Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.01.2016, Blaðsíða 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.01.2016, Blaðsíða 3
3 Heildarlengd ganga í bergi 7.206 m, vegskálar ekki meðtaldir. Sjá: www.vadlaheidi.is Fnjóskadalur 1.475 m Vegskáli Ráðningar í störf yfirmanna hjá Vegagerðinni 2015 Óskar Örn Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður framkvæmdadeildar í Reykjavík í stað Rögnvaldar Gunnarssonar. Hann mun hefja störf í janúar 2016. Einar Pálsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður þjónustudeildar í Reykjavík. Hann tók við af Birni Ólafs­ syni. Einar hefur gegnt starf­ inu síðan 1.júlí sl. en hann var áður deildarstjóri á sömu deild. Ingvi Árnason hefur verið ráðinn tímabundið sem svæðis stjóri Vestursvæðis í Borgarnesi frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2017 í stað Magnúsar Vals Jóhannssonar. Ingvi var áður deildarstjóri tæknideildar Vestursvæðis. Magnús Valur Jóhannsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra mann­ virkjasviðs í Reykjavík og tók hann við af Jóni Helgasyni 1. september. Magnús var áður svæðis­ stjóri Vestursvæðis í Borgarnesi Viktor Steinarsson var ráðinn sem upp lýs inga­ tækni stjóri í Reykjavík og tók hann við starf inu 1. apríl. af Gunnari Linnet. Pálmi Þór Sævarsson var ráðinn sem deildarstjóri tæknideildar Vestursvæðis í Borgarnesi í stað Ingva Árnasonar. Nýir menn tóku við nokkrum störfum yfirmanna hjá Vegagerðinni á sl. ári. Sjá yfirlitsmynd yfir svið, svæði og deildar í næstu opnu. skemmdi vegfláana. Þá féll aurskriða yfir veginn í Grænafelli á Reyðarfirði. Svo dæmi séu tekin. Umtalsverðar skemmdir urðu á Seyðisfjarðarvegi beggja megin í Fjarðarheiði, Hringvegi í Skriðdal, Skriðdalsvegi, Jökul dalsvegi í Hrafnkelsdal, Borgarfjarðarvegi um Vatns­ skarð eystra og Fljótsdalsvegi. Þá urðu einnig umtalsverðar skemmdir á Norðfjarðarvegi um Fagradal, við Eskifjörð, um Oddsskarð og líkt og nefnt hefur verið á Norðfirði, á Mjóafjarðarvegi, Helgustaðavegi og Vattarnesvegi, Suðurfjarðavegi innan við Fáskrúðsfjörð, á Hringvegi um Breiðdalsheiði, í Breiðdal og við Breiðdalsvík, Norðurdalsvegi í Breiðdal, Hringvegi í Berufirði, Álftafirði og við Hvalnes. Auk þess urðu skemmdir á heimreiðum víða á umræddum svæðum. Þá urðu einnig skemmdir á Axarvegi í Berufirði og á Hringvegi við Hornafjörð. Það er ljóst að ekki verða allar skemmdir ljósar fyrr en snjóa leysir með vorinu s.s. á Mjóafjarðarvegi og víða á fjall­ vegum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.