Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Qupperneq 5
FRETTABLAma
Skíðaskóli
Oddvars Brá og Ivars Formo
TEXTI: KRISTEN KVELLO - TEIKNINGAR: ROAR HORGEN - UMSJÓN OG ÞÝÐING: GUÐJÓN HÖSKULDSSON.
Hér ýtirðu þér meö einni eða fleiri spyrnum milli
hvers staftaks. Takið eina spyrnu, eins og í venjulegum
víxlgangi. Setjið stafina í snjóinn og framkvæmið tvö-
falda staftakið.
Vinna handleggjanna er meiri en á sléttlendi. það
sjáum-við m.a. af því að handleggirnir verða bognari í
staftakinu. Stöfum er ekki stungið niður eins framar-
lega.
Ef brekkan gerist of brött verður þú að skipta yfir í það
sem við köllum ,,fiskbein“ eða ,,gæsagang“
Reisið efri hluta líkamans milli staftaka. Einnig má nota
eina eða fleiri spyrnur milli hvers tvöfalds staftaks.
Finndu flöt sem nær að brekku. Gangtu víxlgang eftir
flötinni og upp brekkuna. Eftir því sem brekkan verður
brattari er erfiðara að fá skíðin til að renna áfram.
Skreflengdin verður styttri.
Skíðin sett út að framan í ,,V“og innri köntúm skíðanna
þrýst niður. Stafirnir hafðir vel fyrir aftan líkamann (þó
ekki of langt). Gengið í víxltakti.
Víxlgangur upp brekkur er í rauninni eins og víxlgang-
ur á sléttlendi. Rennslið í hverju skrefi verður auðvitað
nokkru minna eftir því sem brekkan verður brattari.
Reyniö eins og mögulegt er að staðsetja skíðin undir
mestan þunga líkamans og þrýstiö þeim niður móti
brekkunni. Þá verður festan meiri. Til að þetta takist
sem best, verður að reisa efri hluta líkamans nokkuð.
Rennslistæknin á gönguskíðum ber þess merki að,
skíði, bindingar og skór eru ekki sérstaklega útbúin
fyrir brun.
Um smurningu
Tveggja laga smurning leiðir alltar til heldur minni festu
og þótt rennsli skíðanna aukist vegur það ekki alltaf
upp á móti því sem festan minnkar við þessar aðstæð-
ur. Frá + 2°C og hlýrra er hægt að nota fjólublátt
gljávax (glider) á fram og afturhluta skíðanna. Á
miðhlutann er notað blátt vax, blátt extra vax, fjólublátt
vax eða hvítt spesíal vax (sem er nýr áburður og
sérlega hentugur kringum frostleysumörkin).
Einfaldari aðferö við sömu skilyrði er t.d.: blátt vax
(ekki glider) undir allt skíðið, jafnvel allt að 3 til 4
umferðum undir miðhlutann. Ef það dugar ekki til að fá
festu skal færa sig neðar í áburðarskalanum t.d. blátt
extra - fjólublátt vax eða hvítt spesial vax.
Við -5- 2°C og meiri kulda er notað blátt vax, grænt
vax eða grænt spesial vax eftir því hversu mikill
kuldinn er, og er þá allur sólinn smurður.. Þegar frost
er um eða yfir 10°C er betra að smyrja þunnt og
strjúka mjög vel með korki. Einnig má bræða áburðinn
inn í só«lann með smurningsjárni, kæla síðan skíðin
vel, skafa áburöinn með siklingi og síðan strjúka vel
yfir meö korki. Við þessar aðstæður nota keppnismenn
jafnan glider undir endana.
Notkun undirlagssmurningar (grunnvox).
Ráðlagt er að nota orange- undirlagssmurningu þegar
búist er við að mikiö mæði á skíðunum (smurning-
unni), (aðallega fyrir keppnismenn og þá sem ætla í
langa göngutúra). Hún er brædd á sólann með smurn-
ingsjárni og síðan er sólinn fægður með korki. Gerfi-
efnið í sólanum (polethylene) drekkur í sig vaxið ef þaö
er hitað.
Best er að leggja undirlagssmurninguna í á nokkrum
tímum áður en nota á skíðin og fægja smurninguna
síðan í kuldanum utan dyra. Síðan er vaxið sem nota
skal lagt á sólann utan dyra og er ekki hitað. Það gæti
leitt til þess að undirlagssmurningin kæmi í gegnum
ytri smurninguna.
Hvernig smurning er fjarlægð.
Fyrst er eins mikið af smurningunni skafið af með
sikling og hægt er. Þá er borinn á vökvi (klisterfjerner
eða terpentína) með klút, sem leysir upp smurninguna
af sólanum og hún síðan þurrkuð af með hreinum klút.
Einnig er smurningin oft hituð með gaslampa og
þurrkuð af, en gætið þess vandlega að hita skíðið ekki
of mikið. Best er að fjarlægja klístur að mestu meö
gaslampa og síðan klísterfjerner eða terpentínu vættu í
klút.
Benda má á aö til eru á markaði skíði, sem ekki
þarf að smyrja nema undir endana. Svokölluð skinn-
skiði með skinn eða gerfihárum undir miðjunni og skíði
sem fræsuð eru undir miðjunni.
Til gamans (og alvöru) má einnig benda á að til eru
fleiri áburðargerðir en hér hafa verið nefndar en eru
auk hinna ætlaðar fyrir leyndardómsfullar blöndur,
sem hinir reyndu skíðamenn hvísla í eyru vina sinna og
keppnismenn varðveita leyndardóminn eins og yfir-
matsveinninn uppskriftir sínar. Má þar t.d. nefna
blöndu sem gárungarnir nefna ,,La Postulas". Nánar
verður ekki fjallað um hana hér að þessu sinni.
Er það von mín að þessir punktar megi verða til þess
að örfa fólk til að nota gönguskíðin og verum minnug
þess að heilsan er dýrmæt.
G.H.H.
Þakkarávarp
Viö viljum færa velunnurum okkar
hjá Rækjuverksmiöju O.N. Olsen og
starfsfólki íshúsfélags ísfiröinga fyrir
verömætan stuðning viö okkur í því
áfalli er heimili okkar varö eldi aö
bráö þann 6. febrúar s.l. Góöar og
kærkomnar þykja okkur gjafir ykkar.
En þó þykirokkur meira koma til þess
hugar er aö baki býr.
Viö biðjum Guö aö launa ykkur
góðsemina.
Þorgrímur Guönason
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir
Pálína Þórarinsdóttir og synir