Alþýðublaðið - 02.10.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1924, Blaðsíða 4
3 i RC*VI)ðlCXI!I.Í Rich’s kaffibætir er beztur alira tegunda af kaífibætl. Tarist eftirlíkingar! Munið, að á gulu umbúðunum á að standa orðið R I e h’«. Sjö landa sýn. Ferðalags frásðgn eftir Ealíbjörn Ealldórsson. 1. Formáli. Áriö 1889 gengust frakkneskir prentarar fyrir þvf fyrir milligðngu átvinnufélags slns, að félög prént- ara í Norðurálfu stofnuðu til sam- bands sín á milli, er verða akyldi grnndvöllur alþjóðasambands með- al prentara. Fyrir góðar undirtektir annara prentarafélaga varð sam- bandið stofnað sama ár á alleherj- arprentarafundi, sem haldinn var í París, sambandi þessu sett lög og skipuð forstaða. Yar það hinn fyrsti alþjóðafundur prentara, en siðan hafa þeir verið haldnir með nokk- urra ára millibili alt fram til heimsstyrjaldarinnar, en þá varð hlé á sökum fjandskapar þess, er stríðið olli milli Frakka og Þjóö- verja, en prentarar þeirra þjóða höfðu frá upphafi aðallega haft forgöngu um milliþjóðasamtök þessi meðal prentara. Éftir striðið drógu sameiginlegir hagsmunir og at- vinnuaðstaða aftur tii samneytis með prenturum þessara þjóöa, er þeir sáu hverjir um sig, að einir fengju þeir eigi staðist gegn ágangi auðvaldsins meðal atvinnurekenda prentiðnarinnar, og þrátt fyrir það, þótt enn væri eigi gróið um heilt frá ófriðarárunum, varð hinn fyrsti alþjóðafundur prentara eftir stríð haldinn við sæmilega aðsókn i Luzern í Sviss árið 1919. Var þá ákveðið að flytja skrifstofu sam- bandsins og stjórn þess til Svissar, en áður hafði það verið í Stuttgart í Pýzkalandi. Heflr skrifstofan siðan verið í Bern. Næsti alþjóðaíundur var haldinn í Vínarborg í Austur- ríki. Árið 1920 gekk Hið íslenzka p: entarafélag í Alþjóðasamband prentara. Fað gat þó eigi komið því við að taka þátt í fundinum í Vínarborg sakir fjarlægðar og annara örðugleika. En þegar ákveðið var að halda alþjóðafundinn í ár í Hamborg í Pýzkalandi, þótti mér og fleirum, sem hann myndi eigi nær okkur koma í bráð, og væri því nú annaðhvort að hrökkva eða stökkva um það, að íslenzkur prentari kæmi á slíkan fund, Bauö ég því stjórn félagsins að fara á fundinn í nafni félagsins. Tók fé- lagið þvi og veitti mér jafnframt æskilegan og þakkarverðan stuðn- ing til fararinnar. Mér finst nú, þegar ég kem heim úr för þessari, sem verið hefir mér að flestu mjög skemtileg, að ég þurfi að reyna að jafna þann mun, sem með henni hefir orðið á hlutskifti mínu og fiestra ann- ara alþýðumanna, með þvi að segja nokkuð frá því í blaöi þeirra, sem á dagana dreif á ferðalaginu, og veita þeim þannig kost á því, sem ef til vill er betra en ekki, að sjá og heyra í anda það af þvf, sem helzt hefir við mig loðað i minn- ingunni. Vitanlega verður það að sjá og heyra með mínum augum og eyrum, og má því vera, að einhverjum losendum leiðist út sýnin um þá sálarglugga. Vænti ég, að þoir umberi vegna hinna, sem kunna að hafa ánægju af, þótt hér háfi að eins verið á ferð- inni óbreyttur prentari, en ekki neinn snildar-rithöfundur, sem hafi orðsins list á valdi sínu, er hann geti töfrað lesendurna moð, svo að þeim veitist sýn fyrir sögn. Ég þarf ef til vill að skýra, hvers vegna ég kalla þessa frá- sögn >Sjö landa sýn<, og er það þá í fyrsta lagi vegna þess, að það er engin lygi, því að ef teija verður Færeyjar frá, sem voru. huldar þoku, þá má taka Skot- land i staðinn, þótt það sé venju- lega talið með Englandi. En sjö vil ég hafa séðu löndin, og mun það stafa aí því, að ég hefl (eins og einhver orðheppnasti *) rithöf- undui okkar nú, Póibergur Þórðar- 1) Ég skal straz taka þaö fram, að i þessu orði liggur i sjálfu sér ekkert lof, avo að menn hvorki fari að öfunda Þorberg né gruna mig um að draga taum hans til frægðar, Goðafoss fer héðan á morgun ki. 2 síðd. vestur og norður um land til Noregs og Kaupmannahafnar. I. O. G. T. St. Yíkingnr nr. 104. Fundor annað kvöld. — Fjölmennið! Æ. t. son skáld og málfræðingur, myndi liklega komast að orði) drepið tittlinga framan í guðspekileg fræði, en í þeim á talan >sjö< mikinn þátt. Éeim, sem kalla slíkt hind- urvitni, er treyst til að taka mér þau ekki ver upp en öðrum, því að þetta er mannlegur breyskleiki og meiniaus í tilbót. Að formála þessum loknum skal nú frásögnin hafin. Togararnir. Snorri goði fór út á fiskveiðar f ís í nótt, og Gylfi fer í dag. >HarðJaxl< Odds Sigurgeirs- sonar kom út i gær með mynd- um í tramúrlegustu listarstílam, avo sem teningsstíl, laland kom frá útlöndum í nótt. Bitstjóri og ábyrgðarmaðuri HallbjÖm Halldórsson. Prcntsm. Hallgrims Beuedikttsonar BergEtaðastneti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.