Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2008, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2008 Sport DV Manchester United slátraöi Newcastle með því aö skora sex mörk í síðari hálfleik og ljóst er aö Sam Allardyce var ekki rót vandans hjá New- castle heldur leikmennirnir sjálfir. 1-0 Cristiano Ronaldo fagnar fyrsta marki sínu í leiknum. Manchester United tók á móti Newcastle sem var stjóralaust en Sam Allardyce var látinn taka pok- ann sinn í vikunni sem leið og ljóst er að það gerði ekki gæfumuninn gegn United. Leikmenn Manchester Un- ited fengu urmul færa í fyrri hálfleik og var Wayne Rooney oft í dauðafæri en virtist fyrirmunað að skora. Mi- chael Owen skoraði fullkomlega lög- legt mark sem var þó dæmt af vegna rangstöðu. Leikmenn Manchest- er United vildu fá tvær vítaspyrnur með stuttu millibili í fyrri hálfleik, fyrst var brotið á Cristiano Ronaldo og svo sópaði Aian Smith fyrrverandi liðsfélaga sínum Ryan Giggs niður en Rob Styles var ekki á sama máli. Leikmenn Newcastle náðu að halda hreinu í fyrri hálfleik og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búnings- herbergja. Flugeldasýning í seinni hálfleik Leikmenn United voru staðráðnir í því að ná toppsætinu eftir að Arsen- al mistókst að leggja Birmingham og sýningin byrjaði þegar fjórar mínútur Í8K Ronaldo49.70.88.,,Tevez55. /,A 90, Ferdinand 85. 0«U 54% MEÐ BOLTANN 46% MAN.UTD SKOTAÐ MARKI SKOTÁMARK RANGSTÖÐUR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GULSPJÖLD RAUÐ SPJÖLD ÁHORFENDUR: 75.965 mm* Van der Sar, O'Shea, Ferdinand, Vidic Evra (Simpson 67), Ronaldo, Carrick, Anderson (Fletcher 72), Giggs (Nani 72), Rooney.Tevez. Given, Carr, Taylor, Cacapa, Jose Enrique, Milner (Viduka 64), Smith, Butt,N'Zogbia, Duff, Ovven (Rozehnal 82). MAÐUR LEIKSINS Ronaldo, Man. IJnited voru búnar af síðari hálfleik. Cristi- ano Ronaldo tók aukaspyrnu fyrir utan teig og setti boltann undir vegg- inn og sá Shay Given boltann seint og náði ekki að koma í veg fyrir að Ron- aldo næði að skora. Annað markið var það slysalegasta í leiknum, Shay Given ædaði að hreinsa frá marki en TENNIS í VETUR Ennþá eru lausir nokkrir vikulegir tímar! Q) Morgun- og hádegistímar í boði og nokkrir aðrir tímar enn lausir. Ql Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að hefjast. 10 tíma námskeið kostar 17.900 kr. Aðeins fjórir á hverju námskeiði. Spaðar og boltar á staðnum. Q) Tennis er skemmtileg hreyfing. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 og á www.tennishöllin.is wm l/TENNISHÖLLIN Dalsmári 13IKópavogi varð fyrir því óhappi að skjóta í Ca- capa og áttaði Ryan Giggs sig á stöðu mála, náði boltanum og renndi hon- um fyrir markið þar sem Carlos Te- vez var og átti ekki í vandræðum með að renna knettinum í netið. Cristia- no Ronaldo skoraði svo þriðja mark leiksins þegar tuttugu mínútur voru eftir, Carlos Tevez sendi inn fyrir vörn Newcasde þar sem Cristíano Ron- aldo kom á harðaspretti og tók vel á móti boltanum og setti hann fram- hjá Given í marki Newcastíe. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum skoraði Rio Ferdinand frábært mark þegar Wayne Rooney sendi inn fyrir vörn Newcastíe þar sem Ferdinand tók boltann á lofti og skoraði. Cristi- ano Ronaldo fullkomnaði svo þrenn- una þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum þegar hann lék á einn varn- armann Newcastíe og renndi bolt- anum í netið með viðkomu í varn- armanni. Carlos Tevez svo síðasta naglinn í kistu Newcastie þegar ein mínúta var komin fram yfir venju- legan leiktíma en ekki voru allir sam- mála því að knötturinn hefði farið yfir línuna og var Alan Smith manna reiðastur og fékk að líta rauða spjald- ið fyrir tuð. Newcastle í molum Ljóst er að lið Newcastíe er gjör- samlega í molum, miðja liðsins er arfaslök með framherjann Alan Smith, kantmanninn símeidda Dam- ien Duff og Nicky Butt sem er kom- inn til ára sinna. Michael Owen var einmana uppi á toppi liðsins og þarf eitthvað stórt að gerast til að liðið muni ná að bjarga andlitinu á þess- ari leiktíð. Sam Allardyce sem var rekinn í vikunni naut aldrei trausts til að gera sína hluti með liðið og náði ekki að koma sínum hugmyndum að. Luis Nani leikmaður Manchest- er United leit vel út þegar hann kom inn á og er það kannski lýsandi fyrir vandann hjá Newcastie. Fyrsta þrennan hjá Ronaldo Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester Unit- ed og var að vonum glaður í leikslok. „Þetta er sérstakur dagur fyrir mig, ég er mjög ánægður með að vinna leikinn og fara á topp deildarinnar, það er það sem er mikilvægast. Það er alltaf mikilvægt að skora mörk til að hjálpa liðinu, ég er mjög stoltur og glaður. Það er frábært að skora þrennu en ég væri glaður ef ég myndi skora tvö íhverjum leik. Efvið spilum eins og við spiluðum í síðari hálfleik er ég viss um að við munum enda sem besta liðið," sagði Ronaldo. Sir AlexFerguson stjóriUnited var ánægður með sína menn. „Við feng- um of mörg færi í fyrri hálfleik þar sem við ætiuðum að labba með bolt- ann í netið en síðari hálfleikurinn var stórkostlegur, alveg frábær, og það gekk allt upp. Ronaldo hefur áður verið nálægt því að skora þrennu áður en hann fullkomnaði frammi- stöðu sína núna," sagði Ferguson. Nigel Pearson sem stýrði liðinu í leiknum vildi ekki afsaka sína menn eftir leikinn. „Ég ætía ekki að afsaka neitt, það er best fyrir liðið að þetta verði leyst eins fljótt og hægt er. Það er ekki mitt að tala um hvað er að en þetta verður vonandi leyst eins fljótt og hægt er. Hvernig þetta fór í dag hefur sært fólkið, stoltið hjá öllum þeim sem koma að félaginu er sært," sagði Pearson. HSJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.