Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 2
i vestfirská I rRETTABLABIS Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 2, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Finnbogi Her- mannsson, sími 4057 - Útgef- andi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Verð í lausasölu kr. 8,00 - Áskriftar- verð er lausasöluverð, reikn- að hálfsárslega eftirá - Prent- un: Prentstofan fsrún hf., sími 3223. TIL SÖLU Lada 1500, árgerð 1977. Selst ódýrt. Upplýsingar gefur Halldór Halldórsson í síma 3837 eða 3378. TIL SÖLU er Volvo 244 DL, árgerð 1978, beinskiptur með vökvastýri, ekinn 70 þús. km. Upplýsingar í síma 3050. TIL LEIGU lítið einbýlishús, 3 herb. og eldhús. Á sama stað er til sölu sófasett og vel með farinn ísskápur. Upplýsingar í síma 4324 eftir kl. 18:00. VOLVO 244 GL til sölu. Árgerð 1979. Góður bíll, lítið ekinn. Upplýsingar í síma 3391. HESTUR TIL SÖLU þægilegur barnahestur, 7 vetra, bleikur. Upplýsingar í síma 3592 eftir hádegi og á kvöldin. Opið á morgun kl. 10:00 — 12:00 Sumar út- salan sem allir biðu eftir er byrjuð!!! ol - 600/0 Orðið „hreppapólitík“ er almennt talið tákna póli- tíska starfsemi í dreifbýlinu, sem stjórnast fyrst og fremst af hagsmunum þeirra póli- tísku aðila, sem þátt taka í leiknum, og jafnvel einka- hagsmunum einstakra manna, en þeim mun sjaldnar tekin afstaða sam- kvæmt eðli máls, þ.e. skv. heilbrigðri skynsemi. Hér fyrr á árum var ísa- fjörður allfrægur fyrir grimma hreppapólitík og hefur henni verið vel lýst í ágætri bók Óskars Aðal- steins, „Lífsorustan“. Sem betur fer hefur minna borið á hreppapólitíkinni hér í bæ hin seinni ár þótt alltaf gægist fram annað slagið sú þröngsýni og pólitíska hags- munastreita, sem hreppa- pólitíkin byggist fyrst og fremst á. Tryggvi Guðmundsson, hdl.: Hæfari umsækjanda hafnað — Um ráðningu skólastjóra Barnaskóia ísafjarðar Nú síðustu vikur og daga hefur komið upp hér á ísa- firði skólabókardæmi um ofangreint fyrirbæri, sem jafnframt er svo alvarlegs eðlis, að nauðsyn ber til að fjalla um það á opinberum vettvangi, svo bæjarbúar hafi kost á að kynna sér málið með öðrum hætti en að heyra úr því glefsur á kaupfélagshorninu eða öðr- um óopinberum fréttastöð- um í bænum. Hér á ég við vinnubrögð skólanefndar grunnskóla Isafjarðar við ráðningu skólastjóra Barna- skóla ísafjarðar. Forsaga málsins er að á s.l. vori var auglýst laus til umsóknar staða skólastjóra barnaskólans á ísafirði með umsóknarfresti til 20. júní. Að umsóknarfresti liðnum lá fyrir ein umsókn um stöðuna, frá Halli Páli Jóns- syni, kennara við skólann, sem kennt hefur hér í bæ allt frá árinu 1975. Á fundi skólanefndar 22. júní s.l. var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um skóla- stjórastöðuna til 16. júlí á þeim forsendum að staðan hafi ekki verið nægilega auglýst. Á þennan fund var fulltrúi kennara, frú Sigríð- ur J. Ragnar, ekki boðuð, en fráfarandi skólastjóri, Björgvin Sighvatsson, mun hafa setið fundinn. Ekki virðist hafa verið talin þörf á að bóka í fundargerð um- sókn Halls Páls um skóla- stjórastöðuna, sem nefndin þó hafði fengið í hendur fjórum dögum áður, né heldur virðist hafa verið óskað umsagnar fráfarandi skólastjóra um umsækjand- ann. Á hinum seinni umsókn- arfresti voru haldnir tveir fundir þar sem nefndin skipti með sér verkum og réði til starfa kennara. Full- trúi kennara var á hvorugan fundinn boðaður. í júlímánuði bárust tvær umsóknir til viðbótar um skólastjórastöðuna, frá Bergsveini Auðunssyni og aðila er óskaði nafnleyndar. Báðir þessir menn munu hafa komið til bæjarins og kynnt sér starfið og átt við- ræður við flesta skólanefnd- armenn. Hinn 21. júlí var haldinn fundur í nefndinni í fjórða sinn. Fulltrúi kenn- ara, Sigríður J. Ragnar, frétti þá af tilviljun um fundinn, mætti í byrjun hans og lét bóka mótmæli sín við því að vera ekki boðuð á fundi nefndarinnar svo sem skýr ákvæði eru um í reglugerð. Formaður nefndarinnar, Lára Odds- dóttir, skýrði málið á þann veg að nefndin hafi á fyrri fundum verið að kynna sér störf sín og skyldur. (Á 2. og 3. fundi hafði nefndin hins vegar tekið fyrir fjölda starfsumsókna og ráðið a.m.k. tvo kennara og hús- vörð. Á þessum síðasta fundi var svo ráðinn skóla- stjóri, allt án vitundar full- trúa kennara). Að lokinni bókun þessari varð Sigríður að hverfa af fundi, þar sem fundur náttúruverndar- nefndar var á sama tíma, en Sigríður er formaður fyrir þeirri nefnd. Annað einkennilegt við fundarboðun þessa fundar var það, að þegar Svanhild- ur Þórðardóttir mætti á fundinn sem varamaður í stað Hreins Pálssonar var henni í fundarbyrjun vísað af fundi, þar sem á síðustu stundu hafði tekist að ná í '-'5 fundinn. Er ekki vitað um fordæmi þess að varamað- ur, sem mættur er á fund, sé gerður afturrækur af þessari astæðu. Framhaldá bls. 4 TIL SÖLU Bifreiöin í 248, sem er Range Rover, árgerö 1973, ekin 97 þús. km. Mjög vel með farinn bíll. Upplýsingar í síma 4218. mótatimbur Til sölu einnotaö mótatimb- ur, 1x6, ca. 1200 m. Upplýsingar í síma 3950. EINBÝLISHÚS við Lyngholt er til sölu. Hús- ið er 125 ferm., bflskúr 40 ferm. Húsið er ekki fullklár- að. Upplýsingar í síma 3655 eftir kl. 19:00. leiguskipti Óska eftir leiguíbúð í Reykjavík í skiptum fyrir 4 herbergja fbúð á ísafirði. Upplýsingar í síma 3887.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.