Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1984, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1984, Síða 1
10. tbl. 10. árg. vestíirska 8. mars 1984 FRETTABLADIS FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFL UG VELLI SÍMI 3000 OG 3400 ^ FLUGLEIDIR Það er ekki ofseint að panta FERMINGARFÖTIN En það er vissara að gera það strax, því síðasta sendingin kemur í nœstu viku. Verslunin ísafirði sími 3103 Rœkjuveiðamar í Djúpinu: 388 tonna viðbót —fiskifræðingar mæltu með 200 tonnum Ráðuneytið hefur látið þau boð út ganga að hífa megi 388 tonn af rækju til viðbótar upp- úr ísafjarðardjúpi. Er þetta næstum tvöfalt það magn sem fiskifræðingar mæltu með, sem var 200 tonn og byggt á góðri útkomu ársgamallar rækju, en menn höfðu óttast að fá annan jafn slæman árgang og í fyrra, þ.e.a.s. tvo slæma árganga í röð. „Okkur finnst þetta heldur mikil viðbót," sagði Guðmundur Skúli Bragason hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins þegar við spurðum hann álits, og kvað hann fiskifræðinga nokkuð uggandi. Hann gat þess og að töluvert væri af síld í Djúpinu og nefndi ‘82 árganginn í því sambandi. Mest sagði hann vera á ákveðnum svæðum og reyndu menn að forð- ast þau. Reiknað er með að þessi 388 tonna viðbót dugi fram í apríl en þá bætast við 60 — 70 tonn utan kvóta sem menn fá til að veiða í sjóði. Það má því segja að hagur rækjumanna hafi vænkast svolít- ið. Þingeyri: Endurbótum á frystihús- inu að ljúka Sfðan sumarið 1982 hafa staðið yfir endurbætur á frysti- húsi Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri, og er þeim nú að mestu leyti lokið, að sögn Bjarna Grímssonar kaupfé- lagsstjóra. Breytingarnar hófust með því að byggð var ný fiskmóttaka og var hún tekin í notkun í sept- ember s.l. Nýr vélasalur var byggður og sá gamli tekinn undir lausfrysti. Og núna eftir áramótin var síðan tekinn í notkun nýr snyrti- og pökkunarsalur. Um þessar mundir er ennfrem- ur verið að setja upp nýja frysti- vél. „Þetta er gert til að fá fram ákveðna hagræðingu og hag- kvæmni í húsinu, þannig að ekki þurfi sifellt að vera að hlaupa fyrir horn,“ sagði Bjarni Gríms- son. „Við erum núna að safna kjarki til að Ijúka þessum fram- kvæmdum," sagði Bjarni og kvað hinn litla kvóta togaranna koma illa við þá. „Hefðum við verið látnir í friði, ef svo má að orði komast, þá hefðum við kraflað okkur út úr þessu á stuttum tima. Þegar maður er bæði með dýr og mikil skip og er að endurskipu- leggja frystihúsið, þá kemur þetta eins og hnífur í bakið,“ sagði Bjarni Grímsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri. Þeir eru ekki stórir skammt- arnir sem litlu bátunum er ætl- að að veiða næsta sumar. Margir þeirra fá kringum 20 tonna kvóta, en það getur einn maður dregið á færi á þremur vikum í góðu tíðarfari. Bersýni- lega munu því margir neyðast til að leggja bátum sínum í lengri eða skemmri tíma og óvíst hvernig mönnum reiðir af fjárhagslega þegar það dæmi verður gert upp. Heyrst hafa hugmyndir um að safna kvót- um nokkurra báta saman á einn, en margir hugsa sér þó að róa einir. „Við fengum I71/: tonn og ég sé ekki fram á annað en ég verði að vera einn á bátnum, það er ekkert hægt að skipta þessu,“ sagði Rafn Oddsson, eigandi bátsins Gunn- ars Sigurðssonar. „Það fer nú eftir tíðarfari hvað maður verður lengi að ná þessu inn, en það ætti ekki að vera nema fjórir túrar. Það eru 16 dagar í góðu tíðarfari," sagði Rafn. — Hvað gerirðu þá að því loknu? „Það er nú þannig með mig að ef mér dettur ekkert í hug þá get ég lagt bátnum, því ég hef lagt áherslu á að standa í skilum og er nokkurn veginn búinn að borga bátinn niður, svo ég er ekki eins illa settur og margir aðrir. Fyrir þá sem skulda í bátum er ekkert annað að gera en að fara á kúpuna. Þeir geta ekki farið á úthafsrækju á svona litlum bátum og ekki selt, því enginn kaupir bát sem ekki má fiska. Aftur get ég lagt mínum bát og fengið mér aðra vinnu þangað til rækjuveið- arnar hefjast aftur. Ef það verður mjög gott veður og mér leiðist í sumar, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að fara á lúðuveiðar, ef ég má það. Ég á allar græjur til þess og dálítið af efni í lóðir," sagði Rafn Oddsson. „Við fáum 27 tonn af þorski og 500 kg af ufsa,“ sagði Torfi Björnsson og kvaðst verða einn á sínum bát. „Við höfum verið þrír, en ég sé ekki að þetta verði til skiptanna. Það er líka augljóst að ég verð að leggja bátnum stóran part úr ári,” sagði Torfi, sem rekur Örn ÍS. „Við höfum undanfarin ár ver- ið með 90 — 100 tonn og komist hæst í um 150 tonn, þannig að þetta er mikill niðurskurður. Og þó maður vildi fara á síld þá borgar það sig ekki vegna þess að það er svo lítið borgað fyrir hana. Við fengum ekki nema 3 kr. á kílóið í fyrra og það fyrir þessa fallegu síld “ sagði Torfi og kvað hafa verið töluvert af síld í Djúp- inu í fyrra. Þegar við spurðum hvort hann mundi fá sér aðra vinnu sagði Torfi að þrengjast mundi á vinnu- markaðnum þegar sjómenn af litlu bátunum færu að leita sér annarrar vinnu og því óvíst hvort hann fengi vinnu sjálfur. Hins vegar sagði hann að sér stæði til boða að vera með bát á úthafs- rækju í sumar, en væri ekki búinn að gefa svar. „En mér dettur ekki í hug að vera með barlóm,“ sagði Torfi. „Við Vestfirðingarnir björgum okkur alltaf einhvern veginn.“ Liggja þeir í höfn lungann úr sumri? Torfi Bjömsson: Ljósm. Hrafn Snorrason Við Vestfirðingamir björgum okkur alltaf einhvem veginn — Vestfirska ræðir við tvo bátasjómenn um aflamarkið Súðavíkurhreppur: íhugar sölu hlutabréfa í Frosta — með aðra atvinnuuppbyggingu í huga „Þetta er nú ósköp laust mótuð hugmynd ennþá, en það sem ligg- ur að baki er önnur atvinnuupp- bygging," sagði Steinn Kjartans- son, sveitarstjóri í Súðavík, um þá hugmynd sem fram hefur komið í hreppsnefndinni um að selja hlutabréf í Frosta, en hreppurinn á um 40% hlutabréfa í því fyrir- tæki. „I þessu felst að gera frum- könnun á hugsanlegum mögu- leikum á sölu,“ sagði Steinn, og kvað hugmyndina m.a. tilkomna vegna slæmra horfa í atvinnumál- um seinni part árs. „Við erum nú ekki með neitt sérstakt í huga, en hugsum okkur að nýta væntanlegan iðnráðgjafa Vestfjarða," sagði Steinn. „At- vinnulífið hérna er eins einhæft og hægt er að hafa það, þannig að ekki verður uppá neitt að hlaupa þegar togarinn verður búinn með kvótann.“ Þess má geta að VF hefur fregnað að Verkalýðsfélagið í Súðavík hafi lýst áhuga á að kaupa hlutabréf í Frosta ef af sölu verður.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.