Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 8
„Geymið og þér munið finna“
HÖFUM FYRIRLIGGJANDI
MÖPPUR stórar og smáar
Skjalaskúffur og grindur
Pappaöskjur í raðkerfi
Skjalaskápar
Bókav. Jónasar Tómassonar
Sími 3123 ísafirði
vestfirska
FRETTABLASID
ERNIR p
ISAFIROI
Símar 3698 og 3898
BILALEIGA
I Þorsteinn Friðþjófsson þjálfar Iið Í.B.Í.
Þorsteinn Friðþjófsson hefur
J verið ráðinn þjálfari 1. deildar-
! liðs isfirðinga í knattspyrnu.
I Þorsteinn er rúmlega fertugur
| Reykvíkingur og hefur áður
I þjálfað 1. deildarlið Breiða-
I bliks og Þróttar í Reykjavík.
J Síðast var hann hjá Stjörnunni
Garðabæ. Hann er fjölskyldu-
maður og kemur til ísafjarðar í
vor með konu og börn.
Til að byrja nreð mun Þor-
steinn þjálfa þann hluta liðsins,
sem er í Reykjav'k, þar. Jafn-
framt mun hann skreppa vestur
öðru hvoru og leggja línurnar um
hvernig haga skuli þjálfun þeirra
sem heima eru. en áformað er að
ráða mann til að þjálfa þá eftir
fyrirmælum Þorsteins.
Með vorinu mun hann svo
flytja vestur og þjálfa allt liðið á
heimaslóðum í sumar.
Ráðinn hafði verið færeyskur
leikmaður til að leika með liðinu
í sumar. Hann hafði þó þarifl
fyrirvara á að hann bað um að
ekki yrði sagt frá samkomulaginu
í blöðum fyrst um sinn. vegna
þess að félagaskipii eru mjög við-
kvæmt mál í Færeyjum og hann
vildi ekki láta ákvörðun sína vitn-
ast þar. fyrr en um það leyti sem
hann færi. Blöðin voru beöin að
hafa hljótt um þessa ráðningu.
Eitt dagblaðanna í Reykjavík |
gat ekki stillt sig og skrifaði um |
málið, með þeim afleiðingum að I
allt gekk til baka og sá færeyski I
kemurekki. SV ■
Áheyrnarfulltrúarnir
enn í sviðsljósinu
HLJÓMPLÖTUÚTSALA
hefst í verslun okkar í dag
Enn er bitist um áheyrnar-
fulltrúana í bæjarráöi ísafjarð-
ar. Á bæjarstjórnarfundi á
fimmtudagskvöldið í sfðustu
viku var samþykkt með at-
kvæðum meirihlutans að
skjóta inn í bæjarmálasam-
þykktina heimild til að kalla
aftur á áheyrnafulltrúana, sem
sendir voru heim í nóvember-
lok.
Það sem á undan er gengið er í
stuttu máli þetta. Þegar fulltrúar
af fjórum listum komu sér saman
um að mynda meirihluta í bæjar-
stjórninni, kom á daginn að allir
vildu þeir eiga þess kost að sækja
fundi bæjarráðs, þótt aðeins tveir
þeirra geti setið þar sem fullgildir.
Þá ákvað meirihlutinn að hinir
tveir skyldu eiga þar áheyrnafull-
trúa með tillögurétti og málfrelsi.
og launum.
Þessu vildi minnihlutinn, sjálf-
stæðismenn ekki una og kærðu til
Félagsmálaráðuneytisins. Ráðu-
neytið úrskurðaði áheyrnafulltrú-
ana ólöglega, þar sem ekki væri
heimild fyrir þeirrt í bæjarmála-
samþykktinni og þar með voru
þeir sendir heim. Nú er svarleikur
meirihlutans að fella heimildina i
samþykktir bæjarins. Greinin,
sem bætt er inn í hljóðar svo:
Þeir flokkar sem fulltrúa eiga í
bæjarstjórn, en ekki f
bæjarráði, mega tilnefna bæj-
arfulltrúa til að sitja fundi bæj-
arráðs, með málfrelsi og til-
lögurétt." Samþykktin tekur þó
ekki gildi. nema Félagsmálaráðu-
neytið samþykki hana.
„Við gefum þetta aldrei eftir.
Þetta er óréttlæti og við erum
bara rétt að byrja," sagði Guð-
mundur H. Ingólfsson, efsti mað-
ur af lista Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn, þegar blaðið spurði
hann hvort málinu væri lokið
með þessu. Hann bætti því við að
þeir sjálfstæðismenn teldu þessa
samþykkt vera brot á lögum um
sveitarstjórnarmál og að hliðstætt
mál þessu hefði aldrei komið upp
á fslandi fyrr. Hann sagði að ef
ráðuneytið samþykkti þetta, ætti
minnihlutinn enn eftir möguleik-
ann á að sækja málið fyrir dóm-
stólum. „Viðbrögð okkar að öðru
leyti, verða ekki birt af okkur,
fyrr en að því kemur að áheyrna-
fulltrúarnir komi á fund,“ sagði
Guðmundur H. Ingólfsson.
SV
Grænagardsbikar
Keppnin um Grænagarðs-
bikarinn verður háð á laugar-
daginn kemur. Eins og flestir
fsfirðingar vita er þetta fyrsta
skíðakeppni hvers vetrar á fsa-
firði, og hefur svo verið um
árabil. Keppt verður í svigi 16
ára og eldri.
Grænagarðsbikarinn gaf Neta-
gerð Vestfjarða til þessarar
keppni, fyrir rúmum 30 árum.
Síðan hefur verið keppt um hann
árlega. Öðru hvoru hefur bikar-
inn verið endurnýjaður og þá ým-
ist sem bikar eða stytta, en allt
undir sama nafni, Grænagaðsbik-
arinn.
Álfar tröll og eðalbornir
í heimsókn hjá Bolvíkingum
Fegurstu álfar og ferleg tröll
undir forustu kóngs og drottn-
ingar, prinsa og prinsessa og
fylgt af Grýlu og Leppalúða,
þeim leiðu skötuhjúum, heim-
sóttu Bolvíkinga á föstudags-
kvöldið var. Upphaflega hafði
verið gert ráð fyrir að gestir
þessir kæmu að kvöldi þrett-
ándans, og þá var búið að
hlaða bálköst á íþróttavellin-
um, til að lýsa þeim leiðina. En
þann dag var mikil ófærð í
mannabyggðum og gestirnir
töldu sig ekki nógu vel búna til
að leggja f ófærðina. Förinni
var frestað þar til færð batnaði
1
og veður urðu blíðari. Á föstu-
daginn kom svo hersingin
þrammandi. Hennar var fyrst
vart við barnaskólann, en það-
an hélt hún að dvalarheimili
aldraðra og tók þar lagið fyrir
dyrum úti, vistmönnum til gle-
ði. Kösturinn góði var kaffentur
á íþróttavellinum, en bæjarbú-
ar kunna ráð við flestu og
kveiktu eld í olíutunnu á Ráð-
hústorgi. Þar stóð Jón Friðgeir
Einarsson, sem kvað vera vel
kunnugur á slóðum heimsækj-
enda, og uppfræddi heimalýð-
inn um hegðan þeirra og háttu
í þeirra heimabygð. Heimsækj-
endur runnu á hljóðin og eld-
inn og urðu miklir fagnaðar-
fundir með þeim og mönnum.
Að loknum faðmlögum og fyrir-
bænum upphófst söngur og
dans. Þar skemmtu sér saman
menn og álfar, kóngaaættir og
tröll, grýlur og annað gott fólk,
lengi kvölds á meðan eldur
brann f olfutunnu.
Síðan hélt hver til síns heima
og að sögn Jóns Friðgeirs,
sem var búinn að fá fréttir frá
álfum og tröllum, þótti þeim
Bolvíkingar vera höfðingjar
heim að sækja og mun altalað í
þeirra byggð að heimsókn
þessi hafi í alla staði verið hin
ánægjulegasta. gy
Hríðarklakkar kólguský
klekja út nýjum degi.
Fennir og skefur ennþá í
auðnu minnar vegi.
TILBOÐ: Þú velur 4 plötur en borgar 3
BÍLALEIGA
Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972 — 6932
Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688
Sendum bílinn
Opið allan sólarhringinn
PÓLLINN HF
Isafirói
Sími3792