Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Side 1
5. tbl. 6. árg. vestíirska 12. mars 1980 FRETTABLASID Farþega- og vöruafgreiðsla á ísafjarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. FLUGLEIÐIR I vikulokin: HERRAULLARBUXUR DÖMUULARBUXUR BARNAULLARBUXUR — FERMINGARFÖT — Komið og skoðið fermingarfötin tímanlega. Við útvegum það sem við ekki höfum. Verslunin €JiA ísafirði sími 3103 Óska eftir frestun yinnustöðvunar Fiðlusveit yngri nemenda á Miðsvetrarhljómleikum Tónlistarskóla isafjarðar s.l. sunnudags- kvöld. Ljósm. Gunnlaugur Jónasson. Leggja aukna áherslu á flug til Reykjavíkur Fulltrúafundur Alþýðusam- bands Vestfjarða hefur óskað eftir því við Sjómannafélag is- firðinga, að það fresti verkfalls- aðgerðum sínum enn um sinn, en koma átti til vinnustöðvunar 20. mars nk. Svar hafði ekki borist frá sjómönnum við þess- ari málaleitun, þegar blaðið fór í prentun. Á fund A.S.V. mættu auk stjórnar sambandsins fulltrúar frá Verkalýðsf. Baldri. Verkalýðs- og sjómannafél. Bolungarvíkur. Sjó- mannaf. ísfirðinga. Verkalýðs og sjómannafél. Álftfirðinga og Vél- stjórafélagi ísafjarðar. Ekki náðist til allra félaga á Vestfjörðum og var því fundurinn ekki eins fjöl- mennur og æskilegt hefði verið. að sögn Péturs Sigurðssonar hjá Sjó- mannafél. ísfirðinga. Til umræðu voru sjómanna- samningar og lá fyrir. að Sjó- mannaf. Isfirðinga hafi boðað til vinnustöðvunar frá og með 20. mars n.k.. þar eð enginn árangur hafði náðst í viðræðum við útvegs- menn og Ijóst var að þeir höfðu vísað málinu til LÍÚ og til sátta- semjara. Fulltrúar Sjómannafél. ísfirðinga skýrðu sína afstöðu á fundinum og urðu miklar umræð- ur um málið. Kom m.a. fram að skiptar skoðanir eru um hvort tímabært sé að knýja á með afger- andi aðgerðir nú þegar. Eftirfar- andi tillaga forseta A.S.V. var samþykkt samhljóða: ..Fundur stjórnar A.S.V. ásamt fulltrúum frá sex aðildarfél. sam- bandsins. haldinn á ísafirði 9. mars 1980. leggur áherslu á rétt- mæti þeirra krafna. sem settar hafa verið fram í nafni sambands- ins til breytinga á fyrri samningum sjómanna við útvegsmenn á Vest- fjörðum. Fundurinn telur rétt að láta reyna enn betur á samnings- vilja útvegsmanna fyrir milligöngu rikissáttasemjara. Óskað verði eftir samningafundi sem allra fyrst. Fundurinn samþykkir að fara fram á við Sjómannafél. ísfirðinga að fresta boðaðri vinnustöðvun um I0-I5 daga miðað við áður tilkynnta dagsetningu. Tími sá er ynnist við frestunina verði notaður til að leita enn betri samstöðu um sameiginlegar aðgerðir. ef frekari samningaumleitanir bera ekki ár- angur." LANDVERKA—OG BÓNUSSAMNINGAR Á fundinum voru einnig teknir fyrir landverkasamningarnir. Eftir nokkra umræðu um stöðu þeirra var talið eðlilegt. að Vestfjarðafé- lögin verði aðilar að sameiginleg- um meginkröfum heildarsamtak- anna. en sérkröfur verði mótaðar og framsettar í nafni A.S.V. Sam- þykkt var að fela verkalýðsfélag- inu Baldri. verkalýðs- og sjó- mannafél. Bolungarvíkur og verkalýðs- og sjómannafél. Álft- firðinga í Súðavík að vinna þessa kröfugerð og leggja hana fram i samráði við stjórn sambandsins. Þá var samþykkt gerð í bónus- samningnunum. sem hafa verið lausir í meira en h'álft annað ár. Þar var samþykkt að óska eftir enn einum viðræðufundi við vinnu- veitendafél. Vestfjarða urn samn- inginn hið allra fyrsta og taka Flugfélagið Ernir á ísafirði hefur tekið upp þá nýjung að bjóða leiguflug til Reykjavíkur á morgnanna fyrir 3-5 mann hópa og 6-9 manna hópa. Ernir hafa frá upphafi flogið leiguflug um land alt, en í viðtali við Vest- firska sagði Hörður Guðmunds- son, eigandi Ernishf., að ætlun- in væri núna að leggja áherslu ákvarðanir um frekari aðgerðir í því rnáli eftir niðurstöðu þess fundar. á meiri hlutdeild fyrirtæksisins í almennu flugi. Þá kom fram, að Ernir fluttu 115 sjúklinga víðs- vegar að af Vestfjörðum til sjúkrahúsanna hér á fsafirði og í Reykjavík á síðasta ári. Hagstæöar hópferðir —Við reiknum með að verðið í hópferðunum (il Reykjavíkur verði kr. 18.000 á sæti aðra leið. sagði Hörður Guðmundsson. en það er aðeins ódýrara en fargjald- ið. sem Flugleiðir setja upp núna á þessari leið. Þetta fargjald getum við boðið vegna þess að hér er ekki um áætlunarflug að ræða. heldur bendum við fólki á að taka sig saman. t.d. ef það þarf að skjótast til Reykjavíkur part úr degi. Þá er þetta einnig hagstæður valkostur fyrir fólk. sem þarf að bregða sér milli landshluta og er töluvert ódýrara en ef það þyrfti að fara frá ísafirði gegnum Reykjavík og laka þar aðra vél. Þessi þjónusta er alveg ný af nál- inni og lítið reynt á hana ennþá. en þó má benda á. aö í gær (8. mars) fluttum við 27 farþega til og frá Reykjavik. eftir að flugfært var oröið. REYNA AÐ SKAPA SÉR GRUNDVÖLL. —Með þessu leiguflugi til Reykjavíkur erum við að reyna að skapa þessu félagi okkar grund- völl. hélt Hörður áfram. Þetta er Framhald á 7. síðu Skiðadagur í gær Barnaskólabörnin voru að mæta í skíðaferð um níuleytið í gærmorgun, þegar þessi mynd var tekin. Frystiiðnaður í erfiðleikum Aðalfundur Félags fisk- vinnslustöðva á Vestfjörðum haldinn á ísafirði 5. mars 1980 telur, að reksturserfiðleikar frystiiðnararins muni fljótlega leiða til stöðvunar frystihús- anna á öllu félagssvæðinu, ef þessum atvinnurekstri verður ekki fljótlega skapaður eðlileg- ur starfsgrundvöllur. Síðustu mánuði hafa þessi fyrir- tæki veriö rekin með vaxandi reksturshalla. Verð fyrir frystar ;if- urðir eru nú um 3(Y< hærra. en fyrir ári síðan. en á sama tima liafa laun í fiskvinnu hækkað um 62Ó og hráefni um 60'V. en þessir tveir þættir eru nú yfir 4/5 hlutar alls kostnaöar i þessari atvinnugrein. Þessi fyrirtæki hafa ekki safnað sjóðum á undanförnum árum og eru því ófær um aö halda áfram taprekstri. Sú ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans. að draga úr endur- kaupum afurðalána án þess að viðskiptabankarnir auki viðbótar- lán sín. hefir enn aukið á greiðslu- erfiðleika fyrirtækjanna. Fundurinn treystir því. að stjórnvöld geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð. sem á þeim hvílir í þessu efni og takist á við þann efnahags- vanda. sem nú blasir við. Verði það ekki gert á næstu vikum blasir við algjört Imin í fiskiðnaninum með almennu atvinnuleysi um allt land. þar sem frystihúsin eru burð- arásinn i atvinnulífinu í flestum byggðarlögum landsins. (Fréttatilkynning frá Félagi fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum)

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.