Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1986, Síða 1
HERM SCHEPERS
Á ÍSAFIRÐI
AÐ SUNNAN, ALLA MIÐVIKUDAGA
AÐ NORÐAN, ALLA MÁNUDAGA
Mestfirdingar!
Geríð helgarínnkaupin
í glæsilegrí verslun, þar sem
saman fer hagstætt verð og
mikið vöruúrval.
EIMSKIP
STRANDFLUTNINGAR
Símar:
Skrifstofa 4555
Vöruhús 4556
Dýrt að lifa á
Vestfjörðum
— Dýrast á Isafirði, samkvæmt
verðkönnun Verðlagsstofnunar.
„Sitjum ekki við sama borð og
stórmarkaðir í Reykjavík,6í
segja ísfírskir kaupmenn.
Sjá nánar á bls. 2.
Verðmætastur afli
á Vestfjörðum
*
— Guðbjörg IS á toppnum.
Vestfirðingar í sex efstu sætum.
L.I.Ú. hefur gefið út skýrslu
fyrlr árið 1985. I skýrsiunni eru
tíundaður afli togara og reiknað
út aflaverðmæti þeirra á hvern
úthaidsdag.
Eins og svo oft áður er það
Guðbjörg fS sem er þar f efsta
sæti, en hún aflaði samtals 5.124
tonna og var verðmæti aflans
288 þúsund krónur á hvern út-
haldsdag.
í öðru sæti listans er Hafþór
RE sem er með aflaverðmæti
238 þúsund krónur á úthalds-
dag fyrir 777 tonn af rækju sem
hann bar að landi á árinu.
Á þessum lista eru Vestfirð-
ingar í sex efstu sætunum. Auk
þeirra sem að framan eru taldir,
Júlíus Geirmundsson, Páll
Pálsson, Sléttanes ÍS og Dagrún
ÍS.
Til samanburðar má geta
þess að landsmeðaltalið er 139
þúsund krónur á hvem út-
haldsdag. Sé litið á aflamagn
eingöngu kemur í ljós að Ottó
N. Þorláksson er með mestan
afla á úthaldsdag eða 18,81
tonn. Guðbjörg ÍS aflar 16,17
tonna en meðaltal fyrir landið
allt er tæp 10,3 tonn á hvern út-
haldsdag.
Nokkra athygli vekur hve
mikla yfirburði Guðbjörgin
hefur yfir önnur skip sé litið á
aflaverðmæti pr. úthaldsdag.
Aflar hún fyrir 100 þúsund
krónum meira á dag heldur en
til dæmis Dagrún IS sem þó er í
sjötta sæti á þessum lista. Á Usta
þessum er vandséð hvað gerir
Vestfjarðatogara öðram feng-
sælli, en þeir era dreifðir um
allan listann allt frá efsta sæti
niður í þau neðstu. Að vísu ber
að geta þess að aðeins er birtur
listi yfir fimmtíu efstu skipin.
ísafjöröur:
Maður bítur
hund
Sá fáheyrði atburður átti sér
stað á ísafirði hinn 1. aprfl síð-
astliðinn að maður nokkur beít
hund. Atvikið átti sér stað I
Tangagötu þar sem lítill hvolpur
var að leik í húsagarði. Bar þar
að mann nokkum sem vatt sér
inni garðinn og réðist á varaar-
iaust dýrið og beit það.
Eiganda hundsins tóltst að
afstýra þvi að illa færi og gera
lögreglunni viðvart. Var árásar-
maðurinn settur undir lás og slá
og verður hann látinn sæta geð-
rannsókn. Þegar blaðið fór i
prentun var liðan hundsins eftir
atvikum.
Á myndunum hér að ofan eru þau Einar Ólafsson, Auður Ebenesersdóttir, Stella Hjaltadóttir og Bjami Gunnarsson
en þau sigraðu öll glæsilega á skíðalandsmótinu í Bláfjöilum um páskana.
StórglæsOegur
árangur ísflrskra
göngumanna
— Sigur í öllum göngugreinum á landsmótinu.
ísfírdingar með flest verðlaun.
Um páskana fór fram Skiðamót
íslands og var það að þessu sinni
haldið i Bláfjöllum. ísfirðingar vora
sigursælir á mótinu og fengu flest
verðlaun. Vora það göngumenn sem
áttu heiðurinn af þvi. Þeir sigruðu i
öllum göngugreinum á mótinu og
má segja að þeir hafi verið nær ein-
ráðir í þeim.
Það voru þau Bjarni Gunnars-
son, Stella Hjaltadóttir Auður Eb-
enesersdóttir og Einar Ólafsson
sem komu, sáu og sigraðu í Blá-
fjöllum um páskana. Vestfirska
fréttablaðið leit við hjá nokkrum
sigurvegaranna og óskaði þeim til
hamingju með glæsilegan árangur.
Við hittum Auði Ebenesersdótt-
ur að máli á heimili foreldra henn-
ar á Isafirði, en hún stundar nám
við skíðamenntaskóla í Jarpen í
Svíþjóð ásamt unnusta sínum Ein-
ari Ólafssyni. Auður sagðist hafa
æft mjög mikið í vetur, meira en
nokkra sinni fyrr og sá árangur
væri nú að skila sér. Við spurðum
hana hvert leiðin lægi næst. Hún
svaraði því til að hún stefndi auð-
vitað á toppinn, en það yrði svo
bara að koma í ljós hvemig til tæk-
ist.
Næst lá leiðin til þeirra Stellu
Hjaltadóttur og Bjama Gunnars-
sonar sem búa saman í kjallaranum
á Grænagarði, Isafirði, hjá afa
Bjama, Pétri Péturssyni sem var á
sínum tíma frægur göngugarpur.
Þau sögðust hafa stundað stífar
æfingar í vetur og síðastliðið sumar
og væri árangurinn nú að koma í
ljós. Bjami sagðist hafa reynt að
æfa tíu tíma á viku í sumar en hefði
farið í 17 tíma á viku þegar mest var
í vetur.
Næsta vetur færast þau bæði upp
um flokk og sögðust bæði ætla að
halda áfram að æfa og keppa, en
fremur fáliðað hefur verið í til
dæmis kvennaflokki í göngu síð-
asta ár.
Var ekki keppt í kvennaflokki í
göngu á landsmótinu þar eð aðeins
einn keppandi var skráður og féll
því keppni niður. Þetta unga og
efnilega fólk á því eflaust eftir að
halda áfram að safna verðlaunum
hvar sem þau keppa.
Þess má að lokum geta að við
reyndum að ná sambandi við Einar
Ólafsson úti í Svíþjóð en höfðum
ekki erindi sem erfiði. Látum við
því nægja að óska honum hér með
opinberlega til hamingju með
glæstan árangur.
Inni í blaðinu era nánari úrslit af
mótinu.