Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 3
vestíírska r FRETTABLADID' Aðalfundur Vestfirskra náttúruverndarsamtaka Unnið að gerð náttúruminjaskrár Aðalfundur Vestfirzka nátt- úruverndasamtaka 1980 var haldinn í Reykjanesskóla laug- ardaginn 30. ágúst s.l. Fundur- inn hófst með skýrslu stjórnar. Formaður, Lára G. Oddsdóttir, rakti störf stjórnarinnar á síð- asta starfsári og minntist Helga Þórarinssonar, bónda í Æðey, en hann lést á síðasta ári. Af störfum félagsins á starfsár- inu má nefna að reynt hefur verið að koma á nánara samstarfi við náttúruverndarnefndir og í því úruverndarráðs. Meðan á dvöl Náttúruverndarráðsmanna stóð, voru málefni friðlandsins á Horn- ströndum rædd í samstarfsnefnd heimamanna. Þakkaði formaður Náttúruverndarráði sérstaklega gott og vaxandi samstarf á árinu. Á s.l. vetri var unnið nokkuð að gerð náttúruminjaskrár fyrir Vest- firði. Guðmundur P. Ólafsson fór um ísafjarðardjúp, þar sem hann safnaði mjög verðmætum upplýs- ingum. Á fundinum gerði Guð- mundur grein fyrir ferð sinni og úrvinnslu þeirra gagna er hann Staldrað við í Skötufirði skyni voru haldnir fundir í vetur með náttúruverndarnefndum fsa- fjarðar og Bolungarvíkur. Á fund- ina komu einnig fulltrúar Nátt- aflaði. Er ljóst að hér er um að ræða umfangsmesta verkefni sem Vestfirzku náttúruverndarsam- tökin hafa tekið sér fyrir hendur Hjá Aðalsteini á Skjaldfönn og verður því ekki lokið nema leysist úr fjárhagsvanda félagsins. Á fundinum voru flutt tvö gagnmerk erindi. Páll Hersteinsson, dýrafræðing- ur talaði um íslenska refinn, en Páll hefur á undanförnum árum kannað lifnaðarhætti hans. Sýndi hann myndir og línurit máli sínu til stuðnings. Ingvi Þorsteinsson, magister talaði um gróður og landgæði á fslandi. Sýndi hann fram á að með ólíkindum er, hversu skammt við erum á veg komin með skynsamlega nýtingu landsins og að gróðureyðing og uppgræðsla eru langt frá því að vera í jafnvægi. Úr stjórn áttu að ganga Sigríð- ur J. Ragnar og Oddur Pétursson. og voru þau bæði endurkosin. Auk þeirra eru í stjórn Ásgeir S. Sigurðsson, Sigrún Guðmunds- dóttir og Lára G. Oddsdóttir, sem er formaður. Sunnudaginn 31. ág. óku fund- armenn innanvert fsafjarðardjúp undir leiðsögn sr. Baldurs Vil- helmssonar í Vatnsfirði. Á leið- inni var staldrað við í Kaldalóni og Hafnardal auk þess sem Aðal- steinn bóndi á Skjaldfönn var heimsóttur og nesti snætt í Dal- bæ. Á fundinum á laugardag voru bornar fram og samþykktar til- lögur sem birtar verða í næstu viku (Fréttatilkynning) Góð nýting á Hótel Eddu TIL SÖLU Tvær Toyota Crown bifreiöar, árg. 1966 og 1967. Báðar skoð- aðar 1980. Verð eftir sam- komulagi Upplýsingar í síma 4104 BARNGÓÐ KONA óskast til að gæta eins árs telpu hálfan daginn í vetur Upplýsingar í síma 3763 og 3507 TIL SÖLU Volvo 244 DL. árg. 1976. Ekinn 29 þús. km. Upplýsingar í síma 4039 og 3455. Halldór Sveinbjörnsson TVEIR GÓÐIR Chevrolet Nova og Chevrolet Malíbu báðir árg. 1973, eru til sölu Upplýsingar í síma 3385 Mikill gestagangur hefur ver- ið á Edduhótelinu á ísafirði í sumar, sérstaklega í júlf og ágúst. Leifur Eiríksson, for- stöðumaður, sagði í viðtali við Vestfirska, að í sumar hefði talsvert meira verið að gera hjá starfsfóiki hótelsins en í fyrra, og reksturinn gengið betur þegar á heildina væri litið. Nokkuð hefur borið á erlendum ferðamönnum að venju, en fs- lenskir gestir hafa þó verið í meirihluta. Edduhótelið var opnað 16. júní s.l., en lokaði l. september. Síð- ustu þrjá dagana var þar örtröð fulltrúa hvaðanæfa af landinu. sem sóttu ráðstefnu Hafnarsam- bands sveitarfélaga, en þetta er eina ráðstefnan, sem haldin hefur verið á ísafirði í sumar. Leifur sagði, að mikið hefði borið á því að fólk, sem búsett er á ísafirði og grennd hefði komið á Edduhótelið til þess að gera sér dagamun og borða góðan mat á vistlegum stað. Bryti hótelsins var Valdimar Sigurðsson, en hann starfaði einnig sem bryti við hót- elið í fyrrasumar. Leifur Eiríksson hverfur nú til síns fyrri starfa, en hann stundar veitingarekstur í Ár- túni í Reykjavík. etj- Frá Ferðafélagi ísafjarðar Farið verður í berjaferð að Skarði, Snæ- fjallaströnd laugardaginn 6. sept. ef næg þátttaka fæst og veður leyfir. Þátttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöld 5. sept. til: Hlffar, sími 3250 eða Snorra, sími 3523 og gefa þau nánari upplýsingar BARNGÓÐ MANNESKJA óskast til að gæta 20 mánaða drengs í vetur. Hlutavinna. Upplýsingar í síma 3935 TAPAST HAFA lyklar, með viðfestu leður- spjaldi áletruðu með bókstafn- um J. Upplýsingar í síma 3060 Leiðrétting Missagt var í síðasta tölu- blaði Vestfirska að Trausti Her- mannsson væri formaður Litla Leikklúbssins. Núverandi for- maður L.L. er Halla Sigurðar- dóttir. Blaðið biður lesendur sína velvirðingar á þessum mistökum. hið fullkomna tvöfalda einangrunargler helstu yfirburöirtvöfaldrar límingar 1) Marglalt meiri þéttlelki gagnvart raka. 2) Minni kuldaieiðni, þar »em rúður og loftrúmslisti (állistinn) liggja ekki saman. 3) Meira þol gagnvart vindálagi. GLERBORG HF ísafjarðarumboð — Jón M. Gunnarsson Hjallavegi 21 Sími 3939 3 FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 7, tvær 3ja og ein 4ra-5 herbergja íbúðir í fjöl- býlishúsinu, sem Eiríkurog Einar Valur s.f. eru að byggja. Húsiö verður fok- helt í lok september n.k. en tilbúið undir tréverk og málningu eigi síðar en 1.7. 1981. Mánagata 5, 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus eftir samkomu- lagi. Mánagata 6, efri hæð í tví- býlishúsi ca. 140 fm. íbúðin er tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, hol, eld- hús, bað og þvottaherbergi ásamt kyndiklefa og geymslu í kjallara. Hlíðarvegur 33, neðri hæð í fjórbýlishúsi, 3ja herbergja íbúð ásamt 40 fm. bílskúr. Laus fljótlega. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. í- búð á 3. hæð ásamt íbúð- arherbergi í risi og hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. Þingeyri: Byggingarfram- kvæmdir að 138 fm. einbýl- ishúsi. Vitastígur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 TIL SÖLU í-263, Chevrolet Blazer árg. 1974 Upplýsingar í síma 3921 TIL SÖLU Plymouth Barracuda árg. 1971. Verð 1800 þús. 1.000.000 út- borgun. Ný dekk og nýskoðað- ur. Upplýsingar í síma 4049 TIL SÖLU Er 4ra herbergja fbúð að Eyrar- götu 8. Upplýsingar í síma 4114 eftir kl. 19:00 ÓSKA EFTIR að taka á leigu ódýra 2ja-3ja herbergja íbúð. Er með 2ja ára dreng. Katrín, sími 3546 PÖSSUN ÓSKAST hálfan daginn í vetur fyrir þriggja ára dreng fyrir eða eftir hádegi. Sigríður Svavarsdóttir Davíð Höskuldsson, sími 3036 TIL SÖLU Spiral — hitavatnskútur. 2 ferm., sem nýr. Upplýsingar veitir Valgeir Guð- mundsson í síma 3850

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.