Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 6
Bruni að Mjógötu 7 — Eldur í kjallara að Fjarðarstræti 6 f júlímánuöi var slökkvilið ísafjarðar kallað út tvisvar sinnum. Laugardaginn 24. júlí kom upp eldur að Mjógötu 7 á isafirði og varð af mikið tjón bæði á húsinu, sem er einlyft timburhús forskalað með risi, svo og á innbúi. Tvö ungmenni sluppu naumlega út úr húsinu áður en það varð alelda. Að sögn Guðmundar Helgasonar slökkviliðsstjóra tók um hálf- tíma að ráða niðurlögum elds- ins, en slökkvistöðin er gegnt Mjógötu 7. Síðast liðinn föstudag kom upp eldur f tauþurrkara að Fjarðarstræti 6, sem er fjölbýl- ishús, og fylltist kjallarinn af reyk. Urðu slökkviliðsmenn að nota reykgrímur til þess að komast að eldinum. Engar skemmdir urðu á húsum, en þurrkarinn hins vegar ónýtur og það sem í honum var. f öryggisskyni yfirgaf fólk húsið meðan á slökkvistarfi stóð. f. Frá brunaútkalli að Fjarðarstræti 6. Mótmæla sela- drápinu Vilja örva myndun fyrirtækja í smá- iðnaði —Ætti ekki að ganga verr að útvega fjármagn, segir Halldór Árnason, iðnráðgjafi. Aðalfundur Búnaðarsam- bands Vestfjarða 1982 harmar framkomnar aðgerðir hring- ormanefndar varðandi sela- dráp eins og þær eru fram- kvæmdar, þar sem hverjum og einum eru greidd verðlaun án takmarkana. Atelur fundurinn það m.a. að veiðimönnum skuli ekki vera gert skylt að eyða skrokkum þeirra sela sem skotnir eru, sem verður til þess að hræ þeirra rekur á fjörur til mikils óþrifnaðar. Þá er spurn- ing hvort arnastofnlnum stafar ekki hætta af slíkum hræjum vegna fitubrækju. Þá verður það að teljast ó- viðeigandi svo ekki sé meira sagt að eyðingaraðgerðir á sel með þeim hætti sem að framan er greint, fari fram við fjörur friðlýsta svæðisins í Jökul- fjörðum og Hornströndum. Staðreynd er að núverandi á- stand er óviðunandi þar sem jafnvel hver sem er hefur vaðið um selalátur, eytt sel og fjar- lægt kjálka og fleygt hræjum. Telur fundurinn nauðsynlegt að verðlaun verði aðeins greidd sérráðnum veiðimönn- um og bændum. Einnig að verðlaun verði hækkuð fyrir drepna kópa. Samþykkt í einu hljóði. Blaðinu hefur borist fréttatil- kynning frá iðnaðarráðuneyt- inu þar sem frá því er skýrt, að ákveðið hafi verið að hrinda af stað verkefni til að örva mynd- un smáfyrirtækja í iðnaði og nýsköpun í starfandi iðnfyrir- tækjum. f fréttatilkynningunni segir, að í verkefnið sé ráðist í framhaldi af setningu laga um iðnráðgjafa og megi líta á það sem einn þátt af mörgum til að stuðla að iðnþróun í landinu. Þá segir: „Víða um land er fólk að velta fyrir sér hugmyndum um smáiðnað, en oft skortir þekkingu og aðstoð til að fá úr því skorið hvort um raunhæfa kosti sé að ræða. Til verkefnis- ins er m.a. stofnað í samstarfi við Framkvæmdastofnun rfkis- ins, Iðnþróunarsjóð og Iðn- rekstrarsjóð. Verkefnið byggist jöfnum höndum á miðlun þekk- ingar og sjálfsnámi. Leitað verður eftir þátttakendum frá öllum landshlutum og fyrst og fremst skírskotað til þeirra sem búa yfir hugmyndum um ný viðfangsefni í iðnaði eða ný- sköpun í starfandi iðnfyrirtækj- um.“ Undirbúningur að þessu verk- efni hófst haustið 1981. I sumar fer fram þjálfun leiðbeinenda, sem aðstoða munu þátttakendur. Verkefnið verður síðan kynnt rækilega í fjölmiðlum og á ýmsan annan hátt seinna í sumar og þá jafnframt auglýst eftir þátttak- endum. Norska ráðgjafafyrirtækið Ind- evo a/s mun aðstoða við fram- kvæmd verkefnisins, en það fyrir- tæki hefur tekið þátt í hliðstæð- um verkefnum á öðrum Norður- löndum, m.a. í Norður — Noregi. Ráðuneytið hefur falið nýskipaðri samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutunum að hafa umsjón með verkefninu í samvinnu við iðnráðgjafa, er þar starfa. Einnig hefur Halldór Árnason, iðnráð- gjafi, verið ráðinn til starfa við verkefnið frá l. ágúst. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 ASAHI ÚTVÖRP — SEGULBÖND — VASADISCO Topp tæki frá Japan á mjög góðu verði 1 ÁRS ÁBYRGÐ — VIÐURKENND VIÐGERÐARÞJÓNUSTA vestfirska^ I FRETTABLASID ERNIR V ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA VERSLUNARSTARF Viljum ráða röskan verslunarmann til aðstoðar við sölu og afgreiðslu í verslun vorri, ásamt móttöku á vörum og öðr- um skyldum störfum. FJÖLBREYTT FRAMTÍÐARSTARF UPPLÝSINGAR VEITIR ÓSKAR EGGERTSSON Póllinn hf. Okkur vantar starfsfólk Einnig góða íbúð a leigu fyrir kokk Upplýsingar hjá Úlfari, símar 3166 — 3777 HAMRABORG HF. HÓTEL HAMRABÆR Veislumatseðill um helgina Pantið borð tímanlega Opið daglega frá kl. 9:00 — 21:00 HÓTEL HAMRABÆR Mánagötu 1 — Sími 3777 — ísafirði BLÓÐ, SVITI OG TÁR í tilefni þessa verkefnis hafði Vestfirska fréttablaðið samband við Halldór Árnason, sem starfað hefur sem iðnráðgjafi á Austur- landi síðustu misseri, og innti hann nánar eftir þessu máli. Sagði Halldór meðal annars, að nú væri hópur væntanlegra leið- beinenda á förum til Noregs til að undirbúa sig undir verkefnið. „Við sækjum þessar hugmyndir til Noregs all rnikið," sagði Hall- dór, „og einnig til Svíþjóðar. Menn hafa náð nokkuð góðum árangri í Norður — Noregi, þar sem aðstæður eru líkar og hér, bæði á Austfjörðum og fyrir vest- an, en þar hefur sams konar að- ferður verið beitt og við erum að fara út í hér.“ Þá var Halldór inntur eftir því, hvort þarna væri á döfinni aukin fjármagnsfyrirgreiðsla til handa þeim sem tækju þátt í þessu verk- efni og hygðust notfæra sér þekk- inguna þegar heim væri komið: „Við höfum sagt fólki, að það eina sem við lofum því er blóð, sviti og tár, það er ekkert sem gefur fyrirheit um fjármagnsfyrir- greiðslu, hins vegar er ætlunin að kanna allar þær hliðar sem snerta eitt fyrirtæki, frá hráefnisöflun til markaðar og allt þar á milli. Hins vegar ætti það ekki að ganga verr fyrir mönnum að útvega fjármagn eftir að hafa unnið að verkefnum í líkingu við það sem við erum að gera. Þátttaka í þessu er hins vegar ekki ávísun á neinn sjóð,“ sagði Halldór Árnason að lokum. f. BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súðavik — 94-Wll — 6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.