Frjáls Palestína - 01.11.2009, Blaðsíða 24

Frjáls Palestína - 01.11.2009, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS PALESTÍNA Síðasta tölublað Frjálsrar Palestínu kom út í júní 2008. Erfitt árferði er meginástæða þess að ekkert blað hafi komið út í millitíðinni. Engu að síður er stefnt að því að gefa út tvö tölublað á ári framvegis, svo sem oftast hefur verið. Útifundur var haldinn 30. desember 2008 til að mótmæla blóðsúthellingum á Gaza. Fundarstjóri var Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og ræðumenn Ögmundur Jónasson formaður BSRB, María S. Gunnarsdóttir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur. Þá var boðað til fjölmenns sam stöðu- fundar í Háskólabíói þann 18. janúar 2009 undir yfirskriftinni „Þjóðarsamstaða gegn fjöldamorðunum á Gaza“. Fundar- stjóri var Arnar Jónsson leikari og ræðu- menn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jó hanna K. Eyjólfsdóttir frkvstj. Íslands- deild ar Amnesty International, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Öss- ur Skarphéðinsson ávarpaði fundinn. Fram komu einnig Barnakór Kársness, Hulda Björk Garðarsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Trio Nordica, Lay Low og Svavar Knútur. Þann 15. apríl 2009 var aðalfundur Félagsins Ísland- Palestína haldinn í Norræna húsinu. Þá voru flestir endurkjörnir í stjórn en nokkrir nýir tóku sæti og verkaskipting var mótuð í kjölfarið. Þetta starfsár er stjórnin óvenju fjölmenn, en hún er skipuð fjórtán manns. Smám saman hefur myndast það fyrirkomulag að stjórn ákveði fyrirfram eftir megni hvernig hún skipti með sér ábyrgðarverkum, þannig hefur tekist að gera starfsemina markvissari og álagið dreifðara. Sumarið 2009 gaf starfshópur Össurar ehf. vinnu sína til Gazaferðar, til að smíða gervilimi handa fólki sem misst hefur út- limi í jarðsprengjum. Áfram verður haldið með það spennandi verkefni og vonir bundnar við áframhaldandi samstarf. Aðr- ir Íslendingar sem farið hafa til Palestínu til sjálfboðastarfa á vegum félagsins eru: Einar Teitur Björnsson, Stefán Ágúst Haf steinsson, Aron Björn Kristinsson og Gunnar Pétursson, Anna Tómasdóttir, Yousef Ingi Tamimi, Björg Árnadóttir og Linda Ósk Árnadóttir. Eins og hefð er fyrir hefur félagið einnig staðið fyrir margvíslegum öðrum uppá komum, svo sem ljósmynda- og kvikmyndasýningum, hátíðinni Matur og menning í október, skipulögðum fræðslu erindum í framhaldsskólum og Alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni er haldinn að undirlagi Sameinuðu þjóðanna þann 29. nóvember ár hvert. Dagskrá verður í Norræna húsinu á sunnudaginn og hefst kl. 15: Ávarp dagsins: Ögmundur Jónasson alþingismaður Björn Thoroddsen og félagar í Guitar Islandicio flytja nokkur lög Anna Tómasdóttir hjúkrunarnemi flytur erindi og sýnir myndir: Mannréttindabrot í skjóli meints öryggis. Reynsla sjálfboðaliða í hertekinni Palestínu. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gest Samstöðufundur með Palestínu Viðtakandi: Málgagn Félagsins Ísland-Palestína 1. tbl. 20. árg. – Nóvember 2009 Stjórn Félagsins Ísland-Palestína: Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Borgþór S. Kjærnested, vara formaður Eldar Ástþórsson, gjaldkeri Katrín Mixa, ritari Einar Teitur Björnsson, sölustjóri Egill Bjarnason, sjálfboðaliðastjóri Anna Tómasdóttir, neyðarsöfnunar stjóri Sema Erla Serdar, viðburðastjóri Hjálmtýr Heiðdal, kynningarstjóri Yousef Tamimi, sniðgöngustjóri Aron Björn Kristinsson, Einar Steinn Valgarðsson, Haukur Sveinsson og Lára Jónsdóttir. Póstfang: Félagið Ísland-Palestína Depluhólar 9, 111 Reykjavík Sími: 895 1349 Heimasíða: www.palestina.is Netfang: palestina@palestina.is Ritstjóri: Einar Steinn Valgarðsson Ritstjórn: Hjálmtýr Heiðdal og Katrín Mixa Útlit og umbrot: Haukur Már Haraldsson Yfirlit yfir starfsemi fé lags- ins frá síðasta tölublaði Framhald á bls. 22

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.