Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Side 7

Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Side 7
vestfirska rRETTABLADID Þorkell Diego bjó lengi á Suðureyri og var þá um skeið fréttaritari Vestfirska frétta- blaðsins. Hann er nú fluttur til Reykjavíkur og matreiðir ham- borgara og annað góðmeti á Fjarkanum í Austurstræti 4, sem hann á nú. Fréttamaður hitti hann þar nýlega og lét hann þá vel af sér, sagði að Vestfirðingar kæmu mikið á Fjarkann og skiptust á fréttum. Fréttirnar verði eftir á Fjarkan- um handa þeim sem síðar koma. Hann sagði að það hefði skeð að hann hefði sagt þeim nýjustu fréttirnar að vestan, sem koma beint úr flugvélinni til hans. Myndin er af Kela og Guð- rúnu Ástu dóttur hans við pönnuna á Fjarkanum. SV Innheimta bæjargjalda lakari Innheimta bæjargjaldanna á ísafirði gekk ekki eins vel á síðasta ári og árið þar áður. Af heildartölu þess sem var til innheimtu voru 84,2% greidd fyrir áramótin sfðustu, en áriö áður náðust 88,38%, af sam- svarandi gjöldum. Á árinu 1982 voru kr. 28.445,380,- lagðar á bæjarbúa í útsvar og aðstöðugjöld. Með breytingum á álagningu hækkaði þessi tala um kr. 256.755,-. Vextir á þessi gjöld urðu kr. 1.890.034,- og eítirstöðvar frá fyrra ári voru kr. 2.642.324,- Samtals til innheimtu af þessum gjöldum voru því kr. 33.234.493,-. Af því innheimtist fyrir áramót 82,62%, eða kr. 27.457.607,-. Af álagningu ársins, ásamt vöxtum náðist hinsvegar 89,75%, en var árið áður 93,30%. Fasteignagjöldin urðu samtals með vöxtum og eftirstöðvum frá fyrra ári kr. 7.459.401.-. Af því innheimtist 91,22%, eða 6.804.659,-, en 93,04% árið áður. Samtals voru álögð gjöld á fsa- firði kr. 35.036.867,-. Sú tala hækkaði um 210.734,- krónur við breytingar, og vextir urðu samtals kr. 2.496.831,-, eða litlu lægri heldur en eftirstöðvarnar frá fyrra ári. sem voru kr. 2.949.462.-. Sam- tals voru til innheimtu á árinu kr. 40.693.894,- og af því náðust kr. 34.262.266,-, sem er eins og fyrr sagði 84,2%. Ógreiddar eftirstöðv- ar eru kr. 6.431.628,-, sem er tæp- lega 160% hærri tala en eftir- stöðvarnar voru um áramótin þar á undan. Af álögðum gjöldum eingöngu, fyrir utan vexti og gamlar skuldir. borguðu fsfirðingar 90,77% á síð- asta ári, en á árinu 1981 greiddu þeir 93,65% af álagningunni. „v Í.B.Í. þingið um helgina: Tryggvi endurkjörinn Þing iþróttabandalags fsa- fjarðar var haldið um síðstu helgi. Að sögn Björns Helga- sonar fþróttafulltrúa fór fundur- inn vel fram, umræður urðu miklar og fjörugar en málefna- legar. Eitt helsta mál þingsins var uppbygging íþróttaaðstöðu í bænum og var gerð ályktun um það efni. Tryggvi Guðmunds- son hefur verið formaður ÍBf undanfarin sex ár, en nú kom fram mótframboð gegn honum. Það var Ólafur Helgi Ólafsson sem gaf kost á sér til formenn- skunnar. Við atkvæðagreiðslu hélt Tryggvi velli, hann fékk 13 atkvæði en Olafur Helgi fékk átta atkvæði. Stjórnina skipa nú Tryggvi Guðmundsson, for- maður, og með honum eru Gunnar Pétursson, Guðmund- ur Ágústsson, Jónatan Arnórs- son og Ólafur Helgi Ólafs- son. Formaður er kosinn sér- staklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verk- um. Samtals samþykkti þingið níu ályktanir. í einni þeirra er lögð mikil áhersla á að strax verði hafist handa við fullnaðarfrágang íþróttasvæðisins á Torfnesi. f annari er samþykkt að koma á fót afmælismótum í sem flestum greinum í tilefni af 40 ára afmæli I'BI' á næsta ári og að undirbún- ingur hefjiat nú þegar. Þá er í þeirri þriðju óskað eftir að bæjar- stjórn ísafjarðar láti gera ítarlega könnun á, hvort svæðið, sem á- kveðið hefur verið fyrir golfvöll sé það heppilegasta sem kostur er á. f tveim ályktunum er lagt til að unnið verði að bættri aðstöðu við sundlaug fsafjarðar til aukinnar heilsuræktar og íþróttaiðkunar al- mennt og að Hnífsdælingar fái úthlutað útisvæði til knattíþrótta. Ein ályktunin er um að gerðar verði strangar kröfur til íþrótta- iðkenda og forustufólks þeirra um að öll vímugjafaneysia verði vordæmd og bönnuð í leik og íþróttastarfi. Að síðustu eru svo þrjár sam- þykktir, þar sem þingið lýsir á- nægju með lagningu göngubrauta á Torfnesi, í Holtahverfi og með- fram Hnífsdalsvegi og skorar á bæjarstjórn að gera hið fyrsta trimmbraut í Tungudal. með framkvæmdir á skíðasvæðinu á Seljalandsdal og með að nú hillir undir nýtt íþróttahús á ísafirði. SV Blótum þorra á laugardag Athugið að panta þarf borð fyrir kl. 15:00 sama dag. Mjög fjölbreyttur þorramatur HAMRABÆR STÓR ÚTSALA ÍSFIRÐINGAR TAKIÐ EFTIR Stór útsala í Einari og Kristjáni því verslunin flytur í nýtt húsnæði í febrú- ar. Allt áaó seljast Tryggvi Guðmundsson. MÚRBROT Önnumst allskon- ar múrbrot, hvar sem er bæði inn- anhús og utan með rafmagns kjarnabor. Múrbrot sf. ísafirði Símar 94-4102 Og 94-4086 i FASTEIGNA ! VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Einbýlishús að Árvöllum. Afhendast fokheld eða til- búin undir tréverk. Bakkavegur 23, 4. herb. 125 ferm. einbýlishús. Fitjateigur 6, 126 ferm. 5 herb. einingahús. I Smiðjugata 1a, 2. herb. ca. I 35 ferm. íbúð í gamla bæn- I um. I I Hlíðarvegur 27, e.h. I 3 herb. íbúð, ásamt bíl- I geymslu I I Engjavegur 33, efri hæð [ 3ja herb. íbúð ásamt bíl- • skúr á neðri hæð. I | Strandgata 5, 4 herb. ca. j 120 ferm. nýuppgerð íbúð I á neðri hæö. I I Túngata 12, 2 herb. íbúö á I neðri hæð, með sérinn- I gangi. I [ Heimabæjarstígur 2, I 4 herb. snyrtilegt hús við I Strandgötu. J Stórholt 13, 1. hæö t.h. 3 I herb. 92 ferm. íbúð. Laus | um áramót. I I BOLUNGARVÍK: J Vitastígur 17, efri hæð. I Góð 4. herb. séríbúð. Laus | strax. | Höfðastígur 12, 4-5 herb. | steinsteypt ca. 137 ferm. I hús ásamt bílskúr. I Ljósaland 3, 109 ferm. ein- J ingarhús í Grundarstígur 12, 5 herb. | forskalað timburhús á I tveimur hæðum. I J Holtabrún 7, nýbyggt stein- I hús á tveimur hæðum. | Skipti á minni íbúð hugsan- | leg. Húsið er ca. 2x130 I I Vitastígur 10, steinsteypt tveggja hæða einbýlishús, 2x90 ferm. Bílgeymsla fylgir. J FLATEYRI: | Eyrarvegur 13, 125 ferm. 6. I herb. einbýlishús á 2. hæð- | um. I I Hjallavegur 10, 120 ferm. j 5. herb. raðhús. 40 ferm. [ bílskúr fylgir. I I I I I I I I I I I I I I I Ránargata 7, 200 ferm. 5. herb. einbýlishús á 2 hæð- um, nýeinangrað. ÞINGEYRI: Aðalstræti 25, 75 ferm. 4. herb., járnklætt timburhús. Fjarðargata 40, 90 ferm. 4. herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Vallargata 10, 110 ferm. 4. herb. raðhús. ■Tryggvi SGuðmiindsson, |hdL I Hrannargötu 2. ísafirði ■ Sími3940 I

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.