Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 6
Mikil sala-Lítill hagnaður Þrátt fyrir mikla sölu á úti- markaðinum á Silfurtorgi um síðustu helgi, varð hagnaður Knattspyrnuráðs af markaðin- um lítill og olli þar mestu mis- tök í innkaupum, að sögn Arn- ar Hinrikssonar, ritara KRÍ. Arnar tjáði fréttamanni Vest- firska, að þeir sætu nú uppi með nokkuð magn af blómkáli, en það magn af rófum og ávöxtum sem keypt var til markaðarins seldist upp á fyrsta degi. Afgangsbirgðir af blómkáli hafa verið seldar á heildsöluverði til sjúkrahússins og elliheimilisins. Þá mun hafa verið einhver vítamínhörgull í Hofs- jökli og tókst forstöðumönnum útimarkaðarins að selja mikið magn af blómkáli um borð í skip- ið. —Þetta var mikil vinna, sagði Arnar, og móttökurnar voru þannig að við munum væntan- lega endurtaka þetta í einhverri mynd seinna og þá verðum við búnir að læra af mistökunum. etj- Húsmæðraskólinn byrjar í næstu viku • • Oll námskeið opin konum sem körlum Húsmæðraskólinn byrjar starfsemi sfna með hinum vin- sælu grænmetisnámskeiðum, f byrjun næstu viku. Kennt verður á kvöldin. Skóllnn gefur að vanda kost á fjölbreyttu efnisvali, bæði f hússtjórnar- og handavinnu- greinum, á löngum og stuttum námskeiðum. Rætt hefur verið um að gefa eldri borgurum bæjarins kost á stuttum eftirmiðdagsnámskeiðum í fæðuvali og heppilegri mat- reiðslu fyrir þann aldursflokk. Einnig smá föndur námskeið. Er þetta algjör nýung og ef af þessu verður, mun það verða í tengslum við félagsmálaráð. Námskeið í almennri mat- reiðslu fyrir ungt fólk og verðandi matsveina á fiskibátum og fata- saums- og vefnaðarnámskeið verða 15-18 kvöld hvert og byrja um mánaðarmótin sept. okt. Ef kvenfélögin í nágranna- byggðunum, hefðu áhuga á sér- stökum námskeiðum, ættu þau að hafa samband við skólastjóra sem fyrst og er fullur áhugi fyrir hendi að gera það sem hægt er fyrir þau. Einnig mun skólinn sjá um kennslu í heimilisfræðum fyrir grunnskólana í bænum og ná- grenninu, eftir því sem leitað Berjaferð með Fagranesi Á laugardaginn kemur fer Fagranesið í berjaferð aö Skarði á Snæfjallaströnd. Þessi berjaferð var fyrirhuguð um síðustu helgi en féll niður vegna veðurs. Þetta er önnur ferð Fagranessins til berja í sumar og hin síðasta að þessu sinni, en fyrri ferðin var farin í Veiðileysufjörð og tóku um 80 manns þátt í henni. Að Skarði er þriggja stundar- fjórðunga sigling og lagt verður af stað kl. 9 á laugardag, ef veður og þátttaka leyfir. Krökkt er af berj- um á þessum slóðum, að sögn Reynis Ingasonar hjá Djúpbátn- um h.f. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna í síma 3155, en í síma 3558 og 3016 eftir kl. 5. Félagar í Ferðafélagi ísafjarðar fá 10% af- slátt á fargjaldi. Skemmtiferðir Fagranessins á Strandir í sumar hafa gengið mjög vel og hafa um 100 manns farið með skipinu í hvert sinn og í einni ferðinni voru 200 manns um borð. verður eftir hans aðstoð í þeim efnum. Eftir áramót verður svo 5 mán. námskeið í hússtjórn eins og verið hefur undanfarin ár. Verða þar kennd öll venjuleg húsmæðra- skólafög og nemendur búa í heimavist. öll þessi námskeið verða opin jafnt körlum sem konum. Um- sóknum svarar skólastjóri í síma 3581 eða 3025 og gefur frekari upplýsingar. Fréttatilkynning © PÓLLINN HF ísafirði Sími3792 --------------------------------- HIN FULLKOMNA Kenwood Chef HRÆRIVÉL ÁSAMT FYLGIHLUTUM Hakkavél, grænmetiskvörn, berjapressu, rjómavél, kartöfluskrælara, dósaupptak- ara og fleiru. vestfirska FRETTABLASIS Fjarvarmaveita: Bolungarvík — Patreksfjörður Tengja yfir 150 hiis fyrir áramdt Nú er unnið af fullum krafti á vegum Orkubús Vestfjarða við lagningu fjarvarmaveitu í hluta byggðarinnar í Bolungarvfk, þ.e. íbúðarhverfinu fyrir neðan Völusteinsstræti. Áformað er að tengja í kringum áttatíu hús við hitaveituna nú fyrir áramót. Fjarvarmaframkvæmdir eru einnig hafnar á Patreksfirði og verður þar lagt í svipaðan fjölda húsa og á Bolungarvík. Kristján Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Orkubúsins, sagði í samtali við Vestfirska, að hvað framkvæmdirnar á Bolungarvík snerti væri ekki ætlunin að fara með þær upp fyrir Völusteins- stræti, en eins og kunnugt er verður Bolungarvík hituð upp bæði með rafmagni og hitaveitu. Orkubúið hefur fengið lóð á horni Hafnarstrætis og Skólastígs og mun byggja þar kyndistöð. Reiknað er með að byrjað verði að kynda fyrstu hús í Bolungarvík í byrjun nóvember. Verktaki við dreifilögnina er Örnólfur Guð- mundsson, Verkið hófst í júlí s.l. og hefur miðað vel áfram. Að sögn Kristjáns verður 230 millj. kr. ráðstafað til byggingar dreifi- kerfis og kyndistöðvar með öllum búnaði, en þar af er vinnuþáttur- inn við dreifikerfið rúmar 84 millj. kr. Fjarvarmaframkvæmdirnar á Patreksfirði ganga einnig greið- lega. Til byggingar dreifikerfis og kyndistöðvar þar er áætlað að verja 180 millj. kr. Verktaki á Patreksfirði er Ólafur Bærings- son. Frá lagningu fjarvarmaveitunnar í Bolungarvík I>að verður ör- ugglega haldið uppi fullkominni þjdnustu Vegna hins mikla samdráttar í rekstri Flugleiða, hefur sú spurning vaknað hjá mörgum hvort þessir rekstrarerfiðleikar muni að einhverju leyti bitna á innanlandsfluginu. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við Svein Sæmundsson, blaðafull- trúa Flugleiða, og bar þessa spurningu undir hann. ENGAR BREYTINGAR —Því er skemmst til að svara, sagði Sveinn, að engar samdrátt- araðgerðir eru fyrirhugaðar í inn- anlandsfluginu. Þar verða engar uppsagnir, en hinsvegar veit ég ekki hvað tilfærslur á flugmanna- listum geta haft í för með sér. Ég veit þó ekki til að neinar breyt- ingar séu þar á döfinni. Eins og menn vita fækkar oft starfsfólki. þegar vetraráætlun gengur í garð, og ferðatíðni minnkar. Um aðrar breytingar á innanlandssfluginu hef ég ekki heyrt. Það verður örugglega haldið uppi fullkom- inni þjónustu í þeirri grein. Hið sama gildir um flug milli fslands og Evrópu. Sætaframboð í vetur verður mjög svipað og í fyrravet- ur, ef Luxemborg er frátalin. Samdrátturinn bitnar fyrst og fremst á NA-Atlanshafsfluginu. FÆKKUNf JÚLl —Flugtæknilega séð hefur inn- anlandsflugið gengið vel í sumar, hélt Sveinn áfram. Á hinn bóginn hefur það ekki gengið nógu vel fjárhagslega. Farþegum fækkaði í júlí miðað við síðasta ár. en ágúst- mánuður virðist ætla að koma miklu betur út. Við teljum að ástæðan fyrir fækkuninni í júlí sé fyrst og fremst sú að útlendu ferðamennirnir, sem hafa verið fjölmennir á okkar leiðum á þessu tímabili, hafa ekki komið í jafn miklum mæli og áður. f öðru lagi lokuðu mörg frystihúsanna vegna sumarleyfa, þannig að fólk hafði minni peninga handanna á milli og ferðaðist minna. Trúlega er líka eitthvað minni kaupgeta í landinu. etj,-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.