Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 1
37. tbl. 10. árg. vestfirska 9. ágúst 1984 FRETTABLASIÐ FLUGLEIDIR Skemmtiferðir Viðskiptaferðir Allar ferðir Umboð Patreksfirði Innanlands farseðlar Millilanda ferðir Allar frekari upplýsingar Laufey Böðvarsdóttir, sími 1133 Verslunin ísafirði sími 3103 Panasonic NV 370 B Aðeins kr. 37.300 stgr. Nú ernýliðin mesta ferðamannahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Lítið varum að vera á Vestfjörðum og hafa eflaust margir Vestfirðingar farið burtu um lengri eða skemmri veg til að skemmta sér. Hljómsveitin Rock&Co stóð fyrir dansleikjum í Dalbæ á Snæfjallaströnd og flutti Fagra- nesið fólk inneftir. Blaðamaður Vestfirska fréttablaðsins fékk að fljóta með og tók þessa mynd þar sem fólk gekk á land við Bæi. Mjólkurstöðin stækkuð Rækjuverksmiðjur við Djúp: Stöðvun frestað Ekki verður af fyrirhugaðri lokun rækjuverksmiðja þann 10. ágúst. allavega ekki hjá rækjuverksmiðjum við Djúp. „Það er illa hægt að halda á- fram og ennþá verra að stoppa." sagði Eiríkur Böðvars- son hjá Niðursuðuverksmiðj- unni hf. Hann sagði að þeir væru búnir að stofna til við- skipta við báta og vildu ekki rifta þeim. Einnig er þeim illa við að segja starfsfólki upp. Svipaða sögu hafði Guðmund- ur Sigurðsson, hjá Rækjuverk- smiðjunni í Hnífsdal að segja. Hann kvaðst ekki vilja senda starfsfólk heim um hábjarg- ræðistímann, ekki fyrr en allt þryti. Rækjuverkendur eru engu að síður harðir á því, að vilja fá felld niður útflutningsgjöld af rækju, meðan markaðsverð er svo lágt sem raun ber vitni. Út- flutningsgjöldin eru fimm og hálft prósent af söluverði verk- aðrar rækju. Eiríkur reiknaði með að boð- uð yrði formleg frestun á að- gerðum rækjuverkenda. Ágústfriður í kvöld I kvöld stendur Friðarhreyf- ing Þingeyinga fyrir samkomu í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Hrevfingin er á hringferð um landið. Var ferðin undirbúin í samráði við aðrar friðarhreyf- ingar á landinu og hópa á ein- stökum stöðum. Samkoman ber yfirheitið Ágústfriður og samanstendur af dagskrá.sem ætluð er allri fjöl- skyldunni. Dagskránni er tví- skipt. Fyrst er menningar- og fræðsludagskrá sem hefst kl. 21.00. Þar flytja ávarp séra Gunnar Kristjánsson og Berg- ljót Yngvadóttir, sem er frá samtökum um friðaruppeldi. Síðan verður vísnasöngur og eðlisfræðingur mun flytja erindi um kjarnorkuvá. Kl. 11 hefjast síðan rokktón- leikar með hljómsveitinni Kamarorghestar frá Kaup- mannahöfn. Áætlað er að sam- komunni verði lokið kl. 01.00. 6 tilboð bárust í stækkun mjólkurstöðvarinnar á ísafirði. 1 frá Bolungarvík og 5 frá ísa- firði. Tilboði Gísla Guðmunds- sonar sf var tekið, en það var lægst. Það hljóðaði upp á rúmar 4,4, milljónir króna og er 97,6% af kostnaðaráætlun. Hæsta til- boðið var 14,8% yfir kostnaðar- áætlun. Um er að ræða helmings stækkun á mjólkurstöðinni, eða stækkun upp á 311 fermetra. Þar munu rúmast frystir, kælir, rannsóknarstofa, búningsher- bergi, kaffistofa og 2 skrifstofur. Útboðinu var skipt í áfanga. Er ætlunin að Ijúka við að steypa húsið upp og gera klárt að utan fyrir I. nóvember. Síðan verður byrjað að vinna við það aftur 1. apríl og eráætlað að verkinu verði lokið l.október 1985. í samtali við Vf sagði Björn Snorrason, Mjólkurbússtjóri að þessi viðbótarbygging við mjólkurstöðina væri mjög að- kallandi og alveg bráðnauðsyn- leg. Þrengslin hefðu m.a. valdið því. að ekki hefði verið hægt að anna eftirspurn. Patreksfjörður 48% undir kostnaðar- áætlun —Boðið í vinnu við Strandgötu Tilboð í vinnu við Strandgötu á Patreksfirði voru opnuð í síð- ustu viku. Alls bárust 6 tilboð. Samþykkti hreppsnefndar- fundur að taka tilboði frá Hag- virkja hf., Hafnarfirði og Vinnuvélum á Patreksfirði. Hljóðaði það upp á 2,89 mill- jónir króna. Hæsta tilboð kom frá Ræktunarsambandi V- Barðastrandarsýslu. 4,31 m.kr. Önnur tilboð voru: Vesturfell á Isafirði með 3,86 m. kr., Óðinn, Kvolur og Verktækni með 3.47 m.kr., Guðmundur Ó. Krist- jánsson Kópavogi með 4.18 m. kr. og Barð sf. á Akureyri með 2,83 m. kr., en það tilboð barst eftir að önnur tilboð voru opn- uð og gengið var frá fundar- gerð. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6,18 m. kr. og er tilboð Hagvirkja og Vinnuvéla 48% undir henni. Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóri á Patreksfirði, sagðist ekki vita hvað ylli þess- um mikla mun. Reyndar hefði heyrst orðrómur um að lítið væri um verkefni framundan og að verktakar reyndu að ná í hvað sem væri. „Annað hvort er kostnaðaráætlun of há eða undirboð svona rosaleg," sagði Úlfar. Suðureyri: Fasteigna- sala ao aukast Á Suðurevri við Súganda- fjörð eru fasteignaviðskipti að glæðast og ástandið að nálgast það sem eðlilegt gæti talist, að sögn sveitarstjórans á Suður- eyri, en sem kunnugt er hefur húsnæði verið illseljanlegt þar um nokkra hríð. Súgfirðingar bíða nú eftir jarðbornum Narfa sem er væntanlegur um miðjan mán- uðinn til að bora eftir heitu vatni. Eru menn bjartsýnir á að það vatn sem Narfa er ætlað að finna og opna leið fyrir upp á yfirborðið, dugi til að útrýma þeim vatnsskorti sem verið hef- ur hjá hitaveitu staðarins. Lengsta stopp, sem við höfum lent í — segir Rafn Oddsson sjómaður A.m.k. 6 — 7 færabátar frá ísafiröi komust ekki á veiðar í heilar tvær vikur vegna þess að þeir fengu ekki ís frá íshúsun- um. Sumir gripu til þess ráðs að landa í öðrum höfnum, en hinir þurftu að sætta sig við stopp. S.l. mánudag fengu bát- arnir svo ís og hafa þeir getað hafið veiðar. „Ég held að þetta sé lengsta stopp sem við höfum lent í. Þetta hefur komið mjög illa við mig, því ég ætlaði að vera búinn að klára kvótann," sagði Rafn Oddsson, sjómað- ur, í samtali við Vf. „Hinsveg- ar finnst mér þetta nokkuð skiljanlegt, því það er í raun aðeins eitt frystihús, sem tekur við af okkur minni bátunum. Það er Norðurtanginn. Und- anfarið hefur margt starfsfólk íshúsanna verið í fríi, en á meðan hafa togararnir komið með óhemju af fiski að landi. Húsin hafa því ekki getað annað en unnið þann fisk, sem ellegar hefði legið undir skemmdum." Rafn sagði, að þetta hefði verið miklu betra áður fyrr, á meðan rækjuverksmiðjurnar hefðu unnið fisk. „Þá stopp- uðum við sáralítið kannski í viku hámark, og oft ekki nema í 2 daga.“ Þrátt fyrir að ís hefði fengist núna, kvað Rafn óvíst hvert framhaldið á löndun færabát- anna yrði. Hann sagði ekki útilokað, að til tímabundinnar stöðvunar kæmi aftur, ef tog- arinn Guðbjartur kæmi inn með fullfermi af fiski á næstu dögum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.