Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 3
I vestfirska I
rRETTABLADID
Sverrir Bergmann, kaupfélagsstjóri í vikuviðtali:
„Mér sýnist vera gott fólk fyrir vestan“
Maður sem er að yfirgefa
fyrirtæki sem hann hefur
byggt upp, svo að segja án
fyrirvara, og er svo að taka
við öðru, hefur auðvitað í
mörg hom að líta. Þess
vegna varð blaðamaður
bara að taka á þolinmæð-
inni og bíða rólegur eftir að
Sverrir Bergmann mætti til
viðtalsins, sem hann var
búinn að lofa blaðinu. Eng-
in ástæða var heldur til að
æðrast, því að í bakherbergi
í Herraríki við Snorrabraut
í Reykjavík var boðið upp á
kaffi og í þessu sama her-
bergi var hægt að skoða það
nýjasta 1 skótízku karl-
manna. Og svo, eftir þó
nokkra kaffibolla og að
fenginni verulegri þekkingu
á skótízku, kom Sverrir og
sagði fyrirgefðu að ég lét
þig bíða, og lét mig svo bíða
í nokkrar mínútur í viðbót,
meðan hann gekk frá ýms-
um málum við sína menn.
Svo bauð hann mér að
koma með sér heim, því að
þar mundum við fá næði til
að rabba saman.
HÆTTI ÞESSU ÖLLU
BJARGANDI BÓKNÁMI
Sverrir Bergmann? Jú,
hann er nýi kaupfélagsstjór-
inn okkar á ísafirði. Hann
sleit barnsskónum og hefur
búið öll sín 28 ár í Reykja-
vík og bæjunum þar í kring.
Menntaleiðin var þetta
venjulega skyldunám og
síðan landspróf. Þaðan lá
leiðin í menntaskóla og þar
lauk Sverrir tveim bekkjum.
„Síðan skellti ég mér út í
matreiðsluna, öllum til
mikillar — tja, eiginlega til
mikillar hrellingar, að hætta
þessu öllu bjargandi bók-
námi og fara í verknám.
Eftir að því námi lauk, fór
ég til Svíþjóðar og var þar í
eitt ár, mér til mikils gagns.
Þá kom ég heim og var með
Hótel Flókalund um sumar-
ið.
Svo sá ég auglýsingu eftir
afgreiðslumanni í herrafata-
verslun og skellti mér í að
sækja um, þótt ég hefði litla
reynslu af verzlunarstörf-
um. Þá var ég tuttugu og
tveggja ára gamall. Nú, ég
var ráðinn, eftir viðtal við
menn niðri í Sambandi, en
hafði ekki hugmynd um
nokkurn skaðaðan hlut,
ekki einu sinni hvar þessi
búð var. Þá var búðin búin
að starfa þarna í hálft ár og
sá sem þar starfaði var
búinn að ráða sig í aðra
vinnu. Ég fór þarna inneftir
til að líta á þetta, ég man að
það var á fimmtudegi, og
þegar ég kom þangað rétti
hinn mér bara lyklana og
fór“.
UNDIRSTAÐAN ER GÓÐ
ÞJÓNUSTA
„Ég get sagt þér það að
þetta var einn erfiðasti
morgunn sem ég hef lifað.
Ég kveið svo fyrir fyrsta
kúnnanum að ég varð að
loka af og til, til þess að
jafna mig og ná upp kjark-
inum. En þetta gekk allt
saman og fór bara ansi vel.
Það hafði lítið verið gert
fyrir verslunina og vöruval-
ið var fábrotið þar. Ég
fór svo að kynna mér málið
og fékk svolitlu að ráða og
fór að viða að mér vörum
sem pössuðu með fötunum
frá Gefjunni. Salan fór að
aukast og ég sá að undir-
staðan í þessum viðskiptum
er að veita góða þjónustu.
arnar. Það verður að bjarga
þessu, og þessu verður
bjargað. Meiningin er að
Hafþór gerði þama marga
góða hluti og í hans tíð
breyttist viðhorf manna til
kaupfélagsins til mikilla
bóta. En það hefur lítið
reynt á þessar fjárfestingar,
fyrr en á þessu ári, sem er
að ganga í garð. Þetta ár
verður erfiðasti hjallinn að
komast yfir afborganir af
fjárfestingum. En svo þurf-
um við líka að innrétta
vörumarkaðinn og gera eitt-
hvað verulegt fyrir þá versl-
un. Ég held að þetta hafist
margir góðir menn fyrir
vestan og líka hér fyrir
sunnan, sem koma til með
að hafa hönd í bagga með
mér í fjármálunum, meðan
erfiðsta tímabilið gengur
yfir“.
KONAN SAGÐI ÞVERT
NEI
— Mun kaufélagið halda
áfram að kaupa fyrirtæki á
Vestfjörðum?
„Ég held að það séu al-
veg hreinar línur að fjárfest-
ingar í þá átt verða ekki,
vegna þess einfaldlega að
greiðslubyrgðin er svo þung
eins og hún er að þar er
Þaö fór vel á því að Ijósmynda þau Sverrir og Soffíu við píanóið.
Þetta spann svo utan á sig
og ég fékk að ráða fyrst með
mér hálfs dags mann og
síðan heils dags mann og
svo annan mann og svo fyrr
en varði var búðin orðin allt
of lítil. Þá fengum við hús-
næði í Glæsibæ og opnuð-
um þar aðra búð, svo þá
þriðju í Hafnarfirði og svo
fyrir þrem árum kom svo
enn ein og hún er í Kópa-
vogi “.
— Finnst þér þetta vera
þín rétta hilla, verzlunar-
störfin, að fenginni þessari
reynslu?
„Já, ég finn niig mjög vel
í þessu starfi. Og mér skilst
að það sé einmitt verzlunin
fyrir vestan, sem þarf að
rífa upp, Verslunin á Skeiði
er framtíðar húsnæði fyrir
stærstu verslun á Vestfjörð-
um og þar er hægt að gera
ýmsa góða hluti“.
ERFIÐASTI HJALLINN
— Kaupfélagið á ísafirði
hefur fjárfest geysilega mik-
ið að undanfömu og var á
örskömmum tíma rifið upp
úr engu, svo að segja, upp í
stórveldi. Það virðist aug-
ljóst að þar hljóti að vera
erfitt um fé, til að standa
við allar skuldbindingar af
fjárfestingunum. Hvemig
líst þér á að setjast í slíkt
bú?
„Ég vil líta á björtu hlið-
allt af, mér sýnist vera gott
fólk þarna fyrir vestan, og
ég er bjartsýnn".
ÞAÐ ER TIL NÓG AF
GÓÐUM BÓKHALDS-
MÖNNUM
— Hafðir þú fjármála-
stjórnina á þínum höndum í
Herraríki?
„Að nokkru leyti. Ég sá
um öll innkaup fyrir allar
verzlanimar og starfs-
mannahald og daglegan
rekstur, og gerði fjárhags-
áætlanir og söluáætlanir, og
fékk góða æfingu í þeim
hlutum. Og einmitt þar
sýnist mér að þurfi að taka
fastari tökum fyrir vestan.
Ég held að mesta breytingin
hjá mér verði að þurfa að
fara að hafa þessar áhyggj-
ur af fjármálum“.
— Hvað heldur þú að
ráði því að valinn er maður
í þetta starf, sem hefur fyrst
og fremst reynslu sem
verzlunarmaður, en minni
sem fjármálamaður?
„ Það er fyrst og fremst
vegna þess að verzlunin er
það sem númer eitt þarf að
rífa upp þarna, það þarf að
auka þarna veituhraöa,
vegna þess að tekjumar
koma fyrst og fremst í gegn-
um verzlunina. Og það er til
nóg af góðum bókhalds-
mönnum, sem hægt er að
ráða til starfa og það eru
ekki á bætandi. Það væri
miklu frekar á hinn veginn,
að kaupfélagið reyndi að
selja einhverjar fasteignir
upp í afborganirnar. Við
prentum ekki seðla“.
— Hvernig gekk það fyrir
sig að þú varst ráðinn í
þetta starf?
„Það var daginn fyrir
Þorláksmessu, seinni part-
inn, að menn komu til mín
og spurðu mig hvort ég vildi
taka þetta að mér. Eg
sagðist þurfa að hugsa um
það og þeir sögðu að ég
fengi nógan tíma til þess,
því að ég þyrfti ekki að
svara fyrr en í fyrramálið.
Ég ræddi þetta við konuna
mína heima um kvöldið og
hún sagði nei. Þvert nei. En
um morguninn vorum við
orðin sammála um að
reyna, og ég svaraði ját-
andi“. •
SYNGUR OG PASSAR
BÖRN
Kaffi og kökur er komið
á borðið og konan er sest
hjá okkur. Má bjóða ykkur
kaffi, segir hún, og við segj-
um já takk. Og fyrst hún er
stoppuð hjá okkur er tekið
til við að spyrja hana
útúr. Hún heitir Soffía
Guðmundsdóttir og er
ættuð úr Súgandafirði og
átti þar heima þar til hún
var átján ára. Faðir hennar
er Guðmundur Kristján
FASTEIGNA
VIÐSKIPTI
Stórholt 7, 4ra herb. íbúð á
1. hæð. Skipti á minni íbúð
koma til greina.
Þjóðólfsvegur 9, Bol. Ein-1
býlishús 2x140 ferm. að
stærð. Séríbúð gæti verið á 1
neöri hæðinni. Laus fljót-(
lega.
Þjóðólfsvegur 14, Bol. 2ja
herb. íbúð á 3. hæð. Laus 1
eftir mánuð.
Vitastígur 13, Bol. 3ja herb.
íbúð á neðri hæð í fjórbýlis-
húsi. Laus fljótlega.
Hólastígur 6, Bol. , 128
ferm. sérhæð ásamt bíl-
skúr.
Stórholt 7 glæsileg 3ja
herb. íbúð á 3. hæð. Laus
fljótlega.
Stekkjargata 4, lítið, stein-
steypt einbýlishús. Laust
fljótlega.
Urðarvegur 74, raðhús í
smíðum 2x100 ferm. með
innbyggðum bílskúr. Tilbú-
ið til afhendingar fljótlega
rúmlega fokhelt.
Arnar G.
Hinriksson
Fjarðarstræti 15,
Sími 4144
hdl.
Hermannsson og móðirin er
Sigríður Kristinsdóttir.
Soffía og Sverrir búa í
óvígðri sambúð og eiga
ekki börn. Soffía er spurð
um starf.
Ég hef starfað sem for-
stöðumaður á dagvistar-
heimilinu Grænuborg. Svo
hef ég verið að syngja líka.
Ég hef verið átta eða tíu ár í
tónlistarskólanum hérna að
læra að syngja og leika á
píanó ásamt því sem ég
kalla undirstöðugreinar, eða
öðru nafni „teóríur“.
— Ætlar þú þá að skella
þér út í tónlistarlífið af full-
um krafti þegar þú kemur
vestur?
„Það er allt óráðið ennþá
og ég fer rólega í það,
a.m.k. til að byrja með ,“
svarar Soffía, en Sverrir
hefur þar til mála að leggja:
„Ég vil nú fá að hafa hana
hjá mér stundum“.