Frjáls Palestína - 01.07.2001, Side 16

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Side 16
FRJÁLS PALESTÍNA Reykjavík, 22. maí 2001. Félagið Ísland-Palestína lýsirhér með yfir áhyggjum sínum vegna hlutdrægs og yfirborðs- kennds fréttaflutnings undanfar- ið af ástandi mála á hernumdu svæðum Palestínumanna í frétt- um Ríkisútvarpsins-Sjónvarps. Samkvæmt upplýsingum félags- ins var einum af fréttamönnum erlendu deildar fréttastofu Ríkis- útvarpsins-Sjónvarps boðið af ríkisstjórn Ísraels í sérstaka heimsókn til landsins, og þykir félaginu miður hvernig fréttir og viðtöl úr ferðinni snerust nær ein- vörðungu um hlið Ísraels á þess- um hörmulegum átökum, þar sem langmestum tíma var varið í viðræður við starfsmenn ríkis- stjórnar landsins. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða upplýsingagildi slík viðtöl hafi, þegar vitað er að nóg er af óhlutdrægum aðilum í Ísrael sem veitt gætu raunverulega innsýn í stöðu mála, a.m.k. samanborið við stjórnarerindreka sem hlýtur starfs síns vegna á stríðstímum að verja málstað stjórnar sinnar gagnrýnislaust. Burtséð frá þeim s t a r f s r e g l u m sem Ríkisútvarpið kann að hafa sett sér varðandi heimboð ríkis- stjórna undir venjulegum kring- umstæðum, þá hefði í þessu tilfelli augljóslega mátt gera kröfu til meiri natni við að gera sjónarmiðum beggja aðila jafn hátt undir höfði, þar sem allir sem hafa kynnt sér málið vita hve mjög Ísraelsstjórn er í mun að fegra málstað sinn, sem erfitt er að verja andspænis alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóð- anna. Hér er einungis átt við þá við- mælendur sem kostur hefði gefist á að ræða við innan ísraelsks þjóðfélags, en auðvitað hlýtur að teljast undarlegt yfir höfuð að blaðamaður þiggi heimboð ríkis- stjórnar Ísraels undir kringum- stæðum sem þessum. Þegar fréttamaður þiggur slíkt boð er hætt við að hann rýri traust sitt og þeirrar fréttastofu sem hann starfar fyrir, enda ljóst að ferð af þessu tagi er ekki skipulögð af hálfu Ísraelsstjórnar til að draga upp bjarta mynd af baráttu Pal- estínumanna, hvernig svo sem hún tryggir útkomuna. Þess má geta að virtar fréttastofur á borð við CNN ræða reglulega við óháða Palestínumenn á borð við Hanan Asrawi og Dr. Mustafa Barg- houthi, sem ekkert hefði verið til fyrirstöðu að rætt hefði verið við í ferðalaginu, nema gestgjafinn hafi sett skilyrði um annað en þá hefði boðið vitanlega ekki átt að vera þegið. Félagið lýsir þar að auki yfir almennum áhyggjum sínum yfir slælegum fréttaflutningi af átök- um Palestínumanna og Ísraels- hers, þar sem hvorki er reynt að varpa ljósi á sögulegan bak- grunn atburðanna, sem væri gustukaverk í málefni sem dynur í eyrum landsmanna dag eftir dag, né styrkshlutföllunum í deilunni sýnd verðskulduð athygli. Það er ekki afsakanlegt að ala á þeirri skoðun, sem oft gætir í fréttum frá stofunni, að hér sé um að ræða deilu tveggja jafningja þar sem „sjaldan veldur einn þá tveir deila“ þegar 90% fallinna eru Palestínumenn, þegar ein milljón Palestínumanna býr á jafn stóru landsvæði og sex þús- und ísraelskir landnemar, og þegar forsætisráðherra Ísraels er dæmdur stríðsglæpamaður í eigin landi sem starfrækir her sinn með 300 milljarða dala styrk frá mesta herveldi heims árlega í baráttu sinni við ráðvilltan æskulýð í undir- okuðu þjóðfélagi. Það er von félagsins að frétta- stofa Ríkisútvarpsins-Sjónvarps hafi vilja til að rétta úr kútnum, t.d. með því að sýna heimsókn Dr. Mustafa Barghouti hingað til lands í byrjun júní nk. áhuga þegar þar að kemur. Virðingarfyllst, Viðar Þorsteinsson meðstjórnandi Félagsins Ísland-Palestína Vegna fréttafluttnings Ríkissjónvarpsins frá Palestínu og Ísrael Bréf Félagsins Ísland- Palestína til Útvarpsráðs Alfleiðingar uppreisnarinnar í Palestínu Þann 28. september hófst seinni Intifada uppreisn Palestínumanna fyrir grundvallarmannréttind- um sínum og gegn hernámi í heimalandi sínu. Á um sjö mánaða tímabili, frá 28. september til 1. maí, drápu ísraelskir hermenn og landránsmenn 492 Palestínumenn, slösuðu 23.147 (40% þeirra börn) og örkumluðu um 2.000 manns. Á sama tíma hafa fjórir Palestínskir læknar verið drepnir, 91 sjúkraliði og um 70 blaðamenn hafa særst. Ísraelska hernámsliðið hefur eyðilagt 9 sjúkrabifreiðir og skotið á 82 þeirra. Efnahagur Palestínumanna hefur nánast verið lagður í rúst síðan uppreisnin í Palestínu hófst. Atvinnuleysið á herteknu svæðunum hefur farið í 56% og efnahagslegt tjón Palestínumanna er talið nema 4,4 billjónum bandaríkjadala. Tala Palestínumanna sem lifir undir fátæktarmörkum hefur tvöfaldast og er nú 1,3 milljónir. Palestínskir bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni enda hefur her- námsliðið eyðilagt 108 vatnsbrunna. 3.802 metra af vatnsrörum, 41.015 metra af girðinum og veggj- um og um 25.000 olívu og ávaxtatré. Á þessu sjö mánaða tímabili hafa Ísraelsk yfirvöld handtekið 1.850 Palestínumenn, helmingur þeirra börn undir 18 ára aldri. Þau hafa einnig fyrirskipað lokanir á 41 skóla og skotið á eða varpað sprengjum á 30 skóla á herteknu svæðunum. 42 námsmenn létu lífið fyrstu tvo mánuði uppreisnar- innar. Ísraelski herinn hefur skemmt um 4.000 byggingar á herteknu svæðunum; hundruðir heimila hafa verið lögð algerlega í rúst, 12 kirkjur og 30 moskur. -Eldar Ástþórsson

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.