Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Page 3

Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Page 3
vestfirska FRETTABLADID Hallur Páll Jónsson, kennari, í viötali vikunnar: Jákvæðasta hugarfarið hjá yngstu og elstu nemendunum Hallur Páll Jónsson kennari er í vikuviðtalinu að þessu sinni og að íslenskum sið er hann fyrst spurður um ætt og uppruna. „Ég er fæddur í Grjótaþorpinu í Reykjavík og alinn upp í Skugga- hverfinu, sem svo var kallað. Eins og þú veist, takmarkaðist heimurinn þarna af gömlu Gasstöðinni í austri, Skólavörðuholti í suðri og Arnarhóln- um í vestri. Þarna var Esjan hinn fasti punktur í tilverunni og gamlir menn tóku mið af henni í veðurspám. Hins vegar rek ég ættir mínar hingað vest- ur, foreldrar mínir eru Isfirðingar og ég komst snemma í kynni við ísafjörð og mun hafa verið eitthvað á öðru ári, þegar ég kom fyrst hingað vestur í Katalínaflugbát.“ Ég man eftir því sem strákur, að ættingjar mínir hittust alltaf einu sinni á ári á afmæli ömmu minnar. Þá var aldrei um annað talað, en mannlífið hér á Isafirði áður fyrr. Og ég man, að allir höfðu viðurnefni. Ég tók mig því þarna til, rétt byrjaður að draga til stafs, og skráði öll viðumefnin niður í kompu og safnaði á annað hundrað nöfnum, held meira að segja að ég eigi þetta kver einhvers staðar enn. Þetta mun hafa verið lenska hér áður fyrr.“ Hvert lá svo leiðin hjá Halli Páli eftir að hann fór að draga til starfs? „Ég fór í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi og síðan stúdents- prófi. Við Þóra konan mín kenndum því næst einn vetur uppi á Akranesi, en síðan fór ég í framhaldsnám og tók B.A. próf í sálarfræði, heimspeki og bókmenntum hér við háskólann. Að því loknu tókum við þá ákvörðun að flytjast út á land og varð ísafjörður fyrir vahnu, það var 1975. Hér höfum við verið síðan; keyptum okkur gam- alt hús, af Jóni gamla skraddara og Karlinnu konu hans, þau voru forn- vinir ömmu minnar og afa og voru mikil heiðurshjón. Kannske að sagan hafi haft einhver áhrif þarna og upp- runinn, maður rekur ættir sínar hér inn í Djúp og norður á Strandir.“ Áttirðu von á annars konar ísafirði, þegar þið tókuð þá ákvörðun að flytj- ast hingað vestur? „Nei, ég vissi það mikið um ísafjörð fyrir, hins vegar kom mér það á óvart, hversu tónlistarlíf og leiklist stóðu hér með miklum blóma. ísafjörður á alla möguleika á því, að verða mikill menningarbær, gæti staðið sig miklu betur í því stykki en hann gerir. Ég á viö, það er hægt að skapa miklu betri aðstæður fyrir alhliða menningarstarf- semi en gert hefur verið. Ég er þá að tala um, að bæjaryfirvöld taki á sig rögg og stuðli að því, að ýmis menn- ingarfyrirbæri eins og til dæmis tón- listarskóli og hliðstæðar stofnanir fái betri aðstöðu til þess að starfa af fullum krafti.“ Nú hefur þú kennt við alla skólana hér nema ef til vill við iðnskólann, þú ílengist svo við barnaskólann, einhver skýring til á því? „Ég hef alltaf haft áhuga á því að prófa sem flest, ég vona að eftir því sem maður reynir meira og vinnur við Hallur Páll Jónsson, kennari. fjölbreytilegri störf, þá aukist manni víðsýni. Nú, að því er varðar skóla- málin hér á Isafirði, þá finnst mér merkilegast og ánægjulegast að hafa kennt yngstu og elstu nemendunum, hjá þeim er jákvæðasta hugarfarið og ánægjan yfir því að nema. Að sumu leyti er kennsla yngstu barnanna það ábyrgðarmesta og erfiðasta af öllum kennslustörfum. Það er því miður lægst launaða kennslan. Það er ákveð- ið vanmat á þeim störfum sem snúa að yngstu borgurunum, þetta á líka við um launakjör annarra aðila, sem vinna við uppeldismál eins og fóstra. Annars lít ég svo á, ef við lítum á menntakerfið í stórum dráttum, að menntun eigi að miðast við það að veita mönnum tækifæri til þess að þroska hæfileika sína sem best, auka víðsýni og efla dómgreind. Það er líka hægt að gera það á annan hátt en sitja á skólabekk, með því einfaldlega að vinna og starfa. Ég hef til dæmis reynt að leggja mig eftir því að vinna á ólíkum vinnustöðum gegnum mína skólatíð, þá hef ég unnið á ótrúlega- fjölbreytilegum stöðum; Búrfellsvirkj- un, Álverinu í Straumsvík, Klepps- spítala, á fasteignasölu, verið tvær vertíðar á sjó hér vestra, í frystihúsi tæpt ár og allt þetta ætti vonandi að auka víðsýni manns ekki síður en lestur góðra bóka og fræðirita.“ Þú ferð að þefa af bæjarmálum æði snemma? „Það kemur nú til af brennandi áhuga sem ég hef haft á þjóðfélags- málum og þjóðfrelsismálum, það hef- ur verið svo síðan ég var barn að aldri. Það er skoðun mín, að menn eigi að reyna að skilja umhverfi sitt og að- stæður hvar sem þeir eru og reyna að hafa áhrif þar á. Ég tel það eiginlega rangt, að minnsta kosti vafasamt fyrir fólk að setja sig ekki inn í sitt um- hverfi og aðstæður og gera sér ekki far um að skilja og setja sig inn í það þjóðfélag og það bæjarfélag sem það býr í. Ef það reynir það ekki, verður gangverkið allt framandi, fólk skilur það ekki, það fer að tala um kerfið, sem enginn hefur áhrif á og þá sem ráða alltaf einhverja aðra og víðsfjarri. Tilveran verður að þessu leyti fram- andi, hún verður eitthvað sem fólk ræður ekki við, þetta er einhvers kon- ar firring.“ Nú ertu á leiðinni í kosningaslag, ætlið þið Allaballar að bylta þessum bæ, komist þið til valda? „Nei, nei, það er ekki svo, (Hallur Páll brosir vorkunnarlega að spurn- ingunni). Ég lít á mig í þessari kosn- ingabaráttu sem fulltrúa ákveðins hóps manna, sem hefur sameiginlegar hugmyndir um það hvernig bæta megi þetta samfélag og bæjarfélagið sem við lifum í. Við erum ákaflega óánægð með marga þætti bæjarmála, með hvað vald hefur safnast á fáar hendur, hvað félagsleg þjónusta er hér lítil og langt á eftir því sem gerist í bæjarfélögum af sömu stærðargráðu, og við erum óánægð með fjármálaó- reiðu bæjarsjóðs og hvernig farið er með fjármuni fólksins." Nú erum við að komast út á hálan ís í hinu óháða Vestfirska fréttablaði og segjum amen eftir efninu, enda viðtalinu fremur ætlað að vera pers- ónuleg hnýsni en beint innlegg í bæj- armálapólitíkina. f. FASTEIGNfl VIÐSKIPTI Urðarvegur 74, radhús í smíðum, 2 x 100 ferm. með innbyggðum bílskúr. Til af- hendingar rúmlega fokhelt í júlí n.k. Stórholt 7, 76 ferm. 3ja herb. íbúð á 3. hæð. I’búðin er laus. Stórholt 13, 3ja herb. 80 ferm. íbúð á 1. hæð. Laus eigi síðar en 1. ágúst n.k. Hafnarstræti 8. Um er að ræöa tvær 4ra herb. íbúöir á 2. og 3. hæð, um 100 ferm. hvor. Þriðju hæðinni fylgir óinnréttuð rishæð. í- búðirnar seljast báðar sam- an eða sín í hvoru lagi og er önnur íbúðin laus strax. Önnur hæðin getur hentað vel sem skrifstofuhúsnæði. Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Laus strax. Eyrargata 8, 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Getur losnað í júlí. Hjallavegur 12, neöri hæð, ca. 115 ferm. íbúö. Getur losnað fljótlega. Fitjateigur 6, 126 ferm. ein- býlishús úr timbri nær full- frágengið. Getur verið laust strax. Pólgata 6, 3ja herb. íbúö á 2. hæð. Stórt geymsluher- bergi í kjallara fylgir. Stórholt 9, 4ra herb. íbúð um 117 ferm. á 2. hæð. íbúöin er rúmlega tilbúin undir tréverk og málningu. Stekkjargata 4, Hnífsdal, lítið, steinsteypt einbýlis- hús. Laust mjög fljótlega. Urðarvegur 47, 3ja herb. íbúð á jarðhæð ásamt '/2 bílgeymslu. Þjóðólfsvegur 14, Bolung- arvfk, 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Arnar G. Hinriksson Fjarðarstræti 15, Sími 4144 hdl. vestíirska rRETTABLADIS i Ikítfí&tQ hivt borqar Jiq ★ HANNYRÐAVÖRUR ★ GARN Bjóöum gott úrval af hannyrðavörum og garni / SUMARFATNAÐUR tekinn upp í vikunni ATH.I Opiö á venjulegum verslunartíma og laugardaga frá kl. 10:00 — 16:00, sunnudaga frá kl. 13:00 — 16:00 Verslunin ÁLFTAKJÖR Súðavík — Sími 6940 BMW 316 ÁRG. 77 TIL SÖLU Upplýsingar í síma 3939 SNYRTINÁMSKEIÐ með frönsku gæðavörurnar frá STENDHAL 2ja til 3ja kvölda námskeiö veröur haldið í vikunni 10. — 15. maí í Vinnuveri, ef næg þátttaka veröur. Leiöbeint veröur um val snyrtivara, notk- un þeirra og hreinsun húöarinnar. Einnig leiðbeiningar í andlitsföröun. Snyrtifræöingur frá Reykjavík leiðbeinir ásamt snyrtifræöingi frá snyrtistofunni Taniu á ísafiröi. Þátttaka tilkynnist í síma 4029 alla virka daga milli kl. 13:00 og 18:00. SNYRTISTOFAN TANIA

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.