Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1984, Blaðsíða 1
I vestfirska 1 FRETTABLADIÐ 26. tbl. 10. árg. 18. júní 1984. Vestfirskafréttablaöið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 15,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Lýð- veldið 40ára ígær Það rættist vonum betur úr sautjándanum í gær. Menn höfðu nagað á sér neglurnar af ótta við rok og regn sem gerði margra vikna undir- búning að engu, enda höfðu veðurfræðingar gefið slíkt í skyn. Svo fór þó ekki, a.m.k. ekki á ísafirði, skýjað var og þurrt og svo mikið logn að vart ióaði á steini. Þetta gerði það að verkum að há- tíðahöldin á Sjúkrahústúninu lukkuðust Ijómandi vel og voru skátafélögunum sem um þau sáu til mikils sóma. Sömu sögu er að segja af ballinu í tjaldinu, það fór á- gætlega fram. Meðfylgjandi mynd tók Hrafn Snorrason í gær og hann tók einnig myndirnar á bls.2 Það skásta —samkomulag milli ASVogÚFV „Þetta er það skásta sem við töldum að við gætum náð með friði og með tilliti til þeirrar ó- vissu sem ríkir í sjávarútvegin- um og efnahagslífinu í heild. Við betri aðstæður en nú eru, hefur oft verið staðið upp við minna“, sagði Pétur Sigurðsson formað- ur Alþýðusambands Vestfjarða um samkomulag það sem gert var í síðustu viku á sáttafundi sjómanna og útvegsmanna. Pétur Sigurðsson Pétur sagði að með þessum samningi hefðu fengist ýmsar leiðréttingar á liðum sem dottið hafa úr samningum eða breyst undanfarið, en ekki hafa verið gerðar orðalagsbrey tingar á. Nú mun vera unnið að þessum leiðréttingum. Að því loknu verða samningarnir kynntir í sjómannafélögunum á Vest- fjörðum. Guðmundur Guðmundsson formaður Útvegsmannaféags Vestfjarða sagðist aðspurður, vera ánægður með samkomu- lagið og að samningar hefðu náðst. Kjartan Sigurjónsson: Tíð keppnisferðalög spilla skólastarfinu — útkoman á samræmdu prófunum enn lakari en í fyrra íslenska 1983 1984 Ljóst er að útkoman á sam- ræmdu prófunum var enn lakari á Vestfjörðum í vetur en í fyrra. Meðaleinkunnir í Vestfjarða- umdæmi eru umtalsvert lægri en landsmeðaltal, eins og sjá má á eftirfarandi töflu: ísafjörður 48.5 46.6 Vestfirðir 43.5 42.6 Landið 5 2.9 55.5 Danska ísafjörður 45.1 46.0 Vestfirðir 41.0 44.1 Landið 49.9 53.9 Enska ísafjörður 54.2 46.0 Vestfirðir 47.5 44.6 Landið 5 6.3 56.0 Stærðfræði ísafjörður 47.1 48.5 Vestfirðir 4 3.4 41.5 Landið 5 2.7 55.2 Eins og sjá má er Grunnskól- inn á ísafirði töluvert yfir Vest- fjarðameðaltali, en hann er þó ekki hæstur skólanna á Vest- fjörðum. Samkvæmt heimild- um blaðsins mun skólinn í Bol- ungarvík hafa komið best út, en ekki tókst að ná í skólastjórann til að fá nánari upplýsingar. Sjá nánar á bls. 3 Bolungarvík: Sólrún sigldi í höfn á föstudaginn Græni liturinn skar sig úr hafblámanum. Svo stækkaði þessi græni blettur á hafinu uns greina mátti útlínur skips. Það kom nær og á endanum mátti lesa stafina á bógnum: Sólrún ÍS 1. Nýtt skip hafði bæst í bol- víska flotann. Þetta var á föstudaginn. Það var töluverður mann- fjöldi á bryggjunni, sumir greinilega komnir beint úr vinnu til að berja hina nýju eign aug- um. Myndavélar voru óspart mundaðar þó ekki væri beint myndrænt veður, stinningskaldi úr norðri svo sultardropafram- leiðsla var mikil. Nú, svo lagði Jón Guð- brandsson, skipstjóri, nýja skipinu að, og fólk flykktist um borð til að grandskoða herleg- heitin. Einar gamli Guðfinns- son lét sig ekki vanta. Jújú, þetta var prýðilegasta skip að sjá og Jón skipstjóri lét vel af þvi. Þetta er alhliða fiski- skip, en hefur sérstaklega verið búið til rækjuveiða. Það er 298,5 brúttólestir, 36 m langt, 8,5 breitt og 6,5 m djúpt. Aðalvél er af Mireless Blackstone gerð 990 hestöfl, 8 strokka. í skipinu eru tvær ljósavélar af Lister gerð og ein minni til rafmagnsfram- leiðslu í höfnum. Bógskrúfa er á Sólrúnu og Becker stýri. Á milliþilfari hefur verið komið fyrir fullkomnum búnaði til vinnslu á rækju. Er þar um að ræða vél sem flokkað getur rækjuna í fjóra stærðar- flokka, suðupott og tvennskon- ar hraðfrystibúnað. Ennfremur verður í skipinu tækjabúnaður til meltuvinnslu. Þrjár frystilestar eru í skipinu. Togbúnaður er hinn fullkomn- asti, að sjálfsögðu, og spilin af Rapp gerð. Einnig er Sólrún búin „Auto-troll“ kerfi. Óþarfi er að taka fram að siglinga- og fiskileitartæki eru hin full- komnustu sem völ er á og þau eru af J.R.C. gerð. Skipstjóri á Sólrúnu er Jón Guðbrandsson, eins og áður sagði. stýrimaður Ólafur Svan- ur Gestsson, en í fyrstu veiði- ferðum verður Hrólfur Ólafs- son stýrimaður. Fyrsti vélstjóri er Þór Ó. Helgason, annar vélstjóri Ingþór Karlsson. Ell- efu manns eru í áhöfn. Mar- sellíus Guðmundsson fiskiðn- aðarmaður verður með í fyrstu veiðiferðunum til ráðleggingar og aðstoðar við vinnsluna um borð. Sólrún var smíðuð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Hún fór á veiðar á laugardags- kvöld. Sólrún kemur til heimahafnar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.