Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.01.2016, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.01.2016, Blaðsíða 2
2 Vaðlaheiðargöng, staða framkvæmda 21. desember 2015. Búið er að sprengja samtals 4.619 m sem er 64,1% af heildarlengd. 3.144 m Eyjafjörður Vegskáli Frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Vegagerðin veitir árlega styrki til rannsóknaverkefna, en samkvæmt vegaglögum skal a.m.k. 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar varið til rannsókna. Aðilar innan og utan Vegagerðarinnar geta sótt um fjár­ framlög til rannsóknaverkefna. Rannsóknarráð stofnunar­ innar sér um úthlutun styrkja. Hlutverk rannsókna Vegagerðarinnar er m.a. að stuðla að því að hún geti uppfyllt þau markmið sem henni eru sett á hverjum tíma sem og að afla nýrrar þekkingar á starfssviði hennar. Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra megin flokka: Mannvirki; Umferð; Umhverfi; Samfélag. Innan Vegagerðarinnar starfa þrjár fagnefndir sem eru til ráðgjafar um rannsóknir innan þessara flokka. Ein um mannvirki, önnur um umferð og sú þriðja um umhverfi og samfélag. Eins og undanfarin ár munu fagnefndirnar skilgreina, eða láta skilgreina verkefni á sínu sviði og mun hluta sjóðsins árið 2016 verða varið til slíkra verkefna. Annars eru áherslur nefndanna eins og fram kemur hér á eftir. Fagnefnd um mannvirki leggur áherslu á rannsóknir tengdar slitlögum (malarslitlögum, klæðingarslitlögum og malbiksslitlögum). Jafnframt er lögð áhersla á fram­ kvæmda eftirlit og sjávarrannsóknir (flóð, öldufarsupp lýs­ ing ar o.s.frv.). Fagnefnd um umferð leggur áherslu á umferðar­ og Styrkir til rannsóknaverkefna 2016 Frestur til að skila umsóknum rennur út 3. febrúar 2016 um ferðar öryggismál sem tengjast erlendum ferðamönnum, sem og hjólreiðum. Fagnefnd um umhverfi og samfélag leggur fram víðtæk áhersluatriði tengd báðum málaflokkum. Má þar nefna: leiðir til að draga úr losun CO2 frá umferð á landi og sjó; röskun og mengun umhverfis vegna framkvæmda og viðhalds vega­ og hafnamannvirkja; vegagerð og ferðamennska; hagfræðilegar greiningar (s.s. mat á arðsemi, verðmat og vísitölur); miðlun upplýsinga. Við skilgreiningar rannsóknaverkefna skal í upphafi áætla hverjir koma til með að nota niðurstöður úr verkefnunum og gefa þeim tækifæri á að koma að mótun verkefnisins og innleiðingu niðurstaðna ef þurfa þykir. Þá er einnig bent á að mikilvægt er að kanna heimildir um fyrri rannsóknir, sem hugsanlega hafa verið gerðar, tengdar viðkomandi umsókn um verkefnastyrk. Vegagerðin er í samstarfi við systurstofnanir sínar á Norðurlöndunum um rannsóknir. Því má gjarnan velta fyrir sér hvort verkefnahugmynd hafi norræna skírskotun, þ.e. er líklegt að það sem fjalla á um í verkefninu sé einnig áhugavert fyrir hin Norðurlöndin? Það má gjarnan koma fram í umsókninni, en ekki er gerð krafa um það. Umsækjendur þurfa að fylla út umsóknareyðublað sem finna má á vef Vegagerðarinnar (www.vegagerdin.is) undir liðnum „Beint að efninu“, sem finna má á forsíðunni, neðarlega til hægri. Frestur til að skila umsóknum rennur út á miðnætti miðvikudaginn 3. febrúar 2016. Upplýsingar um verkefni sem fá fjárveitingu verða birtar á vef Vegagerðarinnar. Hringvegur (1) á Meleyri í Breiðdal. Helgustaðavegur (954).

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.