Fréttablaðið - 08.04.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.04.2016, Blaðsíða 4
stjórnsýsla Brynhildur Davíðs­ dóttir, doktor í umhverfis­ og o r ku f r æ ð u m o g p r ó f e s s o r við Háskóla Íslands, verður formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá og með aðalfundi fyrirtækisins 18. apríl næstkom­ andi. Á sama tíma gengur núverandi formaður stjórnar OR, Haraldur Flosi Tryggvason, úr stjórn OR. Í Fréttablaðinu í gær sagði að for­ mannsskiptin ættu við um Veitur ohf. sem er dótturfyrirtæki Orku­ veitunnar. Það er ekki rétt eins og fram kemur hér að framan. Sigríður Rut Júlíusdóttir hæsta­ réttarlögmaður tekur sæti Haraldar Flosa í stjórn OR. – gar Valin formaður Orkuveitunnar Cameron seldi hlut sinn í sjóðnum árið 2010 á meira en 30 þúsund pund. Brynhildur Davíðsdóttir www.apotekarinn.is - lægra verð NICOTINELL Afslátturinn gildir af:· 204 stk. pökkum· Öllum bragðtegundum · Öllum styrkleikum 15%AFSLÁTTUR Nicotinell-204-15%-5x10-apotekarinn copy.pdf 1 15/03/16 15:11 Cameron seldi hlut sinn á 30 þúsund pund. FréttaBlaðið/EPa stjórnmál David Cameron, for­ sætisráðherra Bretlands, hefur játað að hafa átt hlut í sjóð föður síns sem staðsettur var í skattaskjóli erlendis. Blairmore­sjóðurinn var stofnað­ ur af föður Camerons, Ian Cameron, á áttunda áratugnum og hjálpaði panamska lögfræðistofan Mossack Fonseca við að setja upp sjóðinn. Cameron seldi hlut sinn í sjóðn­ um árið 2010 á meira en 30 þúsund pund, fjórum mánuðum áður en hann tók við embætti forsætisráð­ herra. Sjóðurinn hefur aldrei greitt skatta í Bretlandi. Mikill þrýstingur er á Cameron og afsögn Sigmundar Davíðs Gunn­ laugssonar mun hafa sett meiri þrýsting á Cameron. – srs Cameron seldi hlut í aflandsfélagi ríkisstjórn Sigurðar inga Jóhannsonar er skipuð jafnmörgum konum og körlum. Á myndina vantar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. FréttaBlaðið/aNtoN BriNk stjórnmál Ríkisstjórn undir for­ sæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sin ar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröpp­ unum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkis­ ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarút­ vegs­ og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkis­ stjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“ Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráð­ herra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýð­ veldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannes­ sonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarand­ staðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðar­ innar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boð­ aði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórn­ arandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi. Sigmundur aftur á hliðarlínuna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kveður ríkisstjórn eftir þrjú ár sem forsætisráðherra. Lilja Dögg Alfreðs- dóttir finnur fyrir auðmýkt og tilhlökkun. Þingmaður Bjartrar framtíðar boðar gíslingu pontu Alþingis. Ég fann til mikillar ábyrgðar og auð- mýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is 8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö s t U D a G U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 F D -3 8 8 4 1 8 F D -3 7 4 8 1 8 F D -3 6 0 C 1 8 F D -3 4 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.