafa afhent Geir Hallgrimssyni borgarstjóra hlutina að gjöf 7. nóvember 1968. Jón Halldór hafði samband við lögmann borgarinnar og sagðist vilja segja frá heilsu Kjarvals vegna umtals um hana í fjölmiðlum, hún verið ágæt þegar vinnustofan var tæmd, Kjarval jafnvel tekið dansspor. Einnig að Kjatval hefði sagt við hann meðan þeir völdu hlutina og pökkuðu „við skulum gefa þeim þetta“. Allar skýrslutökur eru á www. Kjarval.- blogspot.com. Jón Halldór kom í réttarsal 5. mars 2007 og sagði frá. Allt satt og rétt svo ég viti nema að sjálfsögðu um heilsuna, afi illa vannærður, nær hungurdauða og ruglaður samkvæmt sjúkraskýrslum sem voru gerðar örfáum vikum seinna bæði á Landsítalanum og Borgarspítalanum. Frásögn Jóns var önnur en hafði komið ffam við réttarhöldin, þar gengið út ffá að munimir hefðu verið fluttir eftir komu Geirs Hallgrimssonar borgarstjóra. Lögmaður spurði Jón meðal annars um Þorvald og sá hluti hér á eflir: „Lögmaður: Þekktir þú eitthvað til Þorvalds Þorvaldssonar leigubílstjóra eða þekkir þú eða þekktir? Jón Halldór: Já, já, við þekkjumst enn. Lögmaður: Og er vinskapur með ykkur? Jón Halldór: Við emm búnir að vera góðir kunningjar, við emm búnir að vinna saman í gegnum veislur hjá borginni, hann var varabílstjóri hjá borgarstjóra oft til að sækja fólk og skila fólki." Og síðar í skýrslutökunni: „Lögmaður: Veistu til þess að Þorvaldur hafi verið að vinna fyrir Reykjavikurborg og borgarstjóra á þessum tíma ‘68, manstu eitthvað eftir því að því þú ert nú að vinna fyrir borgina, var hann að vinna fyrir borgina þá líka? Jón Halldór: Já hann var ekki stanslaust en til dæmis þegar vom haldnar veislur eða ráðstefnur og svona þá var hann yfirleitt alltaf með Jóni borgarstjóra bílstjóra þeir vom á tveimur bílum þá.“ Vegna þcssara upplýsinga, vom þeir Jón Ámason f.v. borgarstjóra- bílstjóri og Reynir Traustason f.v. verkstjóri hjá borginni boðaðir til skýrslutöku 7. maí 2007. Hjá Jóni Ámasyni kom þetta ffam meðal annars: Lögmaður: En þau atvik sem er nú fyrst og ffemst verið að fjalla um i þessu máli era að gerast haustið '68 og út það ár má segja og þú sem sagt ert þá bílstjóri á borgarstjóraskrifstofú á þeim tíma? Jón: Já, já. Lögmaður: Kannast þú við Þorvald Þorvaldsson? Jón: Já,jáaðeins. Lögmaður: Getur þú eitthvað upplýst um það hvemig eða starfaði hann eitthvað að akstri borgarstjóra eða fyrir borgina á þessum tíma og þá er ég að tala um haustið '68? Jón: Já hann var nú, ef að þurfti leigubíl þá var hann alltaf tekinn. Lögmaður: Var það þá í þeim tilvikum þegar fastir eða bílstjórar skrifstofú borgarstjóra vom uppteknir eða eitthvað slíkt? Jón: Já eða þurfti fleiri bíla bara, við vomm bara tveir og hann var alltaf kallaður til. Lögmaður: Það var nú Jón Halldór Gunnarsson, hann í sinni skýrslu kallaði nú Þorvald varaborgarstjóra bílstjóra en ég held að hann hafi titlað þig sem aðalmann í þeim, er það réttnefni um starf? Jón: Nei ég vil ekki segja það þar sem ég er bílstjóri fyrir borgarritara aðallega. Ég er ráðinn þannig. Lögmaður: Já en ég er að tala kannski um Þorvald að hann hafi, ég er nú að bera undir þig það sem að Jón Halldór segir að hvort að það hafi verið réttnefni að kalla Þorvald varaborgarstjóra bílstjóra? Jón: Ja allavega ekki varaborgarstjóra bílstjóra en hann var kallaður til þegar eitthvað þurfti, hann einn og hann var voðalega mikið í kringum skrifstofú borgarstjóra." 1 dómnum úr héraðsdómi segir meðal annars: „Þegar litið er til gagna þeirra sem lögð hafa verið fyrir dóminn, einkum afdráttarlauss fiamburð- ar Guðmundar Alffeðssonar, sem rakinn er hér að ffaman og studdur er samtímafærslu hans í dagbók, og skýrslu vitnisins Þorvaldar Þorvaldsson- ar....“ Allir hljóta að sjá að tenging Þorvaldar við Reykjavíkurborg skiptir máli og sú tenging falin þangað til eftir að dómurinn féll. Þorvaldur Þorvaldsson lést 3. júlí síðastliðinn. j minningarorðum Páls Gíslasonar i Morgunblaðinu um Þorvald segir þetta meðal annars: „Það er mikil eftirsjá við ffáfall vinar míns Þorvalds Þorvaldssonar bílstjóra. Þegar ég var borgarfulltrúi í Reykjavík 1974, kynn- ist ég fljótlega Þorvaldi Þorvaldssyni bílstjóra. Hann hafði það hlutverk að koma okkur á réttum tíma á hina fjölmörgu fundi, sem maður átti að sækja. Það var gott að ræða við Þorvald um ýmis vandamál borgarinnar. Hann var einn traustasti sjálfstæðismaður, sem ég hefi kynnst, með mótaðar skoð- anir án þess að vera þröngsýnn og kunni að meta skoðanir annarra.“ Og í annarri minningargrein í Morgunblaðinu eftir Elsu Ambergsdóttir segir meðal annars: „Þorvaldur var vel gefinn maður, mjög fróður og víðlesinn, afburða minnugur og ekki vafðist ættffæðin fyrir honum. Sjálfstæðismaður var hann, oft hringdi hann og vildi þá tala við manninn minn um það sem á honum hvíldi í pólitíkinni, í síðustu ferðinni til hans sagðist hann hafa unnið fyrir flokkinn í um 50 ár.“ Tenging Þorvaldar við Sjálfstæðisflokkinn hlýtur líka að vera atriði, Geir Hallgrímsson heitinn og Davíð Oddsson nátengdir þessu máli með fleiri Sjálfstæðismönnum. Samt segir lögmaður borgarinnar í vöm sinni til Hæstaréttar eftir að allar þessar upplýsingar lágu fyrir: „Þorvaldur er hlutlaust áreiðanlegt vimi.“ Ég tel að tenging Þorvaldar komi vel fram í málskjölum en ekki Guð- mundar Steinar Alffeðssonar. Lögmaður borgarinnar gerir að máli hversu áreiðanlegur Guðmundur Steinar sé, segir í vöm sinni: „Þeir sem þekkja til Guðmundar St. Alffeðssonar vita að hann er mjög áreiðanlegt vitni.“ Hér tel ég lögmann borgarinnar vera að höfða beint til dómara hæstaréttar sem jafnvel þekkja jafnvel Guðmund Steinar sem er lögffæði prófessor. Allan V. Magnússon segir í dómnum meðal annars: „Þegar litið er til 15. febrúar næstkomandi. gagna þeirra sem lögð hafa verið fyrir dóminn, einkum afdráttarlauss ffam- burðar Guðmundar Alffeðssonar.....“ Guðmundur er einkasonur hjónanna Guðrúnar Ámadóttur og Alffeðs Guðmundssonar, þau bæði látin. Að halda því ffam að líf foreldra hans hafi snúist um Kjarval em engar ýkjur. Guð- mundur er settur i þá erfiðu stöðu að þurfa að veija heiður foður síns. Hér á eftir raða ég saman heimildum úr ýmsum áttum til þess að sýna tengingu Guðmundar við Kjarval. Meira til sem ég sleppi vegna plássleysis. Ég tek ffam að þetta em allt opinberar upplýsingar, ekkert frá Guðmundi sjálfúm, en hann hlýtur að hafa hafsjó ffóðleiks ffá foreldram sínum um Kjarval og samband hans við fjölskyldu Guðmundar. Ur afmælisgrein sumarið 1968 í Morgunblaðinu eftir Ragnars Jónsson i Smára á fimmtugsafmæli Alfreðs Guðmundssonar, foður Guðmundar: „Áratuga náin vinátta og samstarf við meistara Jóhannes Kjarval hlýtur að skilja eflir í sál hvers manns varanleg spor.“ Og seinna úr sömu grein: „Við Alffeð Guðmundsson höfúm í fjöldamörg ár unnið saman, aðallega í sambandi við Kjarvalssýningar. Ást hans á meistaranum og list hans er svo rótgróinn og óeigingjöm, að við vinir þeirra hljótum að láta í ljós þakklæti og aðdáun“. Guðmundur Steinar Alffeðsson skrifar sjálfur í Morgunblaðið 22. desember sama ár, þá rétt undir tvítugu: „Lífið er terpentína" segir Kjar- val. Lífið er músík sagði Jóhann Sigurjónsson. Lífið er ökonomia sagði Einar Benediktsson. Þessar og aðrar ekki síður merkilegar lífskoðanir koma ffam í Kjarvalskveri, sem Helgafell gaf út 18. desember og geymir 6 viðtöl Matthíasar Johannesens við Jóhannes Sveinsson Kjarval. Mér fannst gaman að lesa þessa bók. Yfir henni er léttur og hressilegur blær skemmtilegrar og umffam allt sannrar ffásagnar." Margar ljósmyndir eftir Guðmund i þessari bók, honum skiljanlega mál að hún seldist. Bókin varð svo metsölubók þessi jól og ekki vegna ljósmynda Guðmundar eða skrifa Matthíasar heldur vegna þess að hún var um Kjarval. Árið 1996 þegar Alffeð Guðmundsson lést, skrifaði Guðmundur (Jaki) Guðmundsson minningargrein og hafði margt gott um hann að segja en Al- ffeð tengdist verkalýðsfélaginu Dagsbrún. Ur greininni: „Síðasta áratuginn áðurenhannhættistörfúmvarhannforstöðumaðurKjarvalsstaða.Hannsetti mikinn metnað í það starf sitt enda hafði hann gott vit á myndlist og var sjálf- ur mikill vinur meistara Kjarvals og meistarinn tíður gestur á heimili hans.“ Úr minningargrein um Alffeð Guðmundsson eftir Braga Ásgeirsson list- málara og listgagnrýnanda: „Alfreð var jafnffamt einn af þeim fáu sem máttu horfa á Kjarval að störfúm, en það er viðbmgðið hve mörgum góð- um máluram hefúr verið illa við áhorfendur og minnast má er Michae- langelo rak Júlíus 11. páfa á dyr er hinn hávelbomi leit inn í Síxtínsku kapelluna. Á þann veg vom þeirra samskipti lengstum og segja má að Alfreð hafi verið þar sem Kjarval var og Kjarval verið þar sem Alffeð var og átti það einkum við um síðustu árin og enginn hugsaði jafn vel um hann í langvinnum veikindum. Meistarinn óttaðist mjög að deyja í myrkri og honum varð að ósk sinni að skilja við er birtugjafi allífsins lék um sjúkrabeðinn, þar sem Alffeð vinur hans sat og hélt í hönd hans.“ Úr ffásögn Guðmundar sjálfs í nýjustu Kjarvalsbókinni, bls. 561: „Fleiri bera mál í hvað Jóhannes hafi verið barngóður, tildæmis Guðmundur Alfreðsson, sonur forstöðumannsins á Kjarvalsstöðum, Alfreðs Guðmundssonar. Guðmundur minnist þess með þakklæti hvernig Jóhannes skreytti mvndirnar hans þegar hann var lítill strák- ur og svo merktu þeir myndirnar saman.“ Úr bókinni „Kjarvalskver“ frá 1968 eftir Matthías Jóhannessen bls. 80: „Nokkmm dögum áður hitti ég Kjarval og Alferð Guðmundsson í Listamannaskálanum. Alffeð er fast- ur aðdáandi meistarans. Hann vinnur hjá bænum. Á sama hátt og Eggert Stefánsson er eini maðurinn, sem komst upp með að lifa á föðurlandsást, þannig hefúr Alfreð fengið að lifa óáreittur fyrir list Kjarvals." Á bls. 81: ,J>ú ert heiðursgestur í bænum“ hafði Alffeð sagt. „Heiðursgestur," sagði Kjarval,, ja, það er nú svo. Ég var heiðursgestur i bænum, en hver átti þá að borga, svo ég fór út í landsímahús og borgaði þar.“ „Ég vil fá kvittun fyrir því að þetta sé borgað,“ sagði ég. En það var ekki við það komandi. Enga kvittun sögðu þeir. Og nú veit engin lengur hver á að borga hvað. „Það getur orðið dýrkeypt þetta með heiðursgestinn góði?“ Alfreð klóraði sér í hvirflinum og sagði: „sendu bara alla reikninga til mín.“ „Ja það er nú svo,“ sagði Kjarval. „Ég gat mérþess til að þetta i landsímahúsinu væri eitthvað sérstakt form fyrir yfirheyrslu, en ég skil það ekki.“ Úr ævisögu Indriða G. Þorsteinssonar um Kjarval bls. 275: ,Árið áður (1961) hafði Kjarval fengið nýja vinnustofú. Hún var á efri hæð Blikk- smiðju Breiðfjörðs í Sigtúni 7 í Reykjavík. Þar hafði hann næga fjarlægð fyrir stórar myndir, enda var húsnæðið stærðar salur. í þessum geimi svaf hann í vegavinnurúmi, sem hann kvaðst hafa fúndið á heiði, víst Holta- vörðuheiði, og lét setja hjól undir það af því að hann vildi geta breytt um svefnstað í salnum. „Það var margt á hjólum heima hjá honum," sagði kunnugur maður, enda þurfti hann off að færa til og breyta. Það mun hafa verið Ragnar í Smára sem útvegaði honum húsnæðið. Þama bjó Kjarval meðan vinnuþrekið entist. Einn af þeim sem hjálpuðu honum að flytja var Alfreð Guðmundsson forstöðumaður Kjarvalsstaða. Þeir höfðu þekkst ffá því á árinu 1936. Fyrst kynntust þeir í Austurstræti, þessum almannavett- vangi, þar sem Kjarval var eins og ókrýndur konungur þær stundir sem hann kaus að eyða tíma í borginni og gefa sig á tal við vegfarendur. Alfreð vann þá í Nýja bíói, skammt ffá höfúðstöðvum Kjarvals, og hann fékk strax áhuga á að skoða málverk hjá honum. Stundum fór Kjarval í kvikmynda- hús. Hann þekkti báða bíóstjóranna vel, þá Bjama Jónsson frá Galtafelli og Guðmund Jensson og brá fyrir sig spaugi við þá eins og aðra. Kjarval hafði gaman af tónlistarmyndum, - söngva- og dansmyndum, - en varð að una því eins og aðrir að sjá þær í svart-hvitu. Kunningsskapur Alfreðs og Kjarvals óx stöðugt á þessum ámm, og eftir að Alfreð giftist Guðrúnu Ámadóttur árið 1946 mátti segja að Kjarval yrði heimilisvinur þeirra. Á þessum ámm eignaðist Alffeð enga mynd eftir Kjarval, enda leyfði kaupið ekki slíkt. En hann byrjaði snemma á því að senda Alfreð með myndir til kaupenda og gerði hann þannig innvígðan í starf sitt. Og hann lofaði Alfreð að horfa á sig vinna sem var mjög sjaldgæft. Það var upp í risinu í Austurstræti 12. Kjarval vann óheyrilega langan vinnudag, langt fram á kvöld og á öllum tímum sólarhringsins. Alffeð vann hjá Vinnumiðlunarskrifstofúnni til klukkan fimm siðdegis og svo í bíóinu á kvöldin. Samt var nógur tími til að hlaupa erinda fyrir Kjarval. Þeir fóm oft í bílferðir og mörg vom þau skiptin sem Alfreð ók honum til Þingvalla. Þar þótti Kjarval alltaf gaman að koma, einnig að aka meðffam höfninni í Reykjavík þegar farið í stystu ferðir. Helst vildi Kjarval vera á ferli við höfnina i ljósaskiptunum. Þá horfði hann mikið í kringum sig og þekkti hvert einasta skip. Væm þeir svo heppnir að vera þar þegar skip vom að koma þekkti Kjar- val þau strax og talaði fagmannlega um hvert og eitt þeirra. Og á sumrin var hann að benda ungu hjónunum á skýin og þær myndir sem hann las úr þeim, bæði andlit og dýr. „Maður sá landið allt öðmvísi þegar maður var með honum," sagði Alffeð. Hann for með okkur að vaða mýrar á Mosfells- heiðinni á heitum og bjöitum sumardögum. Þá fór hann úr sokkunum og óð berfættur um mýramar. Það fannst honum gott og hann var úthvíldur á eftir.“ Oftast vom þau hjónin með nesti í þessum ferðum og þau neyttu þess undir berum himni öll þijú. Þá komst Kjarval í hátíðarskap. Alffeð átti sendiferðabíl og þar var hægt að flytja dótið þegar Kjarval vildi mála. Off var farið í gönguferðir um þjóðgarðinn, komið í Skógarkot eða gengið nið- ur í Rauðukussunes. Þar málaði hann stórkostlega fallegar myndir. Mjög AUGLÝSING misjafht hvað hann var lengi með hvert verk. Stundum fór hann aftur og aftur á sama staðinn og vann að auki við þær myndir heima sem hann var að mála á þessum stöðum. Guðrún sagði: „Stundum kom hann og sagði: „Ég verð í Grafningnum, þið vitið hvar. Má bjóða ykkur? Þið megið koma ef þið viljið." Þá var gaman að fara með heitt kaffi eða kakó, flatkökur og eitthvað annað sem til var. Hann var að mála þegar við komum og tala við fúglana. Þeir hreyfðu sig ekki, heldur vora á vappi í kringum hann. Við höfðum líka hljótt um okkur, biðum bara þangað til hann gerði hlé á vinnu sinni. Hann vissi að við vomm komin og svo varð það ekki meira. Hann kom bara þegar hann var til.“ Oft fór Kjarval heim til þeirra hjóna til að fá sér að borða. En hann leit inn þegar það hentaði honum sjálfúm. Og þá var Guðrún tilbúin með mat handa honum. Kjarval var óvenjulega samvisku- samur og vildi ekki valda óþægindum eða ónæði. Því má vel vera að hann hafi meira vanið komur sínar á heimili Alffeðs og Guðrúnar vegna þess að hann mátti koma þegar hann vildi. Hann var ekkert bundinn við ákveðna tíma. „Það var ffáleitt að hætta í miðri mynd til þess að fá sér að borða. Þannig kom hann ekki klukkan sjö heldur tíu eða ellefú,“ sagði Alffeð. Helst vildi Kjarval íslenskan mat, enda þekktur að því að vilja soðningu eða saltfisk á finustu veitingahúsum. Saltkjöt og baunir og siginn fiskur þótti honum góður.“ „Og sveskjugrautur með ijómablandi var algjört æði,“ sagði Guðrún. Þau hjónin sögðu að kynnin við Kjarval hefðu gjörbreytt lífi þeirra. Þau fengu sérstakan áhuga á bókmenntum og málaralist vegna áhrifa ffá honum, ekki síst málaralistinni. Mannvirðingar höfðu engin áhrif á Kjar- val. Hann valdi sér ekki endilega vini úr hópi heldri manna. „Og hann átti marga ágæta vini,“ sagði Alfreð „menn á borð við Jón Þorsteinsson og Guðbrand Magnússon. Jón reyndist honum alveg ftábærilega vel. Kjarval eins og flokkaði viss verkefni fyrir hvem. Sýningar hans, málverkasalan og málverkið sem slíkt var orðið mikið fyrirtæki síðustu árin. Og oft var það að fyrir jólin lét hann mig hafa bunka af umslögum með peningum sem ég bar síðan í hús. Hann vildi ekki vera með í ferðum. Svo gaf hann fjölmörgum málverk og myndir. Enginn vissi neitt um það fyrirfram og ekki þýddi neitt að breyta því, og honum var heldur ekki haggað þótt einhver kæmi og byði stórfé í málverk sem hann var búinn að ákveða að gefa. Hins vegar gat hann verið ákveðinn með verð ef einhver vildi borga minna en hann vildi fá fyrir málverk. Hann tók frekar þann kostinn að gefa myndina." Honum fannst gamli íslenski maturinn góður og færi fólk að tala um að það þyldi illa hákarlslykt kunni hann ráð við því: þú átt bara að geyma hákarlinn inni í fataskápnum. Stundum hringdi hann í Guðrúnu og spurði: „Hvað er nokkuð i ískápnum hjá þér núna?“ „honum þótti mjög gaman að vera í eldhúsinu þegar verið var að vinna þar,“ sagði Guðrún. „Settu nú sykur og kanel út á þetta,“ sagði hann. „Kjarval notaði sykur og kanel út á margan mat. Það þótti honum gott.“ Á ferðalögum hafði hann fyrir sið að syngja, enda hafði hann mjög góða, djúpa og þýða, og lék auk þess á píanó við einstök tækifæri, en oftast spjallaði hann um heima og geima við hjónin höfðum það á tilfinningunni að hann langaði mest til þess að skrifa og yrkja. „Hann var feikiskemmtilegur og gamansamur," sagði Alfreð „og hann var alltaf að koma með nýjar hugmyndir. Maður vissi aldrei á hveiju gat verið von frá honum. Hann er með gáfúðustu mönnum sem ég hef kynnst.“ Úr sömu bók, bls. 289 öðm hefti: „Átroðningurinn sem Kjarval varð fyrir óxjafnt og þétt eftir að hann flutti inn í Blikksmiðju Breiðfjörðs. Hann hafði ama af þessum átroðningi. Stundum vom á ferli sömu gestir og sótt höfðu til hans í Austurstræti 12. Þeir komu til hans og heimtuðu brennivín, en hann tók jafnan af skarið og sagði: Hér inni er ekkert vín. Það sagði hann satt, en í kassa fram á stigapalli geymdi hann áfengi sem margir urðu til að senda honum í þakklætis og vináttuskyni. Teppi var ofan á kassanum og sátu hinir þorstlátu á þessum kassa og biðu áheymar. En eitt sinn kom neisti í kassann svo kviknaði í honum. Alfreð Guðmundsson og Guðrún kona hans urðu vör við ferðir slökkviliðsins niður að Breiðfjörðsverksmiðju og ótmðust um að eitthvað kynni að vera að hjá Kjarval. Þau vissu að hann var ekki heima svo þau óttuðust ekki um hann sjálfan. Þau þusm niður í miðbæ til að reyna að finna hann og láta hann vita. Það gekk fljótt fyrir sig að ná fundum hans og fóm þau með honum inn eftir. Hafði komist neisti í brenni- vínskassann, en þilið bak við sviðnað. Auk þess fylltist vinnustofan af reyk. Af þeim verðmæmm sem þama skemmdust einungis nokkrar teikningar og var Guðrún í vikutíma að hreinsa til hjá Kjarval. Varð hún að fara varlega að öllu, taka lítinn blett fyrir í einu og passa að láta allt á sama stað aftur. Þessi bmni varð fimmtudaginn 19. febrúar 1967.“ Einnig má nefna að mikill bmni var snemma ársl968 í Lækjargötunni þar sem listaverk eftir Kjarval og aðra listmálara glömðust. Mín skoðun að munir Kjarvals vom keyrðir leynilega í geymslur Reykjavíkurborgar kannski hræðsla um að þeir glömðust, brennuvargur á ferð sem fólki stóð ógn af. Skrifað um hann í Morgunblaðinu, jafnvel í leiðara blaðsins. Á bak- síðu Morgunblaðsins 6. október 1968 var þessi frétt: „BRENNUVARGUR Á FERÐ í BORGINNl? Tvær meintar íkveikjur í nótt -fimmta skipti sem gmnur leikur á íkveikju á skömmum tíma. SLÖKKVILIÐIÐ var tvívegis kallað út í fyrrinótt vegna eldsvoða og benda verksummerki til þess að í báðum tilfellum hafi verið um íkveikju að ræða. Er engu líkara en brennu- vargur sé á ferð í borginni, því að þetta er í fimmta skipti á skömmum tíma sem verksummerki á brunastað benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Má þar nefna að eldsvoða í Bjamarborg á Hverfisgötu í verlzunar- húsnæði á Silla og Valda á Laugavegi 43 og fyrr í haust í Timburverzlun Áma Jónssonar." Örfáum dögum seinna var byijað að flytja munina og listaverkin úr vinnustofa afa, kassar innsiglaðir og skrifað „Kjarvalsmunir" í lista sem var gerður. Hvergi í þeim skjölum var minnst á að þetta væri gjöf eða eign borgarinnar. Hvort að óttinn við þennan brennuvarg var ástæðan veit ég ekki en litið um aðrar skýringar, nema að í skýrslu gerðri um þetta leiti af menntamálaráðuneytinu er sagt að afi sé að missa húsnæðið í Sigtúni og brýnt að gera eitthvað í þvi. Margir vissu af ævistarfi afa á vinnustofúnni og sáu sem hlut af menningararfi þjóðarinnar, ægileg tilhugsun að þetta gæti glatast. Svo var líka að ágangurinn á afa var orðinn það mikill í Sigtúninu að til vandræða horfði, lýður sem sótti að honum til þess að sníkja pening. Ég tel að þegar Geir Hallgrímsson sagði við móður mína þetta haust að þetta væri til varðveislu, hafi hann aðeins meint til varðveislu, ekki að vísa til lagakróka. Staðhæfing borgarlögmanns um að Geir hafi talað við móður mína sem lögmaður og þess vegna „til varðveislu" þýtt „til eignar" fárán- leg. Fullyrðingar um að afi hefði gefið þessa muni komu svo ámm seinna, aldrei neitt til frá Kjarval sjálfúm. Eina meinta samtímaheimildin um gjöf er dagbók Guðmundar Alfreðssonar sem kom fram meira en áratug seinna og á sama tíma og faðir hans skrifaði yfirlýsingu um að þetta hefði verið gjöf, þá vegna byijunar á málaferlum fyrir hönd fjölskyldu minnar haustið 1982. Þau málaferli lognuðust svo út af vegna saknæms atferlis að mínu mati, meðal annars hótunar í garð móður minnar. Afi var hættur að búa í vinnustofúnni haustið 1968 og hélt til á Hótel Borg. Hann var svo lagður inn á geðdeild Landspítalans nokkram vikum eftir fluminginn á mununum eða 28. janúar vegna þess að hann var hreinlega búinn að missa vitið (sjúkraskýrslur hans á www.kjarval.blogspot.com). Það em fleiri heimildir um samskipti Kjarvals við fjölskyldu Guðmund- ar en ég læt þetta nægja. Allir hljóta að skilja að það er út í hött að byggja á Guðmundi sem vitni i þessu máli, ekki rétt gagnvart honum né íslensku réttarkerfi. En það var gert og eina skýringin í mínum huga spilling. Ingimundur Kjarval.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.