Vestfirska fréttablaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 6
J SJÓNAUKAR Stærð 8x30 kr. 11.700 Stærð 8x40 kr. 12.650 Stærð 7x50 kr. 18.000 Stærð 10x50 kr. 19.970 BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími3123 fsafirði Isafjaröarumboð Arni Sigurðsson Miðtún 27 sími31O0 Féröamiöstöðin hf. Svifdrekaklúbbur stofnaður á ísafirði Þann 3. mars síðastlið- inn réðust ísfirskir svif- drekaflugmenn í það að stofna „Svifdrekaklúbb ísafjarðar“, þann fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tilgangur klúbbsins er fyrst og fremst sá að stuðla að skynsamlegri og hættulausri þróun þessarar nýju íþróttar auk þess að vera vettvangur aukins samstarfs drekaflugmanna á öllum sviðum. Einnig er áformað að klúbburinn standi fyrir námskeiðum í þeim fræðum sem dreka- flugmenn verða að kunna nokkur skil á auk þess sem klúbburinn mun reyna að eignast kennsludreka sem nýjir meðlimir munu geta lært að fljúga á. Það hefur varla farið framhjá mörgum að dreka- flug hefur náð rækilegri fótfestu hér á ísafirði. Það á líka vel við, því að hér var í fyrsta skipti, svo vitað sé, flogið dreka hér á landi. Hafa ísfirðingar æ síðan haftótvíræðaforystu í þess- ari nýju íþrótt. Sem dæmi um það má nefna að Isfirð- ingar eiga öll metin í drekaflugi, þ.e.a.s. hæð, tíma og vegaelngdarmet auk þess að eiga íslands- Framhald á 5. síðu Isfirðingar eiga öll met í drekaflugi Taka þátt í Harðargöngunni Harðargangan 1978 fer fram á Seljalandsdai laug- ardaginn 1. apríl kl. 14.oo. Harðargangan er opið mót og eru væntanlegir til keppni flestir bestu göngu- menn landsins, ásamt tveimur frábærum gestum frá Noregi, sem tóku þátt í landsmótinu í Rvík. og eru hér á landi í boði ísfirskra göngumanna í þeim til- gangi að lífga uppá skíða- gönguna. Er þetta einstakt tæki- færi, sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara því þeir Martin Holei og Pál Mikkelsplass eru meðal stærstu framtíðarvona Noregs og hafa þegar rað- að sér í fremstu raðir í heiminum i sínum aldurs- flokkum. Martin Hole er 19 ára frá Geilo í Hallingdal. Pál Mikkelsplass Hann hefur áður komið til landsins, en það var á landsmótið á Siglufirði 1977. Sem dæmi um snilli hans sem göngumanns má nefna að hann sigraði Monolitrennet í Oslo fyrr í vetur, en það er alþjóðlegt stórmót. Einnig var hann í boðgöngusveit Noregs á Heimsmeistaramóti ungl- inga í Austurríki og náði Framhald á 5. síðu © POLLIMN HF Mikið úrval hárblásarasetta og rakvéla til fermingargjafa. Hátalarar og útvörp meö segulbandi í bifreiöina Isafirði *Sími 3792 í stórkostlegu úrvali. Skíðalyfta í Hnífsdal Á páskadag var tekin i notkun skíðalyfta í Búðargili í Hnífsdal

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.