Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 2
vestfirska I rRETTABLADID I vestíirska I FRETTABLADID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórn á fimmtudegi Nýr flötur á samninga í gær kom upp nýr flötur í við- ræðum A.S.Í, V.M.S.Í., V.S.Í., Landssambands iðnverkafólks og ríkisstjórnarinnar, þegar stjórnin setti skattalækkunartil- lögur sínar fram á ákveðinn hátt. Áður hafði skattalækkunarleiðin svokallaða verið til umræðu, án þess Ijóst væri hvað raunverulega stæði til boða. í framhaldi af þessu hlýtur að draga til tíðinda í samningaviðræðum deiluaðila á allra næstu dögum. Sú ellefu hundruð króna skatta- lækkun og 300 milljón króna út- svarslækkun, sem stendur til boða, er talin vega álíka og átta prósentustiga hækkun launa. Hóflegar launahækkanir í fram- haldi af þessu gætu hugsanlega komið í veg fyrir stórkostlega kjararýrnun af völdum víxlhækk- ana kaupgjalds og verðlags, sem leiða myndi af miklum beinum peningahækkunum launa. En þetta kostar fórnir. Þessar fjórtán hundruð milljónir í tekjutap hjá ríki og sveitarfélögum koma ugglaust fyrst og fremst til með að orsaka niðurskurð framkvæmda á vegum opinberra aðila, og einn- ig hlýtur að draga úr þjónustu. Ríkisstjórnin verður að hafa fullt samráð við sveitarfélögin um það hvernig hún hyggst mæta áhrifum skattalækkana og sveitarfélögin, sem mörg hver eru illa stödd fjár- hagslega, standa frammi fyrir miklum vanda ef ríkið dregur úr þátttöku sinni í uppbyggingu og rekstri, svo sem reikna má með, auk þess, sem þau verða sjálf að leggja til með útsvarslækkunum. En hvað sem þessu líður, þá vekur þessi aðferð vonir manna um að koma megi í veg fyrir nýtt tímabil óðaverðbólgu og þá nið- urlægingu, sem henni fylgir. Þess vegna eigum við hiklaust að velja hana og standa heils hugar að henni. ísafjarðar- samningarnir í Ijósi þessarra nýju viðhorfa bar samninganefnd ísafjarðarkaup- staðar upp tillögu á fundi bæjar- stjórnar í gær þess efnis að samningarnir skyldu teknir út af dagskrá. Var það samþykkt með níu samhljóða atkvæðum og verða þeir því afgreiddir síðar. Samningur Fosvest annarsveg- ar og Orkubús Vestfjarða og ísa- fjararkaupstaðar hinsvegar hefur algera sérstöðu meðal þeirra samninga, sem fram hafa komið þessa dagana, vegna verðtrygg- ingarákvæðis, sem er í sjöundu grein hans. Ákvæði þetta stangast á við bráðabirgðalög, sem í giidi eru um kjaramál og banna ótvírætt að laun séu verðtryggð á einn eða annan hátt. Það kemur því undar- lega fyrir sjónir að stjórn O.V. skuli hafa samþykkt þennan samning með fjórum samhljóða atkvæðum á fundi sínum s.l. þriðjudag. Smáauglýsingar TIL SÖLU TIL SÖLU Fiat 127 árgerð 1975. Saab 99 GL árgerð 1978. Upplýsingar í síma3618. Upplýsingar í síma 3192 eftir kl. 19:00. TÖKUM BÖRN í PÖSSUN á aidrinum 3 — 5 ára, hálfan eða allan daginn. Erum við Engjaveg. Upplýsingar í síma 4152 og 4335. Vetrarskoðun 1984 1. Hreinsuð geymasambönd 2. Mældur rafgeymir 3. Mæld hleðsla 4. Mótor þjöppumældur 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Ath. loftsía 8. Mótorstilling 9. Ath. Ijós og stilla 10. Ath. viftureim 11. Ath. þurrkublöð 12. Ath. ísvara á rúðusprautum 13. Ath. olíu á mótor 14. Ath. slag í kúplingu 15. Smurðar hurðalæsingar 16. Mældur frostlögur Innifalið í verði: Vinna, kerti, platfnur, ísvari Viljirðu fá skipt um olfu, borgarðu aðeins olíuna FAST VERÐ 4 cyl... kr. 1.708 6 cyl. .. 2.025 8 cyl. ... 2.342 Sími 3379 ISAFJAROAR f TIL SÖLU Mazda 929 árgerð 1977 vel með farinn og fallegur bíll. Góðir greiðsluskilmálar. Verð 140 þús. Upplýsingar í síma 7386 eftir kl. 17:00. ÍBÚÐ ÓSKAST Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast á ieigu strax. Upplýsingar í síma 4006 á daginn. GULLHRINGUR Fundist hefur gullhringur. Eigandi hafi samband við Jón Ólaf í síma 3100. TIL SÖLU Mercedes Benz 220S árg. 1967. 146 hö, vökvastýri, vökvabremsur, nylega upp- gerð vél. Snjódekk fylgja. Vel með farinn bíll. Verð sam- kvæmt samkomulagi. góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar í síma 4228 og 4073 á kvöldin. TIL SÖLU Bifreiðin í 689, Mazda 929 árg. 1982. Vel meðfarinn, lítið ekinn. Útvarp, segulband og vetrardekk. Upplýsingar gefur Björn í síma 3722 eða 3149. MTJÞTIÐ SMAAUGLYSINGARNAR • Nýjar vörur • Vorum að taka upp vörur, svo sem: •Ullarjakka •Ullarkápur •Angórupeysur •Bómullarpeysur Eigum einnig leðurfatnað: •Buxur ®Pils «Jakka Og: •Dúnúlpur •Gallajakka Lítið inn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.