Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2008 Siðasten ekkisist DV BÓKSTAFlega „Hins vegar er Ómar gall- aður sem blogg- ari. Hann skrifar of langar greinar á vef- inn eins og pólitíkusum hættir til. Og hann skrifar fyrirsagnir með upphafs- stöfum eins og hann vilji garga á okkur." ■ Jónas Kristjánsson ritstjóri um Ómar Ragnarsson stjórnmálamann. „Égvar rifinn í eitthvert lyfjapróf beint eft- ir leikinn, settur inn í eitthvert herbergi að míga. Skepnur. Þeir velja réttu leikina til að athuga þetta." ■ Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, í DV eftir bikarleikinn gegn WBA. „Ég kyssti hnéð til að ágna að iað hefði íaldið út." ■ Ragna Ingólfs- dóttir kyssti hnéð á sér eftir að hafa unnið fslandsmótið I badminton. „Við vorum að spila ágæt- isvörn, ekkert frábæra en nægilega góða." ■ Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari (R, eftir sigurinn gegn Keflavík. „Nú tek- ur við að { 1* réttasig \ - Æ afínám- r inuoglifa aðeins." ■ Birkir Blær Ingólfsson, ræðumaður íslands, í DV. En Birkir hefur lítið annað gert undanfarið en að skrifa og flytja ræður. „Það er eíns og verið sé að bíða eftir að eitthvað alvarlegt gerist til að lög- unum verði breytt." ■ Hallgrímur Agnarsson, eigandi Öryggisgæslunnar, í DV. En eftir atburði helgarinnar telur Hallgrlmur það nauðsynlegt að öryggisverðir fái að vopnast. „Fariði nú að vinna." ■ Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra í léttum tóni við vörubllstjóra f gær sem mót- mæltu í miðborginni. „Sjálfur mundi ég stinga upp á því að setja Jtessar flaugar upp í Fljótshlíðinni, en þar bjuggu miklir kappar fyrr á tímum og áttu góð vopn, samanber atgeir Gunnars á Hlíðarenda." ■ Þráinn Bertelsson á bloggi sfnu. Óborganlegt gaman. EKKIFUNDIÐGÖNGIN ÍSNÆFELLSJÖKLI Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er í hópi vísinda- manna sem gerðu merkilega uppgötvun á dögunum þegar þeir fundu eldstöð á 1.500 metra dýpi á Reykjaneshrygg. Hver er maðurinn? „Ármann heitir hann Höskulds- son." Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á viðfangsefninu." Hvar ólst þú upp? „í Smáíbúðahverfinu í Reykja- vík. Það var mjög íjörugt. Þetta var krakkahverfi þess tíma. Á sumrin var maður svo alltaf í sveitinni." Hefur þú búið erlendis? „Já, ansi víða, til dæmis í Frakk- landi, Englandi, Mexíkó, Chile, ftalíu, Japan og á hinni frönsku Réunion- eyju. Ég hef skoðað eldfjöll á öllum þessum stöðum, allt frá nokkrum mánuðum og upp í ár. Chile stend- ur upp úr af þessum stöðum. Alveg dýrðlegur staður." Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Hreindýr, alveg klárt. Ég hef ver- ið svo lánsamur að skjóta þau stund- um sjálfur." Hver er uppáhaldsbókin þín? „Leyndardómar Snæfellsjök- uls (A Journey to the Center of the Earth) eftir Jules Vernes. Þegar mað- ur var kríli las maður allar bækurn- ar hans. Þessi situr efst í minninu þar sem maður er alltaf að fást við eldfjöll. Ég er hins vegar ekld búinn að finna þessi göng ennþá. Annars er ég að lesa Rokland eftir Hallgrím Helgason núna og hún er ágæt. Það er alltaf gaman að lesa menn sem hafa svona góð tök á íslensku eins og Hallgrímur." Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? „Þú segir noldcuð, það er svo erf- ittt að meta það. Ein í minningunni frá því í eldgamla daga er langbesta grínmynd sem ég hef séð - hún var sænsk ég held að hún hafi heitið Slut med ryge eða eitthvað þannig. Svo hef ég haft sérstaklega gaman af Woody AJlen í seinni tíð. Ég hafði minna gaman af honum í gamla daga þegar hann var að veltast um í risastórum blöðrum og brjóstahöld- urum." Eru miklar líkur á eldgosi í þessari eldstöð sem þið funduð? „Það er hægt að svara því bæði með já og nei. Einhvers staðar á hryggnum er alltaf gos. En það er mjög ólíklegt að við komum nokk- urn tímann til með að finna fýrir því." Alveg viss um að almenningur sé ekki í hættu? „Klárlega. Þetta er svo langt í burtu, lengst úti í sjó og á kafi í vatni." En er möguleiki á að það fæðist önnur Surtsey? „Ekki þarna, nei." Er hægt að segja að þetta sé ein MAÐUR DAGSINS merkasta uppgötvun fslandssög- unnar á þessu fræðasviði? „Ég myndi ekki taka svo djúpt í árinni, en þetta er merkilegt. Það er líka skemmtilegra orðalag heldur en að vera í efsta stigi." Sérð þú fram á að þessi uppgötv- un eigi eftir að gera þig frægan? „Nei, nei, alls ekki. Þetta er bara hógvær, lítil uppgötvun sem kem- ur til með að verða fjallað um inn- an míns fræðasviðs. Ég verð ekkert frægari fyrir það." SAVDKOKX ■ Skúli Ármannsson boxari berst sinn fyrsta bardaga í undankeppninni fyrir Ólymp- íuleikana í dag. Skúli er staddur í Grikklandi þar sem hann reynir öðru sinni að vinna sér sæti á leikunum. Hans fyrsti andstæðingur er frá Svartfjallalandi en Skúli tapaði fyrir keppanda frá Lettlandi þegar hann reyndi fyrir sér á Ítalíu. Um útslátt- arkeppni er að ræða og þarf Skúli því að leggja Svart- fellinginn að velli til að eiga möguleika á sæti á leikunum. ■ Meira af hnefaleikum. f föstudagsblaði Fréttablaðs- ins var viðtal við leikarann Ólaf Darra Ólafsson. Sá þarf að létta sig um 30 kg fyrir hlut- verk í kvik- myndinni Roklandi. Ólafur er nú þegar búinn að skafa af sér tíu kvikindi, en það gerir hann með hjálp Vilhjálms Hernandez í Hnefaleika- stöðinni, sem er einmitt sami staður og Skúli æfir á. Hefur Skúli sagt að helsta vanda- mál sitt á íslandi sé skortur á æfingafélögum. En ef Ólafur Darri nær hæfni með hnefun- um er ljóst að þar er kominn andstæðingur, sem er alla- vega nægilega þungur fyrir Skúla. ■ Þau hjá bókaforlaginu Bjarti eru þekkt fyrir að taka lífinu létt. Uppdiktaður starfsmað- ur Bjarts, Ásta S. Guðbjarts- dóttir, er líklega eitt þekktasta dæmið um þennan léttleika en Ásta er skráð fyrir mörgum þeirra bókarkápa sem gerðar eru hjá forlaginu. Á dögunum gaf Bjartur út bókina Strákur- inn í röndóttu náttfötunum og er Ásta einu sinni sem oftar skráð fyrir kápuhönn- uninni. Nú bregður hins vegar svo við að hún er titl- uð „seni- ora" Ásta, hvað svo sem það segir okkur um hvað á daga þessarar huldukonu forlags- ins hefur drifið upp á síð- kastið. André Bachmann, tónlistarmaöur og útgefandi, hefur selt 5.000 eintök af plötu sinni: Syngjandi strætóbílstjóri „Ég myndi lýsa þessum lögum sem minningarbrotum mínum í gegnum ævina," segir tónlistarmað- urinn, útgefandinn og strætóbíl- stjórinn André Bachmann um plöt- una sína Með kærri kveðju sem kom út um áramótin. „Platan hef- ur gengið nokkuð vel og selst í 5.000 eintökum," en plata André er fáan- leg í öllum Olísverslunum um þess- ar mundir. André hefur unnið mikið við út- gáfu í gegnum tíðina og aðstoðað hin ýmsu líknarfélög svo sem Sjálfs- björgu, Barnaspítala Hringsins og Styrktarfélag vangefinna við að gefa út hljómplötur. „Það var svo Árni heitinn Scheving sem fékk mig til að gefa út plötuna og hvatti mig til þess," en Árni leikur á bassa á plöt- unni. André segir Árna hafa hjálpað sér að velja lögin á plötuna en þau koma úr öllum áttum. „Þetta er svona rómantísk kokteilmúsík," seg- ir André um tónlistina á plötunni. „Það vantar alla rómantík í tónlist orðið. Það eru allir svo stressaðir og spenntir," en André segir tónlistina á plötunni tilvalda ef fólk ætlar að setjast niður, fá sér eitt rauðvínsglas eða bjór og slaka á. Auk þess að gefa út plötur og syngja vinnur André einnig sem strætóbílstjóri og hefur gaman af. „Maður er alltaf á fullu úti um allt," segir André hress að lokum. André Bachmann Diskurinn fæst hjá Olís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.