Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.01.1984, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 12.01.1984, Page 8
GEYMT EN EKKI GLEYMT er það sem gildir fyrir allar nóturnar, reikningana, kvittanirnar og allt það. Höfum fyrirliggjandi pappaskúffur og skápa skjalagrindur og bakka. EINNIG PAPPA- OG PLASTMÖPPUR STÆRÐUM OG LITUM. ÝMSUM BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123 — ísafirði vestfirska FRETTABLASIS ERNÍR r ISAFIROI Símar 3698 og 3898 NLALEIGA l yrsla bam ársins Fyrsta barn ársins á ísafirði var Súðvíkingur. Það var iítil perla sem vóg 11 merkur og var 48 cm löng, dóttir þeirra Oddnýjar Bergsdóttur og Barða Ingibjartssonar Túngötu 14, Súðavík. Þetta var annað barn þeirra og kom í heiminn kl. 9:15 fimmtudaginn 5. janúar. Ekki vitum við til að önnur börn vestfirsk hafi á þessu ári vippað sér í veröldina fyrr en áðurnefnt barn og því köllum við það fyrsta barn ársins, a.m.k. þangað til annað kemur í Ijós. Jón Páll Halldórsson um samninginn við Long John Silver: „Skapar aukíð öryggiu Við höfðum samband við Jón Pál Halldórsson fram- kvæmdastjóra Norðurtangans hf. og spurðum hann hvort hinn nýi samningur við Long John Silver kæmi til með að hafa bein áhrif á frystihús SH á Vestfjörðum. „Já, alveg tvímælalaust,“ sagði Jón Páll. „Það skapar aukið öryggi að vera búinn að selja svona mikið magn fyrir- fram á ákveðnu verði.“ Jón Páll sagði að erfitt væri að segja um hvort þetta kæmi til með að bæta stöðu frystihúsanna beint. „Þetta er náttúrulega frjáls markaður og þarna hefur ekki verið um að ræða fasta samninga. en nú er gerður þarna fastur samningur með ákveðnu verði sem gildir allt þetta ár. þannig að við þurfum ekki að óttast að um verðlækkun verði að ræða á þessu Sigurjón Ingi Hilaríus- son ráðinn forstöðu- maður Bræðratungu Bræðratunga, vistheimili og þjónustumiðstöð fyrir þroska- hefta á Vestfjörðum, er nú óð- i r i Im Það hefur verið hundur f veðrinu siðan á áramótum og því mikið gæftaleysi. Meira að segja togararnir urðu að höfra af miðunum og lönduðu í vikunni smá- slöttum sem ekki tekur að tíunda. Línubátarnir hafa náð þetta 3—5 róðrum milli bylja og afli verið hinn þokkaleg- asti; 25—30 tonn frá ára- mótum. Rækjuveiðin hófst á föstudaginn og trilluðu sér þá nokkrir bátar útí Djúpið. Svo virðist sem þetta rauða silfur hafsins hafi verið frek- ar mótfallið því að láta veiða sig, því afli var frekar dræm- ur að sögn tíðindamanna blaðsins. Veður hefur líka hamlað þessum litlu bátum. Frekar rólegt mun því vera í sumum rækjuverksmiðjum þessa dagana, en vonandi rætist úr því. AFLAHÆSTU LÍNUBÁT- ARNIR Á HAUSTVERTÍÐ- INNI VORU: 1. Hugrún, Bolungarvík, 326.8 tonn í 63 róðrum. 2. Orri, ísafirði, 324,7 tonn í 57 róðrum. 3. Sigurvon, Suðureyri, 311.9 tonn í 54 róðrum. 4. Víkingur III., ísafirði 292,5 tonn í 55 róðrum. 5. Þrymur, Patreksfirði, 263,8 tonn í 44 róðrum. Aflabrögð línubátanna voru mun lakari í haust en árið á undan, sem stafar bæði af óhagstæðum gæft- um og minni afla. Afli 5 hæstu línubátanna var nú 1520 lestir í 273 róðrum eða 5,57 lestir að meðaltali í róðri, en árið áður var afli 5 hæstu báta 1967 lestir í 331 róðri, eða 5,94 lestir að meðaltali. Aflahæsti línubáturinn í desember var Sigurvon frá Suðureyri með 84,1 lest í 12 róðrum, en í fyrra var Marfa Júlía frá Patreksfirði afla- hæst í desember með 110,4 lestir í 15 róðrum. HEILDARAFLI TOGARANNA ÁRIÐ 1983 Árið 1983 voru gerðir út 14 togarar frá Vestfjörðum, og öfluðu þeir samtals 49.397 lestir. Var meðalafl- inn því 3.528 lestir. Árið 1982 voru togararnir 13 og öfluðu þá 55.387 tonn, þannig að meðalaflinn var 4.261 lestir. Árið 1981 varð meðalaflinn 4.658 lestir og árið 1980 4.513 lestir. AFLI EINSTAKRA TOGARA: 1. Guðbjörg, ísafirði, 5.346 lestir. 2. Páll Pálsson, Hnífsdal, 4.196 lestir. 3. Júlíus Geirmundsson, Fsafirði, 4.160 lestir. 4. Bessi, Súðavík. 3.937 lestir. 5. Tálknfirðingur, Tálkna- firði, 3.870 lestir. 6. Dagrún, Bolungarvfk, 3.565 lestir. 7. Gyllir, Flateyri, 3.502 lestir. 8. Elín Þorbjarnardóttir, Suðureyri, 3.442 lestir. 9. Sléttanes, Þingeyri, 3.234 lestir. 10. Sigurey, Patreksfirði, 3.215 lestir. 11. Guðbjartur, ísafirði, 3.087 lestir. 12. Heiðrún, Bolungarvík, 2.801 lest. 13. Sölvi Bjarnason, Tálkna- firði, 2.373 lestir. 14. Framnes I, Þingeyri, 2.373 lestir. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Rakatæki og rakamælar Vorum að fá nýja sendingu afraka- tækjum og rakamælum Hefur þú athugað rakastigið á þínu heimili eða vinnustað? Rétt rakastig bætir, hressir og kætir um að taka á sig endanlega mynd. Nú í lok þessa mánaðar er gert ráð fyrir að annað húsið af tveim verði tilbúið. Þar eru rúm fyrir átta vistmenn í fjórum tveggja manna herbergjum. Gert er ráð fyrir að starfræksla heimilisins hefjist í vor, en fjár- veiting er frá 1. aprfl. Níu stöðugildi hafa fengist og var forstöðumaður heimilisins ráðinn nú nýverið. Það er Sigur- jón Ingi Hilaríusson, kennari að mennt og hefur sérhæft sig í þess- um málum. í þeim tilgangi m.a. dvalið 7 — 8 ár í Noregi. Sigurjón er væntanlegur til ísafjarðar í byrjun febrúar til að undirbúa opnun vistheimilisins. Að sögn Rannveigar Guð- mundsdóttur félagsráðgjafa sem unnið hefur að undirbúningi opn- unar vistheimilisins er ekki end- anlega ljóst hvernig rekstri þess verður háttað, né hve margir vist- menn koma til með að verða þar í byrjun. Þó er Ijóst að rólega verð- ur farið af stað og húsið ekki fullnýtt strax. Rannveig sagði að þarna yrði sólarhrings- og dag- vistun. þannig að foreldrar sem byggju nálægt svæðinu gætu fengið börn sín heim um helgar eða á kvöldin. Rannveig var spurð hvort til væru einhverjar tölur um fjölda þroskaheftra á Vestfjörðum og sagði hún að árið 1981 hefði verið gerð könnun á því. Reyndust þeir þá vera 67. en ekki reiknaði hún með að meira en helmingur þeirra væru hugsanlegir vistmenn hér. — margir væru brottfluttir. á öðrum stofnunum eða björguðu sér sjálfir. Á listanum voru tíu börn og var Rannveig búin að hafa samband við foreldra þeirra allra. Standa nú yfir viðræður við þá. Ekki reiknaði Rannveig með að margir kæmu að sunnan til dvalar í Bræðraturigu. Við hér á Vf. eruni hrifnir af nafninu Bræðratungu. en það voru einmitt bræðurnir í Tungu sem gáfu lóðina undir húsið. ári. En það liggur jafn ijóst fyrir að við þurfum ekki að vonast eftir verðhækkun." Aðspurður sagðist Jón Páll telja að verðlækkunin sem um var samið hefði verið nauðsynleg eins og málin stóðu. Hann benti líka á að ef dollarinn yrði jafn traustur gjaldmiðill út þetta ár og hann hefði verið að undanförnu. þá gæti nýja verðið orðið svipað í krónum talið. t vestfirska iS hefur lieyrt AÐ karlmenn á Flateyri séu med óvenju hýrri há í vetur-. Sömuleiðis hafi þeim farið töluvert fram í ensku. Á- stæðan? Jú, óvenjumargar erlendar ungmeyjar séu nú þar í fiskvinnu... AÐ Barði Olafsson, sem verið hefur umdæmisstjóri Flugleiða á Vestfjörðum, muni hinn 1. febrúar n.k. fiytja sig um set og taka við stöðu aðstoðarstöðvar- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Þrír ungir menn hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn hans, — Jóhann Guðmundsson afgreiðslu- stjóri á ísafjarðarflugvelli, Arnór Jónatansson að- stoðarafgreiðslustjóri á Reykjavíkurflugvelli og Árni Sigurðsson í farskrárdeild Flugleiða. Allir þekkja þessir menn vel til Vest- fjarða... AÐ blikur séu nú á lofti varðandi liðsskipan ÍBÍ næsta sumar. Liðsflótti mun verða töluverður, en óvíst hvort nýir menn bæt- ast í hópinn. Öruggt má telja að Ámundi Sigmunds- son, Hreiðar Sigtryggsson, Gunnar Pétur Pétursson, Bjarni Jóhannesson og Jón Oddsson muni ekki leika með liðinu næsta sumar. Þá mun ríkja óvissa varðandi Örnólf Oddsson, Atla Jóhannsson, Guðjón Reynisson, Guðmund Magnússon og Jón Björns- son. Við heyrum aö hin nýja stjórn knattspyrnuráðs sé nú að „sverma fyrir“ Haraldi Stefánssyni og Gunnari Guðmundssyni, sem báðir hafa leikið með liðinu áður. Spyrja nú sum- ir hvort Jóhann Torfason verði eini maðurinn í liðinu næsta sumar.... BILALEIGA Nesvegi 5 — Súitóvík — 94-6972-6932 (írensásvegi 77 — Revkjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opiö allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.