Kópavogsblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 2

Kópavogsblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 2
Vetrarstarf Molans hafið Vetrarstarf Molans, menning- ar- og tómstundahúss að Hábraut 2, beint á móti Salnum og Gerð- arsafni, er nýhafið Molinn tók til starfa á Kópavogsdögum sl. vor. Molinn er samkomustaður með litlu kaffihúsi, fullkomnum sal til tónleikahalds, listagalleríi og fund- araðstöðu. Nýlega stóð yfir sýning á teikningum Aldísar Davíðsdóttur í Molanum. Þetta var fyrsta sýning Aldísar en yfirskrift sýningarinnar var „One is the lonliest number“ og er viðfangsefnið fjölbreytt birting- armynd fjölskyldunnar. Sýningunni lauk 13. september sl. með því að haldið var uppboð á verkum Aldís- ar til styrktar leiklistarnámi sem hún hefur í haust við Rose Bruford í London. Vilji til að auka aðdrátt- arafl Hálsatorgs Skipulagsnefnd Kópavogs hefur samþykkt að fela bæjarskipulagi að leggja fram hugmyndir um hvernig stuðla megi að fjölbreyttari notkun á Hálsatorgi og auka aðdráttarafl torgsins. Segja má að það sé löngu tímabært að gera Hálsatorg meira aðlaðandi og auka áhuga almenn- ings að koma þangað setjast nið- ur og njóta þess að dvelja þar. Þar er hins vegar enginn gróður, engir bekkir til að setjast á og yfirleitt ekk- ert um að vera sem vekur áhuga. Það er helst þegar fyrirtæki efna til tónleika vegna opnunar eða tíma- móta og svo kemur jólasveinninn þar á aðventunni að venju. En auð- vitað vilja Kópavogsbúar þar meira líf svo þessi hluti Kópavogs standi undir þeim væntingum að vera kall- aður miðbær. Annars flyst hann einfaldlega eitthvað annað. Bæta á siðferði bæjarfulltrúa Fulltrúar Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks lögðu til á fundi bæj- arráðs nýverið að bæjarritara og gæðastjóra verði falið að vinna drög að siðareglum sem verði lögð fyrir bæjarráð til frekari úrvinnslu. Bæjarráð samþykkti tillöguna með þremur greiddum atkvæðum en felldi tillögu Guðríðar Arnardótt- ur um að málinu yrði frestað með þremur atkvæðum, en tveir gre- iddu atkvæði með henni.Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG lét bóka eftirfarandi: ,,Við fögnum við- leitni meirihlutans til að bæta vinnu- brögð og siðferði í Kópavogi, en þykir miður að kjörnir fulltrúar allra flokka komi ekki að mótun þessara reglna á fyrstu stigum. Við vísum til niðurstöðu starfshóps í Reykja- vík er undirbjó mótun siðareglna fyrir borgina. Það sé lykilatriði að siðareglur séu settar af meðlimum þess hóps sem þær ná yfir og þeir líti á sem sínar eigin. Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri benti á að afgreiðsla og fullvinnsla siðareglna verði á höndum bæjarráðsfulltrúa, sem eru kjörnir fulltrúar. Óskað byggingaleyfis að Álfhólsvegi 111 Lagt hefur verið fram erindi á fundi skipulagsnefndar þar sem gert er ráð fyrir að fjarlægja hús á lóðinni Álfhólsvegur 111 og reisa þess í stað þriggja hæða hús með 4 íbúðum auk niðurgrafinnar bílageymslu fyrir fjórar bifreiðar. Enn fremur er gert ráð fyrir vagna- geymslu og útigeymslu með sorp- geymslu sambyggðri við göngubrú sem liggur frá þaki bílageymslu að innkomupalli annarrar hæðar húss- ins. Gert er ráð fyrir tveimur íbúð- um á jarðhæð og einni íbúð á hvor- ri hæð þar fyrir ofan. Heildarstærð húss utan bílageymslu og kaldra geymslurýma á lóð verður allt að 590 m? og nýtingarhlutfall allt að 0,6. Skipulagsnefnd hefur sam- þykkt að lóðarhafi vinni deiliskipu- lagstillögu fyrir umrædda lóð og geri húsakönnun í samræmi við 23. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Fulltrúar Samfylking- arinnar ítrekuðu ósk um skriflegt álit skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs og Skipulagsstofn- unnar um lögmæti deiliskipulags – almennt á einni lóð í hverfum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti að tillag- an verði auglýst. Fulltrúar Samfylk- ingarinnar óskuðu að bókað yrði: „Í þéttbýli skal deiliskipulag að jafnaði ekki taka yfir minna svæði en götureit. Álit Skipulagsstofnun- ar sem Samfylkingin óskaði eftir staðfestir að reglugerðina ber að skilja eftir orðanna hljóðan. Fulltrú- ar Samfylkingarinnar leggjast gegn þessu máli.” Deiliskipulag án deiliskipulags! Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst sl. var lagt fram bréf Skipu- lagsstofnunar frá 4. júlí sl. en erind- ið varðar lögmæti deiliskipulags almennt á einni lóð í hverfum, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Erindið var lagt fram en umræðu frestað. Elísabet Sveinsdóttir kynningarstjóri Salarins Á fundi stjórnar Tónlistarhúss Kópavogs (Salarins) í lok ágústmán- aðar var samþykkt tillaga forstöðu- manns og starfsmannastjóra að Elísabet Sveinsdóttir, Fífuhvammi 29 verði valin í starf kynningar- stjóra Salarins. 64 umsöknir bárust. Samþykkt var tillaga tæknimanns Salarins um endurnýjun á tæknibún- aði Salarins upp á ríflega 2 milljónir króna. Rætt var um að gefa út hljóm- disk með Terem kvartettinum frá Rússlandi, en tónlist á þeim diski höfðar til barna. Áætlaður kostnað- ur við gerð disksins (2.500 eintök) er 1,5 - 2 milljónir króna. Diskurinn mun verða til sölu í Salnum, einnig verður hann boðinn grunn- og leik- skólum á höfuðborgarsvæðinu til sölu. Kynningarstjóra var falið að markaðssetja hljómdiskinn. Talið er aðkallandi að endurnýja borð og stóla í forrými Salarins en tillaga þess efnis verður lögð fyrir næsta fund. Hringtorg við Nýbýlaveg verður fært Tekist hefur sátt um breytingar á Nýbýlavegi í samræmi við tillögur bæjarráðs Kópavogs 12. júní sl. um færslu á veglínu í suður frá fjölbýlis- húsi við Lund 1. Með úrskurði sýslu- mannsins í Kópavogi 23. júní sl. var að kröfu húsfélagsins að Lundi 1 lagt lögbann við vegaframkvæmd- um næst húseigninni. Við þingfest- ingu í héraðsdómi Reykjaness 3. september sl. var lögð fram dóms- sátt sem kveður á um að veglína Nýbýlavegar og Lundarbrautar og hringtorg á Nýbýlavegi suðaustan við fasteignina Lund 1 verði færð fjær húsinu um sem nemur u.þ.b. 6 metra. Strætisvagnabiðskýli verður auk þess fært lengra til vesturs en ákveðið hafði verið og gerð hljóð- vistarmannvirkja flýtt. Með dóms- sáttinni féll lögbannið niður. Lausar kennslustof- ur samþykktar við Waldorfskóla Á fundi skipulagsnefndar var lagt fram erindi Ásmegin sjálfs- eignastofnunnar þar sem óskað er eftir bráðabirgðaleyfi fyrir lausum kennslustofum fyrir Waldorfskóla í Lækjarbotnalandi vegna þrengsla sem fyrir eru. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun nemenda. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til umsagnar sviðstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og fékk þær til baka. Á grundvelli þeirra var erindið sam- þykkt. Loksins hillir undir vinnureglur um auglýsingaskilti Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst sl. var lagt fram erindi umhverfisráðs þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd skipi tvo aðila í vinnuhóp til að ákvarða vinnureglur um merkingar og skilti í Kópavogi, en með fylgdu drög að ,,leiðbeinandi viðmiðum varðandi uppsetningu auglýsingaskilta í lög- sögu Kópavogs.” Skipulagsnefnd skipaði þá Einar Kristján Jónsson og Hreggvið Norðdahl í vinnuhóp um vinnureglur um merkingar á skilti í Kópavogi. 2 Kópavogsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 9. tbl. 4. árgangur Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi. S T U T T A R B Æ J A R F R É T T I R Í búar Kópavogs voru um mitt þetta ár 29.300 samkvæmt bráðabirgða-tölum Hagstofunnar, og fer stöðugt fjölgandi, töluvert meira en lands-meðaltal eins og mörg undanfarin ár. Ef fjölgunin verður eins mikil umfram landsmeðaltal og hún hefurverið síðustu misseri verða Kópavogs- búar orðnir 37.000 talsins innan næstu 10 ára en varlegt er að reikna með því þar sem búast má við að eitthvað dragi úr þessum öra vexti bæjarins, a.m.k. tímabundið. Kópavogur hefur alveg stungið önnur sveitarfélög af í óopinberri keppni um að vera næst stærsta sveitarfélag landsins því íbúar í Hafnarfirði eru liðlega 25.000 þrátt fyrir umtalsverðan vöxt þar og íbúum á Akureyri fjölgar mjög hægt, eru nú um 17.000. Landsmenn eru nú um 316 þúsund talsins svo íbúar Kópavogs eru 9,2% landsmanna. Ald- urssamsetning íbúa ber merki þessa öra vaxtar nokkur merki. Tveir íbúar eru eldri en 100 ára, um 400 urðu fimmtugur á þessu ári og sami fjöldi fermdist á þessu ári. Um 470 Kópavogsbúar eru á fyrsta ári og á þessu ári ná nærri 70 íbúar þeim áfanga að verða 67 ára, þ.e. að komast á eftirlaun. Þeim íbúum sem komast á eftirlaun á næstu árum mun hins vegar fjölga mun hraðar. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gerir ráð fyrir að Kópavogsbú- ar verði orðnir 30 þúsund í febrúar eða mars á næsta ári, og náist það hef- ur íbúum fjölgað um 1.200 á rúmu ári. Á bæjarskrifstofunni er fylgst náið með hækkandi íbúatölu, bæði nýfæddra og aðfluttra, en hugmyndin er að heiðra 30.000 íbúann, en árið 1998 var íbúi 20.000 heiðraður. Bæjarstjóri segir ekkert gert af hálfu bæjaryfirvalda til að lokka fólk til búsetu í Kópa- vogi, það komi af sjálfsdáðun enda viti allir landsmenn að það sé gott að búa í Kópavogi. Fullkomið eftirlitsmynda- vélakerfi loks í notkun Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, tók nýlega í notk-un nýtt og fullkomið eftirlitsmyndavélakerfi í Sundlaug Kópavogs með formlegum hætti. Kerfið er eina sinnar tegundar hérlendis og nemur hreyfingarleysi líkama á sundlaugarbotni og er því löngu tímabært að slíkt kerfi sé nýtt. Hörmuleg slys sem hafa orðið í lauginni undirstrika það með afdráttarlausum hætti. Vonandi verður slíkt kerfi einnig sett upp í Versalalaug í Salahverfi, sundiðkendum þar til frekara öryggis. Mynda- vélakerfi sem nemur hreyfingarleysi hefur gefið mjög góða raun erlendis og orðið mörgum til bjargar sem af einhverjum ástæðum hafa sokkið til botns og ekki getað bjargað sjálfum sér. Íþrótta- og félagsandi N ú er að hausta, hefðbundnar haustrigningar og rok hafa hafið inn-reið sína. Knattspyrnuvertíðinni er senn að ljúka og við taka íþrótt-ir sem stundaðar eru innanhús að mestu, að undanskilinni skíðaí- þróttinni. Stöðugt fleiri stunda einhverja líkamsrækt yfir vetrarmánuðina, ýmist í líkamsræktarstöðvum, með því að nota íþróttahúsin með þátttöku í einhverjum hópíþróttum til keppni eða til skemmtunar eða stunda sund, en frábærar sundlaugar í Kópavogi hafa verkað mjög hvetjandi á alla sundiðkun. Sumir láta sér það nægja að fylgjast með íþróttum, t.d. með því sjá leiki Kópavogsliðanna í handknattleik, körfuknattleik og blaki eða sjá fimleika sem eru orðnir í fremstu röð í Kópavogi. Það er að vissu leiti hreyfing ef tekið er þátt í leiknum af lífi og sál frá áhorfendabekkjunum. Vonandi koma sem flestir í vetur til þess að fylgjast með keppni í bolta- íþróttum, fimleikum, karate eða öðrum íþróttagreinum, sjálfum sér og keppendum til ánægju. Það er viss tegund félagsþroska, og mjög gefandi. Geir A. Guðsteinsson Kópavogsbúar 30 þúsund í byrjun næsta árs SEPTEMBER 2008

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.