Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1984, Blaðsíða 3
vesttirska FREITABLAEID Tíð keppnisferðalög spilla skólastarfinu Músík í sólskinsskapi Jónas Tómasson, tónskáld með verk í takinu Framhald af bls. 1 Kjartan Sigurjónsson, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á ísa- firði, sagði margar skýringar á hinni slöku útkomu. Hann nefndi að börnum hér væri ekki seinkað eins og víða annars staðar. Þá taldi hann að um fimmtungur þeirra sem gengu undir próf núna, væri ólæs. Há tala. Hann nefndi einnig tíð kennaraskipti og slæman að- búnað skólans. Mesta áherslu lagði hann þó á það sem hann kallaði virðingarleysi fyrir skólastarfinu og nefndi sem dæmi tíð keppnisferðalög til annarra byggðarlaga. í skóla- slitaræðu sinni í vor vék Kjartan að þessu og sagði m.a.: „Síst er það mitt mark að fara niðrandi orðum um íþróttaiðkanir, en mér er til efs að þær séu eins mannbætandi og efni standa til ef þær verða til þess að nem- endur bregðast sínu aðalstarfi." Kjartan sagði síðan ljóst að ísfirsk íþróttaæska stæði víðast fyrir ofan meðaltal, en þegar litið væri á niðurstöðu sam- ræmdu prófanna kæmi í ljós að staðan væri ekkert sambærileg íbúð til sölu Engjavegur 25, neðri hæð, sem er 84 ferm., þrjú her- bergi og eldhús. Upplýsingar gefa Halldór Svein- björnsson í símum 3223 og 4101 og Arnar Geir Hinriks- son í síma 4144. 19. júní Höldum upp á kvenréttindadaginn í samkomusal M.í. kl. 20:30 með skemmtifundi og kaffidrykkju. Allir velkomnir. Undirbúnings- nefndin. Stúlku vantar strax til að leysa af í sumarfrí. Upplýsingar í Vefn- aðarvörudeild K.í. við það sem gerðist á íþrótta- sviðinu. f samtali við Vf sagði Kjartan að dæmi væru til þess að nem- endur hefðu ekki mátt vera að því að mæta í samræmdu prófin og hefðu tekið þau þar sem þeir voru staddir á keppnisferðalagi. „Þetta kemur niður á festu í skólastarfinu, ekki bara hjá þeim sem fara, heldur líka hjá þeim sem eftir sitja,“ sagði Kjartan. „Svo er ég ekkert kominn til með að segja það að einkunnir eigi að vera hærri en landsmeðaltal hér. Þetta er meira og minna greindarpróf og það hefur enginn sagt mér að fólk hérna væri eitthvað gáf- aðra en annað fólk. Það hefur heldur enginn sagt mér að það væri heimskara; ég er alveg viss um að það er eins og fólk gerist á öllu landinu, en skólahaldið ekki. Og miðað við þær að- stæður sem skólinn býr við er ekki hægt að búast við betri út- komu,“ sagði Kjartan Sigur- jónsson, skólastjóri Gagn- fræðaskólans á fsafirði. Jónas Tómasson er eitt þeirra ungu íslensku tónskálda sem mikið kveður að um þessar mundir. Hann hefur starfað hér á ísafirði við tónlistarkennslu og tónsmíðar í allmörg ár. Verk eftir hann hafa víða verið leikin og fengið lofsamleg ummæli. Þar sem ekki fer mikið fyrir þessari vinnu Jónasar í hvers- dagslegu amstri okkar hinna sem fáumst við annarskonar smíðar en tónsmíðar, ákvað Vf. að forvitnast um það hvað Jónas væri með á prjónunum þessa dagana. „Ég er með ákveðið verk í takinu sem ég ætla að vinna að í sumar. Þetta er verk fyrir tvö píanó og hljómsveit.“ Jónas sagðist hafa minnst á hug- myndina að þessu verki við Halldór Haraldsson píanóleik- ara, og að Halldór hefði talið tilvalið að hann og Gísli Magn- ússon píanóleikari flyttu þetta verk saman. Þessir hljóðfæra- leikarar eru því hálft í hvoru hafðir í huga þegar verkið er samið. Aðspurður um yfirbragð verksins sagði Jónas: „Ég byrj- aði að hugsa um þetta verk í Starfskraft vantar til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í síma 3298. RöhverUP zs Póstur og sími LAUS STAÐA 50% staða póstafgreiðslumanns er laus. Umsóknarfrestur er til 12. júlí 1984. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Vöruflutningar ísafjörður — Reykjavík Ath. Brottför frá Reykjavík þriðjudagskvöld. Upplýsingar í síma 83700 (Vöruleiðir Reykja- vík) og 3356 ísafirði. Bjarni Þórðarson fyrrasumar í steikjandi sól og hita úti í Frakklandi. Nú, ef sólin fer að skína og það verður heitt hér á ísafirði í sumar þá verður vonandi sólskinsskap í þessu.“ Um aðstöðu sína til að semja sagði Jónas að hann teldi hana ágæta. Reyndar væri mikið að gera í kennslunni á veturna en sumrin nýttust vel til tónsmíða. Vonandi skín sólin glatt í sumar svo að sólskins- tónamir streymi úr penna tón- skáldsins og að verkið muni fullbúið færa áheyrendum yl- hýra tóna á þessu annars kalda landi. Ferðamálasamtök stofn- uð á fimmtudaginn Á undanförnum árum hafa ferðamál mjög verið til umrætóu hér á Vestfjörðum. M.a. hefur verið rætt um nauðsyn þess að allir þeir sem einhverra hags- muna eiga að gæta bindist sam- tökum um uppbyggingu ferða- mála í fjórðungnum. Nokkrir aðilar á fsafirði hafa rætt þessi mál sín á milli og hafa ákveðið að gangast fyrir stofnun Ferða- málasamtaka á Vestfjörðum hinn 21. júní n.k. Á fundinn, sem haldinn verður á Hótel ísafirði kl. 20 á fimmtudaginn, mun mæta Birgir Þorgilsson, mark- aðsstjóri Ferðamálaráðs, og flytja erindi og svara fyrirspurn- um. Það er von þeirra sem boða til stofnfundarins að sem flestir mæti og nýtt átak til eflingar þjónustu og verslun hefjist hér á Vestfjörðum. Smáauglýsingar BARNGÓÐ STÚLKA eða dagmamma óskast fyrir dreng á þriðja ári fyrir hádegi. Uppl. gefur Dóra í síma 4020. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. ALANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’TRÚIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172,400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA handsnúna saumavél í not- hæfu ástandi. Uppl. í síma 3107. TIL SÓLU Saab 900 GLE 1982 græn- sanseraður, 5 gíra, vökva- stýri, bein innspýting, raf- magnslæsingar, sóllúga, útvarp, segulband, 2 vetrar- dekk, grjótgrind. Uppl. í síma 3383. TAPAÐ — FUNDIÐ Gulllitaður kveikjari tapaðist á diskóteki að Uppsölum föstudagskvöld. Finnandi láti vita í síma 3493 á kvöldin. GÓÐ FUNDARLAUN. TIL SÖLU Kerruvagn og burðarrrúm. Uppl. í síma 3881. Munið Smáaug- lýsingarnar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.