Málfregnir - 01.11.1987, Blaðsíða 17

Málfregnir - 01.11.1987, Blaðsíða 17
200 ára afmæli Rasks Á þessu ári er þess minnst að 200 ár verða liðin frá fæðingu danska málfræð- ingsins Rasmusar Kristjáns Rasks (1787- 1832). Hann er tímamótamaður í mál- vísindum og einn mesti tungumála- garpur sem sögur fara af. En íslendingar minnast hans sérstaklega sem eins af mestu velgerðarmönnum sínum og nefna hann í sömu andránni og bestu syni íslands. Rask tók sérstöku ástfóstri við íslenska tungu, mat hana mest allra þeirra fjölmörgu tungumála sem hann lærði og hvatti Islendinga með ráðum og dáð til að hreinsa hana af erlendum ambögum og rétta við bókmenntir þjóð- arinnar. í því skyni beitti hann sér fyrir stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 1816 og var fyrstur kjörinn forseti þess. Frægasta rit Rasmusar Rasks er um uppruna hins norræna máls, Under- s0gelse om det gamle Nordiske eller Islandske Sprogs Oprindelse (Khöfn 1818). Fyrir það hlaut hann verðlaun Danska vísindafélagsins 1815. í þessu riti, sem hann lauk við á íslandi 1814, er að finna megindrætti að flokkun tungu- mála eftir skyldleika og vísi að indó- evrópskri samanburðarmálfræði. í athugunum Rasks gegndi íslenskan lykil- hlutverki, því að mjög er tekið mið af henni við mat á skyldleika mála. Rasmus Rask fæddist á Fjóni 22. nóvember 1787. Þar gekk hann í mennta- skóla og komst þá þegar í kynni við íslenskar bækur, einkum Heimskringlu Snorra Sturlusonar. En kennslubækur í íslensku voru engar til og ekki heldur málfræði að heitið gæti. Rask tók þá saman eigin orðabók og samdi sína mál- fræði sjálfur. Hún kom út í Kaupmanna- höfn 1811, Vejledning til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog, og er fyrsta íslenska málfræðin sem verulegt gagn er að. Þetta rit endurbætti Rask síðar og gaf út á sænsku í Stokkhólmi 1818, Anvisning till IsUindskan eller Nordiska Fornspráket, og loks samdi hann ágrip af íslenskri málfræði, Kortfattet vejledning til det oldnordiske eller gamle islandske sprog (Khöfn 1832). Þegar Rask hóf háskólanám í Kaup- mannahöfn 1807 komst hann fljótlega í kynni við íslenska námsmenn og eignað- ist þar góða vini. Af þeim lærði hann að tala íslensku. Á háskólaárunum þýddi hann Snorra-Eddu á dönsku með læri- föður sínum, og kom sú þýðing út 1808. Rask var einnig fenginn til að búa til prentunar íslensk-latneska orðabók, sem séra Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal (1724-1794) lét eftir sig, og jók við hana dönskum þýðingum. Nokkrir íslendingar voru honum til aðstoðar. Orðabókin (Lexicon Islandico-Latino- Danicum) kom út í tveimur bindum í Kaupmannahöfn 1814. Rasmus Rask dvaldist á íslandi 1813- 1815. Þá voru íslendingar enn beygðir eftir þung áföll af völdum náttúruham- fara og drepsótta á 18. öld. Danakon- ungur var einvaldur og verslunin að mestu í höndum danskra kaupmanna. íslensk tunga átti mjög í vök að verjast og bókaútgáfa var sáralítil. Rask óttaðist að íslenskan dæi út ef ekkert yrði að gert. Hann tók þá að undirbúa stofnun Bókmenntafélagsins, ferðaðist um allt land og aflaði því fylgis. íslensku lærði hann svo vel að hann gat látið fólk halda að hann væri íslendingur. Hann átti til 17

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.