Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 4
4
Mikill verðmunur raíorku
Ljósm. Sig. Grímsson.
Varaaflvél fyrir ísafjörö tekin í hús
Miklar deilur hafa á undanförn-
um árum átt sér staö um raf-
orkuverð til álverksmiðjunnar í
Straumsvík. Það hefur hins
vegar lítið verið fjallað um það
að Áburðarverksmiðjan í Gufu-
nesi greiðir sama verð fyrir kíló-
vattstundina og Álverið.
Þá , hefur margur maðurinn
æst sig yfir háu verði á raf-
magni til heimilisnota. Það
gleymist hins vegar að verðið til
heimila í landinu er afar mis-
munandi. Allt frá rúmum 10
krónum upp í 18,85 krónur.
Nokkrar rafveitur, sem standa
utan við Rafmagnsveitur ríkis-
ins, bjóða sínum viðskipta-
mönnum mun lægra verð en
Rafmagnsveitan býður upp á.
ÁLVERIÐ OG
ÁBURÐARVERKSMIÐJAN
Þessar tvær verksmiðjur
kaupa rafmagn af JLandsvirkj-
un á heildsöluverði. Stafar það
af því hversu geysilega mikil
rafmagnsnotkunin er og einnig
því hversu jöfn hún er.
Verksmiðjurnar greiða nú 74
aura fyrir hverja kílóvattstund.
Til samanburðar má geta
þess að Kísiliðjan við Mývatn,
greiðir 3,81 krónu í ár miðað við
sömu notkun og í fyrra. Hún
kaupir á heildsöluverði og
verður auk þess að greiða sölu-
skatt og verðjöfnunargjald.
Verðjöfnunargjaldið er 13% og
leggst það ofan á taxta allra
rafveitna í landinu. Kísiliðjan
kaupir rafmagn sitt frá Raf-
magnsveitu ríkisins.
Sementsverksmiðja ríkisins
kaupir hins vegar rafmagn sitt
frá Rafveitu Akraness. Hún
greiddi til jafnaðar 3,86 krónur
fyrir rafmagn sitt í fyrra. Og
verður það sama í ár ef um
óbreytta notkun er að ræða.
Keflavíkurflugvöllur þarf að
greiða 3,22 krónur fyrir kíló-
vattstundina, ef um óbreytta
notkun frá því í fyrra verður að
ræða.
Að sögn Örlygs Þórðarsonar
hjá Sambandi íslenskra raf-
veitna njóta þau fyrirtæki sem
hafa ,,stórnotkun“ sérstakra
kjara. Benti hann til dæmis á
það að Kísiliðjan hefði í fyrra
notað 11 milljónir kílóvatt-
stunda. Verðið sagði hann að
væri fundið með því að reikna
út frá sambandi afls og orku
sem þessi fyrirtæki notuðu.
HEIMILISNOTKUN I
í Reykjavík greiða heimilin
11,97 kr. 1. júlí í ár fyrir kílóvatt-
stundina, en greiddu 9,81
krónu 1. júlí í fyrra. Úti á landi er
verðið nokkuð mismunandi.
Þær rafveitur sem Rafmagns-
veita ríkisins tekur til selja
rafmagnið á 18,85 krónur.1. júlí
I975 greiddu þessir sömu neyt-
endur 14,27 krónur fyrir kíló-
vattstundina.
Rafveitur sem eru utan við
Rafmagnsveitu ríkisins bjóða
sumar hverjar viðskiptavinun-
um ódýrara rafmagn. Þannig
þurfa þeir sem kaupa af Raf-
veitu Reyðarfjarðar að greiða
11 krónurfyrir kílóvattstundina,
en greiddu 7,82 krónur í fyrra-
sumar.
Viðskiptavinir Rafveitu Akra-
ness greiða 10,11 krónur.
ísfirðingar verða hins vegar að
greiða 14,44 krónur, en greiddu
10,83 krónurfyrir kílóvattstund-
ina í fyrra.
IÐNFYRIRTÆKI
Að sögn Örlygs Þórðarsonar
er rafmagnsverð til þeirra afar
mismunandi. Tók hann dæmi af
verksmiðju með stórar vélar. Ef
aflið væri 150 kv og notkunin
375000 kílóvattstundir á ári
yrðu 7,36 krónur greiddar á
kílóvattstundina. fyrir sömu
notkun voru greiddar 6,03
krónur fyrir kílóvattstundina í
fyrra.
(Úr Dagblaðinu.)
Vestiirðingor! Vestfirðingor!
Mikið úrval lista til innrömmunar
Hjá okkur situr góð þjónusta og lágt verð f fyrirrúmi.
Spyrjið þá sem reynt hafa þvf þeir eru ótrúlega margir
og fer stöðugt fjölgandi.
UMBOÐSMENN OKKAR ERU:
fsafjörður .................................Húsgagnaverslun fsafjarðar
Suðureyri ....................................Guðmundur Hermannsson
Bíldudalur ...................................... Unna Guðmundsdóttir
Bolungarvík ........................................Verslunin Virkinn
Þingeyri ................................Verslun Gunnars Sigurðssonar
Tálknafjörður ..................................Oddný E. Valgeirsdóttir
Patreksfjörður ..................................Baldvin Kristjánsson
Mikið úrval hinna geysivinsælu bátamynda eru nú til sölu hjá umboðsmönnum okkar
á fsafirði og í Bolungarvík.
Reynið viðskiptin við stærstu rammagerð á Vestfjörðum.
Rammagerð Vestfjaröa hf.
Flateyri — Símar: 94-7784 - 7684
Alyktanir Snmbands
Vestfirskro kvenna
Fréttablaðinu hafa borist
samþykktir og ályktanir 46.
fundar Sambands vestfirskra
kvenna, sem haldinn var á
Þingeyri, dagana 4. og 5. sept-
ember s.l.
1. Vegna málefnis aldraðra
borgara, var samþykkt
ályktun þess efnis, að öll
sveitarfélög á Vestfjörðum
komi upp heimilum eða að-
stöðu, fyrir þá er þess þurfa,
svo að fullorðnir borgarar
þurfi ekki að yfirgefa sínar
heimabyggðir er aldurinn
færist yfir þá.
2. Vegna málefnis vangefinna
á Vestfjörðum, var eftirfar-
andi samþykkt. Fundurinn
lætur í Ijós ánægju sínameð,
að nú hefur á þessu liðna
sumri verið stofnað félag, til
styrktar vangefnum á
Vestfjörðum og heitir
fundurinn þessum nýju
samtökum fullum stuðningi
sínum.
3. Vegna laganna um frjálsa
mjólkursölu, lýsir fundurinn
ánægju sinni, og fagnar
frjálsri verslun á mjólk, sem
og öðrum vörum.
4. Vegna áfengis-, tóbaks-
og fikniefnaneyslu þjóðar-
innar, telur fundurinn nauð-
synlegt, að allir leggist á
eitt, og vinni að alefli gegn
hinni sívaxandi neyslu þess-
ara efna, og skorar á alla
landsmenn, að mynda raun-
hæft — sterkt — almenn-
ingsálit, gegn þessari
óheillajiróun. Stöndum fast
saman að björgunarmálum
þjóðarinnar á þessu sviði,
sem öðrum.
5. Vegna íslenskrar framleiðslu
skorar fundurinn á alla
landsmenn, að kaupa og
nota fyrst, allar þær vörur,
sem framleiddar eru á ís-
landi — og íslenskar mega
teljast, og standast saman-
burð við það sem útlent er.
Fund þennan sátu um 4o
konur úr öllum Vestfjarðafjórð-
ungi, allt frá Barðaströnd að
ísafjarðardjúpi.
Þingeyri, 5. sept. 1976.
í stjórn
Sambands vestfirskra
kvenna:
Lovísa Ibsen, Suðureyri
Hildur Einarsd., Bolungarvík
Unnur Gísladóttir, ísafirði.
Fullorðin kona með 13 ára dóttur óskar eftir
að leigja íbúð.
Algjörri reglusemi og góðri umgengni heitið.
Upplýsingar gefa Valdís í síma 3549 eða
Erla Veturliðadóttir í síma 91-34869 á kvöldin.
Ódýrar passamyndir í lit
afgreiddar á 5 mínútum.
Allar almennar mynda-
tökur á stofu og í
heimahúsum.
Ljósmyndastofa
ísafjarðar
sími 3776. ms;.. .........
ísafjarðarkaupstaðnr
Staða bœjargjaldkera
á ísafirði
Staða bæjargjaldkera hjá ísafjarðarbæ
er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k.
Laun samkv. 19 launaflokki bæjarins.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
ísafirði, 8. október 1976.
Bæjarstjórinn ísafirði