Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Page 3
I vestíirska
FR.STTABLADID
Jóhannes Laxdal háseti á Guðbjörgu hugleiðir:
Kjaramál sjómanna
1. HINN NEIKVÆÐI ÞÁTTUR
FJÖLMIÐLA.
Eitt aðaleinkenni verðbólgu er
að krónunum fjölgar en verðgildið
minnkar. Það sem fyrir fáum árum
var talið í hundruðum. er nú talið I
þúsundum og það sem þá var
metið til þúsunda er nú metið Ul
milljóna. Því er það brýn nauðsyn
að samningar um kaup og kjör séu
í stöðugri endurskoðun.
En þótt verðgildið sé lítið þá er
ennþá einhver sjarmi yfir orðinu
milljón í hugum margra. einkum
fréttamanna fjölmiðla.
Nú hefur það gerst að útgerðar-
menn skuttogara á Vestfjörðum
mata þessa sömu fréttamenn
stanslaust á upplýsingum um tekj-
ur háseta á skipum sínum. Svona
uppblásnar æsifregnir eru engum
mönnum sæmandi. Allra síst út-
gerðarmönnunt. því þeir vita
manna best. að sjómennskan er
ekki bara ship o hoj. Hún er líka
hif op og stansiaus vinna. Síðast en
ekki síst er hún happdrætti. Og
eins og í öllum happdrættum getur
bara einn fengið stóra vinninginn
þ.e. verið aflahæstur. Hvers vegna
er þá alltaf verið að tala um topp-
ana. undantekningarnar. en þagað
um hitt og gefa fólki þannig ranga
mynd af kjörum íslenska sjó-
mannsins?
Af hverju skýra útgerðarmenn
ekki á sama hátt frá því. sem að
þeim snýr? Svo sem eins og hver
útgerðarkostnaðurinn er? Og hvað
aflinn er í raun og veru mikils
virði? Bæði fyrir þá sem seljendur
og þá sem kaupendur? Eins og í
flestum 'tilfellum hér á Vestfjörð-
um? Af hverju þegja þeir um sinn
eiginn gróða? Er Kristján Ragn-
arsson búinn að setja á þá múl?
Spyrsá sem ekki veit.
Og hvað vakir fyrir þeim mönn-
um sem básúna aflahlut einstakra
skipa í upphafi veiðiárs? Þegar
framundan eru stórfelldar þors-
veiðitakmarkanir sem eflaust eiga
eftir að taka kúfinn af þeim tekj-
um sem þegar hefur verið aflað.
Eru einhverjar annarlegar hvatir
sem liggja að baki? Þeir skyldu þó
ekki vera að skapa móralska and-
úð almennings á imyndaðri
heimtufrekju vestfirskra sjómanna
í þeim kjaradeilum sem nú standa
yfir og firra sig allri ábyrgð á
afleiðingum þeirrar deilu?
2. ÞÁTTUR FISKVERÐS f
KJÖRUM SJÓMANNA.
En lítum nú á málið frá hinni
hliðinni. Eins og allir vita ákvarð-
ast kaup sjómanna að mestu leyti
af fiskverðinu eins og það er á
hverjuni tíma og ekki ósjaldan
höfum við róið uppá væntanlegl
fiskverð. sem oft á tíðum reynist
allmiklu lægra en við höfðum bú-
ist við. og töldum réttlátt miðaö
við almenna kaupgjaldsþróun.
En af hverju gerðu sjómenn
aldrei neitt róttækt í því að fa
þessu breytt? Af hverju fórnuðum
við ekki stundargróða fyrir lang-
tíma hagnað? Var kaupið svo lágt
og kjörin svo bág hjá þorra
manna. að við höfðum ekki efni á
því að hirða krónuna? Það hlýtur
að vera. Þessi óánægja með fisk-
verðið stafar af því að viðmiðun-
argrundvöllur verðlagsráðs og yf-
irnenfdar fæðir alltaf af sér lag-
marksverð. þ.e. það verð sem illa
rekin og illa staðsett hús geta borg-
að án þess að fara á hausinn. Og
þeim fiskkaupendum sem betur
eru stæðir og betur í sveit settir
t.d. fyrstihúsin á Vestfjörðum. er í
sjálfsvald sett hvort þau greiða
hærra verð. En vitanlega ætti í
sambandi við verðákvarðanir að
miða við best reknu húsin og
tryggja þannig hámarksverð. en
það virðist vera orðin lenska að
verðlauna skussana. Og alltaf er
það launafólkið sem ber skaðann.
3. ÞÁTTUR FISKKAUPENDA I
AÐ RÝRA HLUT SJÓMANNA.
Þrátt fyrir óánægju sjómanna
með það hvernig staðiö er að fisk-
verðsákvörðunum gætum við enn
um sinn unað við óbreytt ástand.
ef ekki væri leikinn þessi sífelldi
skollateikur í sambandi við verð-
lagsmálin. þar sem fiskkaupend-
unum er gert kleyft að hrifsa það
til sín aftur með hægri hendi sem
þeir þó höfðu látið með þeirri
vinstri. Þetta er lögverndaður
þjófnaður sem sjómenn standa
varnarlausir gagnvart. Nægir að
nefna 2 dæmi þessu til sönnunar:
í fyrsta lagi þegar breytt var
stærðarmörkum á grálúðu þannig
að stærsti hlutinn af því sem áður
fór í hærri verðflokkinn. fór eftir
breytinguna í lægri flokkinn.
I öðru lagi var á síðasta hausti
tekin upp ný aðferð við verðlagn-
ingu á jiorski. Þar sem áður var
beitt lengdarmælingum er beitt
þyngdarmælingum við verð-
flokkaákvarðanir. Og var þetta gert
án alls samráðs við samtök sjó-
manna.
Ef þessum tilfæringum væri nú
hætt og sjómenn fengju hið raun-
verulega fiskverð allt til skipta. er
ósennilegt að látið hefði verið
sverfa til stáls í kjaramálum sjó-
manna núna. því sjómenn eru
seinþreyttir til vandræða.
En á þessu er engin leiðrétting.í
vændum og því hefur sjómannafé-
lag ísfirðinga neyðst til að taka
upp baráttu á heimavelli fyrir
bættum hag.
4. ÞÁTTUR SJÓÐAKERFIS í AÐ
RÝRA HLUT SJÓMANNA.
Þegar ég tala urn raunverulegt
fiskverð á ég við hið opinbera
fsikverð + þau 150 sem útgerðar-
menn taka af óskiptu. Þessi 15'<
skiptast þannig að 10rV fara í
stofnfjársjóð og 50 í olíusjóð. En
til hvers eru þessir sjóðir? Koma
þeir áhöfnum skipanna einhvern-
veginn til góða? Svarið er nei.
Stofnfjársjóður er hugsaöur til
endurnýjunar skipanna og átti
kannski rétt á sér þegar um tap á
rekstrinum var að ræða. en í verð-
bólguþjóðfélagi þegar skipin
margfaldast að verðmæti í öfugu
hlutfalli við afskriftir þá á þessi
sjóður engan rétt á sér.
Varðaandi olíugjaldið getur það
varla talist réttlátt að stór hluti
flotans skuli rúnta um á frírri oliu
á kostnað þeirra sem þurfa svo
líka að borga hundruð þúsunda á
ári til kyndingar heimila sinna í
landi.
5. SJÓMANNAÞÁTTUR ÍSFIRÐ-
INGA.
Því er það að við höfum í kjara-
baráttu okkar sett á oddinn hækk-
un skipshluts um 3 prósentustig.
úr 29.3 í 32.30. Finnst mönnum
það ósanngjörn krafa þegar haft er
í huga að skiptaprósenta okkar var
350 fyrir breytingarnar sem gerð-
ar voru á sjóðakerfinu árið 1976?
Aðrar og léttvægari kröfur okkar
hafa heldur ekki mætt skilningi
hjá útgerðarmannafélagi Vest-
fjarða. svo sem eins og kröfur um:
1. Greiðslu á frívaktavinnu.
2. Frítt fæði.
3. Hækkun á ákvæðisbeitningu.
Hins vegar eru þeir til viðræðna
um róðarstöðvun hjá línubátum
yfir páskana atriði sem búið er að
lögbinda samkvæmt ákvörðun
sjávarútvegsráðherra. Svona þver-
girðingsháttur getur ekki leitt til
samkomulags. Báðir aðilar verða
að setjast niður og skipta réttlát-
lega þeirri köku sem um er bitist.
en eins og málin standa í dag. hafa
útgerðarmenn upp í sér svo stóra
sneið af kökunni að þeim mundi
svelgjast á ef þeir gleyptu hana.
KRISTJÁNS ÞÁTTUR
RAGNARSSONAR
Að lokum vil ég minna á að
þessi vinnudeila er ekkert einka-
mál Vestfirðinga. Hún snertir sjó-
rnenn hvar sem er á Islandi. Og ef
við náum málum okkar frarn.
munu aðrir njóta góðs af og fylgja
á eftir.
Þetta veit Kristján Ragnarsson
og berst fyrir því af oddi og egg að
ná öllum sjómannasamtökum á
landinu undir einn hatt í samn-
ingamálum og mikil áhrif virðist
sá maður hafa innan samtaka út-
gerðarmanna. En það er trúa mín
og fleiri í Sjómannafélagi ísfirð-
inga. að vestfirskir útgerðarmenn
yrðu til muna samningsliprari ef
þeir losuðu sig við spottann suður.
Samkomulag útgerðarmanna og
sjómanna á Vestfjörðum hefur
hingað til verið gott og því er það
illa komið að útgerðarmenn skuli í
þessu máli vera orðnir að áttavillt-
um kálfurn í tjóðurbandi Kristjáns
Ragnarssonar.
Jóhannes Laxdal
bátsmaður á Guðbjörgu ÍS 46
ÍSFIRÐINGAR -
VESTFIRÐINGAR
HÖFUM Á LAGER
PLATÍNUR, LOK, ÞÉTTA, HAMRA,
PERUR, SAMLOKUR, AÐALLJÓS,
BREMSUKLOSSA, BREMSUBORÐA,
BREMSUGÚMMÍ, BREMSUSLÖNGUR,
ALTERNATORA, REGULATORA,
VARAHLUTI í STARTARA, VARA-
HLUTI í DYNAMÓA, KÚPLINGSDISKA
OG PRESSUR HJÓLALEGUR OG
PAKKDÓSIR, ÞURRKUBLÖÐ OG
ÞURRKUMÓTORA, KÍLREIMAR,
MIKIÐ ÚRVAL, AURHLÍFAR, FRAMAN
OG AFTAN, HJÓLATÉKKA OG
GLUSSATÉKKA, HLJÓÐKÚTA, MIKIÐ
ÚRVAL, DEMPARA, MIKIÐ ÚRVAL,
VINNULJÓS OG ÞOKULJÓS, EYRNA-
HLÍFAR, ÖRYGGISHJÁLMA, RAF-
SUÐUVÉLAR, HLEÐSLUTÆKI, NÝ-
KOMIÐ SÆTAÁKLÆÐI AF. —
FR.,ÝMSIR VARAHLUTIR OG AUKA-
HLUTIR ÁVALLT TIL Á LAGER. KOM-
IÐ OG KYNNIÐ YKKUR ÞAÐ SEM TIL
ER ÁÐUR EN ÞÉR LEITIÐ ANNAÐ.
Raf hf. - Bílabúð
ísafirði sími
Frá Vestfjarðamiðum: „Sjómennskan er ekki bara
ship ohoj“
FASTEIGNA
VIÐSKIPTI
Pólgata 6, 8 herbergja íbúð
á 2. og 3. hæð. Á 2. hæð
eru 4 svefnherbergi, sjón-
varpshol, stofa, eldhús,
þvottahús og bað. Á 3.
hæð eru 3 herbergi. Bílskúr
úr timbri fylgir.
Fjarðarstræti 47, múrhúð-
að einbýlishús. Á 1. hæð
eru eldhús, stofa, eitt her-
bergi, bað og búr. í risi eru
3 svefnherbergi. Stór bíl-
skúr úr timbri fylgir. Eignar-
lóð.
Mjallargata 6, norðurendi,
2x45-50 fm. Á efri hæð
eru 3 svefnherbergi og
bað. Niðri er eldhús og
stofa. 56 fm. hlaðinn bíl-
skúr fylgir. Eignin er laus
um miðjan júní.
Hafraholt 28, rúmlega fok-
helt raðhús.
Pólgata 4 2ja herb. íbúð á
3. hæð.
Holtabrún 16, Bolungarvík,
4ra herbergja íbúð í.nýlegu
fjölbýlishúsi.
Traðarland 4, Bolungarvík,
byggingarframkvæmdir að
143 fm. einbýlishúsi. Sökkl-
ar eru steyptir og grunnur
uppfylltur. Talsvert af timbri
fylgir. Einnig geta allar
teikningar fylgt.
ARNAR G.
HINRIKSSON
HDL.
Aðalstræti 13 ísafirði
Sími3214
Bílasala
DAÐA
Sími3806
utan vinnutíma
BfLAR TIL SÖLU
AudilOOLS 75 3.800
Austin Mini 77 2.400
Citroen Pallas 78 4.700
Cortina 1600 L 77 3.500
Ch. Nova Custom 78 6.300
Datsun 220C Diesel 77 5.500
Datsun 200 L 74
Fíat 128 79 4.000
Fiat 132 GL 78 5.200
Fíat 131 78 4.200
Ford Escort 75 2.100
Mercury Comet 74 3.100
Mercury Comet 73 2.000
Mazda 616 75 2.600
Mazda 818 74 2.000
Mazda 616 73 1.900
Plymoth Volare 76
Plymouth Valiant 74 3.000
Peugot 504 75 3.800
Subaru 4x4 78 4.500
Subaru 4x4 77 3.500
Saab 99 70 1.300
Toyota MK II 72 1.500
Volvo 244 GL 79 7.500
JEPPAR
Bronco 74 3.000
Bronco 73 3.800
Blazer 74 4.000
Blazer 74 5.000
SKEUMTIBATAR
Hafrót sem er 22 feta flugtiskur
með Volvo Penta innanborðsvél,
fullfrágengin að innan er til sölu.
Verð kr. 7.500.000. Semja má um
greiðslukjör.
Hef umboð fyrir Flugfisk skemmti-
báta, nýsmíði.
Einnlg Sterndrive utanborðsdrif.
Skipaferöir til ísafjaröar og Hafóu samband I' I
Akureyrar alla mánudaga EIMSKIP |®
HALFSMANAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HUSAVIKUR VÖRUMÓTTAKA í SUNDASKALA TIL KL.1500 FÖSTUDAGA